Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 90
200 Efnisheimur. ÍÐUNN sóknir sínar á eindum efnisins og lögum þeim, sem ríkja í instu fylgsnum þess. Levkippos er fyrirrennari Demókríts og hefir ef til vill fyrstur manna komið fram með kenninguna um efnis- eindirnar, en rit hans eru löngu týnd. Demókrítos var uppi á 5. öld fyrir Krist, og eftir hann liggur meðal annars efniseindakenningin, í því gerfi, sem hún hefir borist til vor, en hún er þannig í stuttu máli: Ekkert er til nema efniseindir og rúmið autt (the vacuum) í millum þeirra. Þær hafa enga orsök og hafa altaf verið til. Þær eru ósýnilegar og óskiftilegar, en hafa rúmtak, þyngd og ýmsa lögun. — Hitt er talið vafasamt, hvort Demókrítos ætli þær misjafnlega þéttar í sér. — Efniseindirnar hreyfast. Hreyfing þessi er eilíf, eins og efniseindirnar sjálfar. — Sumir álíta, að hann hafi talið hreyfinguna koma af því, að þungar eindir féllu ofan að léttum eindum, svo að hringiða yrði til. Aðrir telja þó hæpið, að skýring sú sé komin frá honum. Enn aðrir telja, að Demókrítos hafi skýrt rás efniseind- anna þannig, að samkynja eindir leituðu saman af eðlis- nauðsyn. En hvernig sem alt þetta hefir verið, þá taldi hann, að af hreyfingu efniseindanna hefði heimurinn orðið það sem hann er, og að hún væri orsök alls, sem framtíðin ber í skauti sínu. — Sál og eldur er sama eðlis og gert af léttum, mjúk- um og hnöttóttum eindum. Útöndun og innöndun efnis- einda þessara viðheldur lífinu. Sálin deyr því um leið og líkaminn. Kenning þessi, þó viturleg sé, útrýmir allri íhlutun guðs. Demókrítos neitar því staðfast, að vitur vera hafi skapað heiminn í öndverðu. Þetta stríddi gegn alþýðutrú og skoðun margra heimspekinga. Nú, eftir meir en 2000 ár, er kenning þessi úrelt orðin, í flestum greinum, sem vænta má, en eigi að síður var hún langt á undan sínum tíma. Jörð, vatn, Ioft og eldur. Vitrir menn andæfðu kenningum Demókríts, þar á meðal Aristóteles. Löngu fyrir daga hans hafði orðið til kenningin um frumefnin fjögur: jörð, vatn, loft og eld. Aristóteles taldi hinsvegar efnið eitt, en það var í upphafi samfeldur óskapnaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.