Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 66
176 íslenzkar samtíÖarbókmentir. IÐUNN sem um leið er oft öfgafylst og leiðir ekki til lífsins. En þegar heim kemur í fámennið, verða viðbrigðin mikil, vanalega forpokast hann og hverfur inn í nafnleysið, sem heiðarlegur, en ómerkilegur þegn þjóðfélagsins. Þetta er efni frásögunnar um séra Kjartan í bók Laxness: »Undir Helgahnúk*. Þá er hnignun Islendingsins meðal ókunnugra þjóða lýst átakanlega í sögunni »Ragnar Finnsson« eftir Guðmund Kamban. Það, sem nú hefur verið sagt um efni skáldskaparins, veit þó langmest að sjálfu umhverfinu, og mundum vér vissulega fyrirgefa, þótt af skornum skamti væri lýsingin á því, ef skáldin lyftu í staðinn tjaldinu frá leiksviði hins innra heims með þeim hætti, að oss gæfi að líta mikla hluti. Ekki er að efa, að úr nógu sé þar að velja, þjóð vor er nú svo mjög á hvörfum og á þvílíku gelgjuskeiði, að margskonar skaplyndi fá nú gott tækifæri til að njóta sín, tíminn vekur og þroskar hina margvíslegustu eigin- leika, allskonar menningarhreyfingar og skoðanir vaða nú uppi, draga menn í aliar áttir og valda allskonar andlegri baráttu. Nú er það auðvitað, að allar sögur um menn og örlög manna eru líka um mannssálina, en skáldin gera sér þó mismikið far um að lýsa henni. Og það er sannast mála, að svo lítt sem þjóðlíf vort hið ytra er í letur fært af skáldunum, þá er sálarlíf tímans þó enn síður skráð. Til þeirra mála leggja ljóðskáldin helzt skerf, þótt varla verði sagt, að hann sé marg- breytilegur. Auk þeirra ber mest á fáeinum mönnum. Þórbergur Þórðarson hefur á víð og dreif í ritum sínum gefið mörg, frábærlega ljós og velrituð drög til sjálfs- lýsingar. Þá virðast mér drýgstir Guðmundur G. Haga- lín og Halldór Kiljan Laxness. Léngst virðist mér Hagalín komast, í sálarlýsingum sem öðru, í smásögum sínum. í sögunni Hefndir gerir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.