Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 99
HANNA RAGNARSDÓTTIR sínu, vegna minnihlutastöðu sinnar. Þótt hún sé fædd þar og tali ríkismálið, sé hún ekki fullgildur þegn. Natöshu líkar vel að búa á íslandi. Hún kom hingað fyrst sem ferðamaður, en hefur m.a. starfað við afgreiðslustörf í fyrirtæki vina sinna og hyggst búa á Islandi í a.m.k. fimm ár, kannski til frambúðar. Hana langar þó að starfa við sitt sérsvfð í framtíðinni, en Natasha hefur lokið sérnámi auk skyldunáms. Natasha talar ágæta ensku, sem er hennar þriðja tungumál. Natasha segir Leru hafa farið verulega aftur í móðurmáli sínu síðan hún flutti til íslands og nú vilji hún helst tala íslensku heima. Natasha segist vera ströng við hana varðandi þetta og segist setja henni reglur um að á heimilinu sé aðeins talað móðurmál þeirra. Natasha hefur í hyggju að sækja móðurmálskennslu með Leru í Reykjavík. Einnig hefur hún í hyggju að senda Leru til upprunalandsins þrjá mánuði á hverju sumri til að viðhalda móðurmálinu. Að sögn Natöshu er lítill menningarmunur eða munur á siðum og venjum á íslandi og í upprunalandi hennar. Natasha hefur samband við annað fólk af sama uppruna á Islandi, einkum fólk sem hún kynntist þegar hún sótti íslenskunámskeið, og segist eiga mest sameiginlegt með þessu fólki. Natasha á ekki marga íslenska vini. Lera er í leikskóla allan daginn. Henni gengur mjög vel þar, að sögn Natöshu, og kom það henni mjög á óvart hversu fljót Lera var að aðlagast og læra íslensku. Hún segir erfitt tímabil hafa verið hjá þeim mæðgum fyrstu mánuðina eftir að Lera kom þar sem þær hafi verið svo lengi aðskildar. Natasha segist sjá sjálf að Lera sé ánægð í leikskólanum. Hún segist hafa verið dálítið kvíðin þar sem hún hafi heyrt að sumum börnum af sama uppruna hafi gengið illa í skólum á íslandi og orðið fyrir aðkasti, svo og fullorðið erlent fólk. Hún segist þó vera rólegri núna, þar sem Leru gangi svo vel að læra íslensku að hún verði eins og Islendingur þegar hún byrji í grunnskóia. Natasha segist vera fullkomlega ánægð með starfið í leikskólanum og henni finnst börnin vera frjáls og glöð. Þó séu skýrar reglur í leikskólanum. Natasha segist hafa andúð á hvers konar mismunun og því sé hún ánægð með að tekið sé til- lit til ólíkra tungumála og menningar og það sé sýnilegt í leikskólanum. En hún telur ekki þörf á að kynna menningu þeirra Leru sérstaklega þar, enda sé ekkert sérstakt við menningu þeirra og Lera fari ekki á mis við neitt. Natasha segir að gott sé að Lera taki þátt í öllu leikskólastarfinu. Hún megi gjarnan fara í kirkju með börnunum, því „kirkja sé kirkja og guð sé aðeins einn" og „það skipti ekki máli hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist" (Viðmælandi: Natasha). Að sögn leikskólastjórans í leikskóln B, Nönnu, hefur Leru gengið mjög vel í leik- skólanum. Nanna segir að hún sé félagslega sterk og henni gangi vel í samskiptum við hin börnin. Hún sé einnig mjög ákveðin. Nanna segir enn fremur að Leru hafi gengið nokkuð vel að læra íslensku. Hún segir samskiptin við móður Leru hafa verið ágæt en ekki mikil. Undanfarið finnst Nönnu þó að Lera hafi mætt frekar óreglulega í leikskólann og finnst miður að leikskólanum sé ekki tilkynnt um forföll. Henni er ekki kunnugt um ástæður þessa og hefur ekki spurt móðurina um þær (Viðmælandi: Nanna). Leikskóli B hefur mótað stefnu í málefnum barna af erlendum uppruna og er hún uimin út frá stefnu Leikskóla Reykjavíkur í málefnum útlendinga. Stefna leikskólans skiptist í þrjá þætti, ásamt hugmyndum um framkvæmd: Samstarf við foreldra, íslenskukennslu í leikskólanum og virkt tvítyngi barna af erlendum uppruna. Talað 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.