Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 19
Gera þarf vísindalega úttekt Guðfinna telur tímabært aö gera vís- indalega úttekt á störfum sjómanna, fjarverum frá heimilum, áhrifum á fjöl- skyldulíf og svo framvegis. Þannig megi sjá hvernig störf sjómanna hafi breyst í áranna rás og hvaða áhrif lengri útiver- ur hafi. Einnig hvaða áhrif betri aðbún- aður skipanna hafi á sjómenn en glögg- lega komi fram hjá sjómönnum að þeir telji batnandi aðbúnað í skipunum mjög til bóta. „Mér finnst nauðsynlegt að gera slíka úttekt. Hvað varðar langar útiverur þá kemur skýrt fram hjá sjómönnum að þeim finnst gjarnan erfitt þegar túrinn er kominn yfir ákveðna lengd og sér- staklega ef hann iengist skyndilega frá því sem ákveðið hafði verið. Þetta gerist oft þegar fiskirí glæðist undir lok túra. Sjómennirnir segja slíkt geta reynt á þolrif- in og það sama segja eigin- konurnar í landi. Oöryggið um hvenær skipin eru í landi valda þannig álagi og gera til dæmis að verkum að fólk getur ekki skipulagt hlutina." Einstaklingsbundið hve mikð álag fólk þolir Þol manna gagnvart álagi segir Guðfinna að sé mjög mismunandi eftir einstak- lingum og þannig þoli menn misvel langar útiverur. Að sama skapi þoli samband innan fjöl- skyldna og hjónabönd þessar aðstæður misvel en Guðfinna segir þó að þegar fjarverur séu orðnar 6-8 vikur þá sé orð- in áleitin spurning hvaða toll slíkt taki af fólki. En telur Guðfinna, miðað við samtöl sín við sjómenn, að ströng ákvæði ætti að setja um hversu lengi sé heimilt að halda mönnum á sjó? „Ég held að það væri mjög mikilvægt að sjómennirnir fái sjálfir að segja til um hvernig þeir vilji hafa þessi mál áður en farið yrði að setja einhliða regl- ur. Sjómennirnir hafa reynsluna og geta best sagt til um sjálfir hvab er skynsam- legt í þessum efnum." Hlutur yfirmanna skipanna stór Gubfinna segir að yfirmenn á skipun- um þurfi að vera búnir samskiptahæfni og þekkingu á vinnusálfræbi þannig að þeir geti tekið á málum gagnvart sínum undirmönnum um borð. „Yfirmaður er alltaf mikilvægur og ekki síst í þessu starfi. Hann þarf að valda samskiptunum um borð og hafa samskiptahæfileika. Hann þarf oft að vera ákveðinn en líka að geta tekiö á deilumálum og kunna að hrósa mönn- um fyrir vönduð vinnubrögð þegar vel gengur. Ýmis mál geta komiö upp, t.d. rigur milli hópa um borð eða ef til vill ósætti milli tveggja starfsmanna. Slíkt getur haft áhrif á ailan hópinn og and- rúmsloftið um borð. Það getur oft skipt miklu máli hvernig er tekið á sam- skiptamálum og ekki síst vegna þess að þeir geta ekki snúið sér neitt annað heldur verða að spila úr sínum aðstæb- um meðan skipin eru úti á sjó. En það er mjög misjafnt eftir áhöfnum hversu mikil samstaðan er um borð og þá skiptir töluvert miklu hvort um er að ræba áhafnir sem hafa verið lengi sam- an eða áhafnir þar sem eru mikil skipti á mönnum." Hlutverk eiginkvennanna stórt Guðfinna telur að hlutur eiginkvenna sjómanna sé mjög mikilvægur í þjóbfé- lagsumræðunni þegar rætt er um líf og störf sjómanna. Hún segir að gildi sjó- mennskunnar sé ótvírætt fyrir samfé- lagib og hvernig sé staðið að henni hljóti að skipta verulegu máli fyrir þjób- ina. Þar koma konurnar inn sem mikil- vægur hlekkur því fyrir þá sjómenn sem eru fjölskyldumenn hlýtur að skipta sköpum hvernig fari saman að vera sjó- maður og fjölskyldumaður. Ef ekki ríki visst jafnvægi í lífi sjómannsins sé hætta á að eitthvað geti farið úrskeiðis hjá fjölskyldunni. Hluti af námskeiöi Sálfræbistöðvarinnar var að efla sjálfs- styrkingu og auka á ánægjuleg sam- skipti í sjómannsfjölskyldunni. Konurn- ar skynja stöðu sína mjög mismunandi eftir því hvort þær eru meb lítil börn eða stálpuð börn og unglinga. Stundum geta þær staðið næsta aleinar með heimilið og verið heilu vikurnar eins og einstæbar mæbur. Guð- finna bendir á ab í blaðavið- tali hafi eiginkona sjómanns með börn sagt að sér liði á köflum eins og einstæðri móður. Oft er talað um tíða skilnaði meöal sjómanna og Guð- finna kannast við þær goðsagnir í þjóöfélagsum- ræbunni. Hún segist hins vegar engan veginn sann- færð um að slíkt sé algengara meðal sjómanna en í öbrum stéttum. „Það er oft talað um fleiri skilnabi hjá sjómönnum en öbrum og að börn sjó- manna eigi erfiðara en börn annarra. Ég held að þetta sé ekki endilega rétt og það þarf að taka marga aðra þætti inn í myndina til að geta varpað ljósi á svona staðhæfingar. Við höfum heyrt á þess- um námskeiðum ab fólk er sárt yfir svona fordómum í þjóðfélaginu í garð sjómannafjölskyldna en sem betur fer er umræðan að verða opnari í þjóðfé- laginu fyrir stöðu sjómanna. Að mínu mati á hún eftir að vaxa mjög á næstu árum og þar með skilningur á þeim störfum sem sjómenn sinna." Miklu skiptir, að mati Guðfinnu Eydal, að yfirmenn skipa liafi góða stjórn á vinnunni um borð og hafi til að bera hæfileika til mannlegra samskipta. ÆGIR 1 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.