Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 86
196 íslenzkar samtíðarbókmentir. IDUNN samlímaskáldanna á íslandi, að veruleg kunnátta í sögu- gerðinni er fátíð. Oft virðist það vera tilviljun, hepni, þegar skáldi tekst að gera söguna vel úr garði — ekki hitt, að hann hafi vald yfir forminu og þekkingu á, hvað þar eigi við. Þó eru til undantekningar. Guðmundur Hagalín ber það með sér, einkum í smásögunum, að hann treystir ekki á guð og lukkuna eina í sögugerð- inni, hann hefur vafalaust iðuglega athugað sinn gang — og annara skálda með. Sömuleiðis er alveg ugglaust, að Vefarinn mikli frá Kasmír er verk manns, sem hefur mikla kunnáttu til að bera í sinni grein; í sögunni er beitt ýmsum listarbrögðum til að ná sem bezt tilgangi höfundar, — ef til vill væri sagan eðlilegri, ef minna væri af slíkum brögðum. Þessir höfundar og einstöku aðrir stinga í stúf við allan fjöldann, sem hafa miklu minni kunnáttu til að bera. Kristín Sigfúsdóttir hefði vafalaust samið nokkrar óaðfinnanlegar sögur, ef hún hefði kunnað að strika út. Aðrir hafa miklu meira að læra. Því að það er sannast sagna, að taka má skáldsögu eftir skáldsögu, þar sem berlega kemur í ljós skortur á kunnáttu, skortur á valdi yfir forminu. Eitt atriði er vert að geta um hér, þar sem það kemur starfsaðferðum rithöfundanna við. Svo ber ósjaldan við, þegar vér lesum skáldsögur, að inn í hugann læðist grunur um undirbúningsrannsóknir skáldanna. Oss virðist oft vanta veruleikablæ, sem stafi ef til vill aðeins af því, að höfundarnir hafi ekki kynt sér nægilega þá staði, þær starfsaðferðir og hugsunarhátt, sem þeir vilja lýsa. \Jér minnumst Zola, sem skrifaði í vasabókina sína alt, sem hann heyrði ökumenn segja, af því að hann ætlaði að minnast á ökumenn í næstu bók sinni. Vér minnumst Macaulay, sem kvað hafa ferðast til fjarlægra staða, að eins af því hann vantaði eitt afmarkandi lýsingarorð um þennan stað, sem hann ætlaði að nefna í ritgerðinni, sem hann var að skrifa. Minna má nú gagn gera, satt er það, en þó hefðu skáldin gott af að minnast slíkra dæma — of fá gera það. Kunnáttuleysi má bæta með þoli og starfi. En einmitt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.