Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 79
'JDUNN íslenzUar samtíðarbókmentir. 189 Jiér um bil altaf lygnir, óhreinskilnir og fullir uppgerðar — einkum þó þegar þeim tekst upp« — segir hann í ritgerðinni um Krishnamurti. Þegar ég tala um sannindi (sannfæringu) og stíl, líkt og væru þetta tvær fullkomlega aðgreindar andstæður, þá er það ekki alls kostar rétt. Vel mættu mér vera kunnar hinar mörgu og ólíku sannfæringar, sem geta búið með sama manni, eða hinar myrku slóðir vitund- arinnar, þar sem sannleikurinn og lygin eru flækt sáman. En ég sé ekki annað betra ráð til skilnings á áhrif- um >stílsins« á alt, sem Halldór skrifar, en að gera ráð fyrir, að þetta sé töluvert einfaldara og Ijósara en það er í rauninni. Með þeim fyrirvara má segja, að sann- leikurinn og stíllinn eigi í togstreitu í ritum hans, og veiti ýmsum betur. Stundum fer hann mjög nærri sann- færingunni, svo sem í ritgerðunum um ]ónas Hallgríms- son og Krishnamurti. En aðra stundina skrifar hann heilar greinar aðeins vegna slílsins. Ef sannleikurinn er ekkert skemtilegur flatur, þá gæti verið nógu gaman að sjá, hvernig hann tæki sig út, ef hann væri settur upp á rönd (sjá t. d. greinina Myndir o. fl. í Alþýðubókinni). Eitt og annað, sem höfundinum kemur ekki til hugar að trúa á, gæti hljómað nógu ári sniðuglega, ef það væri sagt — því þá ekki að koma því á pappírinn? Hvað er sannfæring og hvað er stíll í ritum Halldórs, verður lesandinn að segja sér sjálfur. Það mun vera mál flestra manna, að Halldór dekri ekki við smekk lesandanna. Og þó er hitt satt, að fáir rithöfundar á síðari árum hafa tekið meira tillit til al- mennings. Að vísu ekki á vanalegan hátt. Hann hefur kostað kapps um að láta veita sér athygli — ekki þó með því að leggja sig í líma við að geðjast almenningi, keldur með því að geðjast honum ekki. Eða öllu heldur,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.