Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 46
afl, æð í lífkerfi hinnar starfandi og gróandi kirkju. 7. Skal nú gerð nokkur grein fyrir lögum ,,um almannafrið á helgidög- um Þjóðkirkjunnar.“ En það eru lög nr. 45 frá 15. júní 1926. Rekja má ákvæði þeirra laga allt til kirkjuskip- unar Kristjáns IV. frá 2. júlí árið 1607. Lög þessi kveða á um það, að á helgidögum Þjóðkirkjunnar sé bönnuð „öll sú vinna, úti og inni, er hefur hávaða í för með sér eða fer fram á þeim stað eða með þeim hætti, að hún raskar friði heigidagsins”. Heimilt er þó að ferma og afferma skip á helgi- dögum Þjóðkirkjunnar, þó ekki á föstu- daginn langa og fyrri dag stórhátíða, ,,og eigi heldur á kirkjustöðum frá kl. 11 árdegis til kl. 3 síðdegis, þegar messað er á staðnum, nema brýna nauðsyn beri til.“ Samkvæmt lögum þessum má kaup og sala eigi fara fram á helgidögum Þjóðkirkjunnar í sölubúðum kaup- manna, kaupfélaga né annarra sölu- manna, og skulu búðir þeirra vera lokaðar. Nokkrar undanþágur er þó frá ákvæðum þessum. Þá segir í lögunum, að á helgidögum Þjóðkirkjunnar megi ekki á neinum almennum veitingastað halda veizlur eða aðra hávaðasama fundi fyrr en eftir miðaftan. Eigi má heldur halda al- mennar skemmtanir, markaði eða aðr- ar þær athafnir, sem hávaði er að fyrir kl. 3 síðdegis, nema með leyfi lög- reglustjóra. Á helgidögum Þjóðkirkj- unnar má ekki, nema brýna nauðsyn beri til, halda sveitar- eða bæjarstjórn- arfund og eigi heldur þing. Eigi má heldur halda almenna fundi um ver- 204 aldleg efni á helgidögum Þjóðkirkj - unnar fyrr en um nónbil. ,,Þá og þar, er guðsþjónusta fer fram eftir nón, er þó því aðeins heimilt að halda almenna fundi samtímis, að þess sé gætt, að fundurinn sé eigi haldinn svo nálægt kirkju eða bænhúsi, að guðsþjónust- an verði trufluð af því.“ Fá lög, er varða Þjóðkirkjuna, munu vera brotin eins oft og þau, sem nú hefur verið að vikið. Er þar um að kenna breyttum tíðaranda og ekki síð- ur linkind yfirvalda og þeirra kirkjunn- ar manna, sem standa eiga vörð um rétt kirkjunnar. Lögin eru þó víða virt í reynd, ekki sízt úti á landsbyggðinni, en framkvæmd þeirra veltur mjög á viðkomandi fógeta eða sýslumanni, svo og sóknarprestunum sjálfum og próföstum. Þó ráða ef til vill mestu þær venjur og þeir hættir, sem fólk hefur alizt upp við og þær hugmyndir, sem hinn almenni borgari gerir sér um það, hvað sæmilegt er eða ósæmilegt. réttlátt eða ranglátt í þessum efnum- Mjög víða eru ákvæðil laganna um bann við fundahaldi og alrnennum samkomum á helgidögum Þjóðkirkj- unnar fyrr en eftir kl. 3 síðdegis virt i reynd og heyrir fremur til undantekn- inga, ef út af er brugðið. Algengt er, að boðað sé til funda eða sarnkomu- halds kl. 15 og þá tekið tillit til Ia9' anna. Er þá stundum haft samband við prestinn, hann spurður, hvort hann hafi eitthvað við þetta að athuga o9 jafnvel til þess mælzt, að hann f®rl guðsþjónustuna fram um hálftíma, svo að fólki gefist rýmri tími til að ssekj3 hvort tveggja, guðsþjónustuna °9 fundinn. Þessi hygg ég, að sé reynsla margra presta í strjálbýli, þó að nokk' J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.