Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 19
inn, hvörs vegna boðar eru ekki eigin- lega nema við landið. Þó mætti máske nefna þessa: a) Kötulnesboða, skammt fyrir utan Höfn. b) Lönguboða neðan Skeggjastaði og c) Bökuboða út af Þorvaldsstöðum. En meðal skerja þessi: a) Dritsker, skammt frá landi norðan Viðvík. a) Róðrarstapi undir Viðvíkurbjörgum og c) Stapa undir Skeggjastaðarklifum. 19. Straumvötn. Af rennandi vötn- um eða ám vil eg hér telja: 1) Fossá, sem er lítil spræna á tak- mörkum sóknarinnar að norðan, rennur móti austri og steypist með beinum fossi fram af bjargi í sjó. 2) Geysirófa, hefir upptök sín úr svo nefndum Skörðum og Vatnadal, ogsvo smáá, rennur móti austri í krókum í Finnafjörð norðan verð- an. 3) Finnafjarðará, kemur að nokkru leyti úr Krókavatni í Fellsheiði og kallast þá Krókavatnsá, (og) að nokkru leyti framan af Hallgils- staðaheiði sunnanverðri. Þetta er í raun réttri lítil á með grjótfarvegi, en verður þó illreið í vatnavöxtum. Vöð eru á henni á Hallgilsstaða- heiðarvegi og við sæ, bæði óhætt, þegar áin er ekki í því meiri vexti, fellur í Finnafjarðarbotn. 4) Saurbæjará kemur úr Saurbæjar- vatni þar í heiðinni og rennur á móti hafi við Saurbæ í Finnafjörð. Þetta er ogsvo smáá með grjót- farvegi og vöðum nærri hvar sem vlll, nema í vatna og rigningar- vöxtum. ®) Kverká, sprettur upp norðan undir áður nefndum Arnarfjöllum og fell- ur móti norðaustri I Miðfjarðará á milli Miðfjarðarnessels og Kverk- ártungu. Þessi á fellur þegar ofan eftir dregur I djúpu gili og er þess vegna ill yfirferðar, en er til lukku framan allan alfaraveg. 6) Miðfjarðará er hið stærsta vatns- fall I sveitinni og fellur alveg móti hafi í Miðfjarðarbotn. Hún dregst saman úr áður nefndri Kverká og mörgum lækjum úr heiðinni að austan og vestan, en hefir sín eig- inlegu upptök í Vopnafjarðaraf- réttum, hvört pláss kallast Mið- fjarðarárdrög. Hún rennur víðast út undir byggð í djúpu gili, en ekki eiginlega gljúfrum. Þó eru í henni fossar tveir. Heitir annar Sniðfoss, en annar Fálkafoss. Báðir eru þeir sagðir beinir. Undan Miðfjarðar- nesseli og þar fyrir utan eru á henni nokkur vöð, á hvörjum hún er meira eða minna ströng og grýtt. Hún er oft óreið mikinn part sumars, hvörs vegna lögferja er á henni undan Miðfirði. 7) Hölkná kemur norðan undir Há- gang úr svo nefndum Hölknárlón- um, sem eru f rauninni nokkrar ó- merkilegar smátjarnir. Hún fellur hér um bil beint út til sjávar — sumstaðar í nokkrum gljúfrum — á milli Miðfjarðar og Djúpalækjar. Á henni eru nokkur vöð, af hvörj- um svo nefnt Rauðhólavað er al- gengast, sem er óhætt, nema þeg- ar hún er í vexti, þá er betra vað nokkru neðar. 8) Djúpilækur neðan bæinn, sem af honum tekur nafn, kemur þar ofan úr heiðinni og verður næstum óreiður í vatnavöxtum. 9) Staðará, sprettur upp norðan undir 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.