Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 125

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 125
KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Hugsunin á bak við slíkt vinnulag er að nám sé félagslegt ferli sem eigi sér stað m.a. í mannlegum samskiptum og samvinnu. Vísað er til félagslegrar hugsmíðahyggju, sem grundvallast á því að nám eigi sér stað í félagslegu samhengi. Hópvinna eða samvinna, eins og hún er skipulögð í staðnámi við KHÍ, á ekki við í fjarnámi að mati fjarnemenda. Nemendur í fjarnámi eiga erfitt með að hittast til að vinna saman í hópi vegna búsetu sinnar. Eins og fram hefur komið hafa nemendur skipulagt námshópa í heimabyggð til þess að draga úr einangrun, vinna saman verk- efni og til að ræða um námsefnið. Með því að nota fjarkennsluumhverfi á netinu er hægt að koma til móts við þessa þörf nemenda. Tölvustudd samvinna er aðferð sem nemendur nefndu í þessu sambandi. Slík samvinna felur í sér að nemendur vinna að sameiginlegu markmiði og að hver ein- staklingur getur unnið sinn þátt heima hjá sér og miðlað og sameinað upplýsingar með hjálp tölvu og netsins. Nemandi í framhaldsnámi sagði frá því hvernig honum var skipað í hóp með fólki sem bjó víða um land og var falið að vinna sameiginlegt verkefni. Nemandinn lýsti því hvernig samskiptin fóru fram og hvernig upplýsing- um var miðlað milli einstaklinga innan hópsins á vefráðstefnum. Nemendur, sem tekið höfðu þátt í tölvustuddri samvinnu, töldu hana draga úr einangrun og veita aukinn skilning á námsefninu. Námsmat við KHÍ er hefðbundið og er fólgið í prófum og mati á verkefnavinnu og ritgerðum. Nemendur tóku próf í skólanum eða í heimabyggð sinni. Þeir tóku einnig svonefnd heimapróf og fengu til þess ákveðinn tíma, og sendu síðan úrlausnirnar í tölvupósti til kennara. Nemendur höfðu orð á því að þeir vildu að verkefnavinna, rit- gerðir og umræður hefðu meira vægi í námsmatinu. Endurgjöf er mikilvæg í námi. Nemendur leggja oft á sig mikla vinnu við gerð verkefna og ritgerða sem þeir skila til kennara á ákveðnum tíma. Endurgjöf fyrir vinnuframlag, svo sem verkefnavinnu og ritgerðir frá kennurum, er mikilsverð fyrir nemendur því endurgjöf frá fagmanni er hluti af námsferlinu og nemendur fá upp- lýsingar um það sem þeim hefur tekist vel upp með og það sem má gera betur. Þegar fjallað er um námsumhverfi í anda hugsmíðahyggjunnar kemur fram mikilvægi þess að kennariim sé fagleg fyrirmynd og hvetji til samvinnu og samræðna í námsum- hverfinu (Jonassen, 1997; Jonassen og Rohrer-Murphy, 1999). Hluti námsárangurs verður ekki metinn til einkunna. í kennslulíkani M. Allyson Macdonald (2001) kemur fram að „nám-sem-árangur" felur í sér skilning, áhuga, leikni og getu. Eins og fram hefur komið nýta nemendur þekkingu sína jafnóðum í starfi og við uppeldi barna sinna. Margir hafa áhuga og þor til að fara í framhalds- nám að loknu grunnnáminu. Sfuðningur og samskipti í fjarnámi Fjarnemendur vilja aukinn stuðning frá kennurum í námi. Nám á háskólastigi getur reynst nemendum erfitt ef þeir þurfa að stunda það hjálparlaust og flestar námsbæk- ur eru á erlendum tungumálum. Þess vegna er nauðsynlegt að kennarar veiti nem- endum stuðning í formi leiðbeininga, fyrirlestra eða með öðrum hætti meðan þeir eru að tileinka sér nýja þekkingu. Þegar nemendur eru komnir áleiðis í námsferlinu er 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.