Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 37

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 37
og gáfu þeir einnig líkan af togskipinu Guðmundi Péturs ÍS-1. Guðmundur Steingrímsson, framkvæmdastjóri Skip- stjórafélags Norðlendinga, flutti skól- anum kveðju fyrir hönd 35 ára út- skriftarnema og gáfu þeir skólafélagar myndarlega upphæð í Kompássjóð Stýrimannaskólans. Kristján Pálsson, alþingismaður, talaði fyrir hönd 30 ára farmanna, sem gáfu málverk eftir Svein Björnsson. Sigurbjörn Svavars- son, útgerðarstjóri Granda flutti kveðju 25 ára farmanna og gáfu þeir myndar- lega upphæð í Komássjóðinn. Skólameistari þakkaði mikinn hlý- hug til skólans og sagði að hann sýndi öllum, svo ekki yrði um villst, hvern hug sjómannastéttin bæri til Stýri- mannaskólans í Reykjavík og Sjó- mannaskólans en húsið hefði verið sér- staklega vígt og afhent sjómannastétt- inni á sínum tíma. Síðan kvaddi hann útskrifaða nemendur og bað þeim vel- farnaðar. Að venju sá Kvenfélagið Ald- an, félag eiginkvenna skipstjórnar- manna í skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Öldunni í Reykjavík um vegleg- ar kaffiveitingar að loknum skólaslit- um. Að sögn Guðjóns Ármanns Eyjólfs- sonar, skólameistara, hefur m mennta- málaráðherra síðastliðin tvö ár látið vinna úr tillögu um a.m.k. þriggja nefnda um breytingar á skipstjórnar- náminu og er áformað að breytingarn- ar taki gildi haustið 1999. Gerð hefur verið tillaga um tveggja ára fornám áður en fagnámið hefst. í síðasta skipti nú í haust eru nemendur teknir inn í skólann eftir eldra kerfi. Með sjávarút- vegsbrautum við sjö framhaldsskóla víðs vegar um landið er unnt að veita fleirum tækifæri til þess að hefja skip- stjórnarnámiö. Nám á sjávarútvegs- braut er einnig hugsað sem alhliða undirbúningur undir nám i sjávarút- vegsfræðum. Það er samtals 68 náms- einingar, 46 í almennum greinum og 22 einingar í sérgreinum, þar á meðal er nám til 390 rúmlesta skipstjórnar- prófs, nám í haffræði, sjávarútvegi, fiskmeðferð og vinnslu. Námið verður metið til stúdentsprófs. Líkan af kúttemum Sop- hie Wheatly RE-20. Síðasta sjóferð Sophie Wheatly RE-20 Um leið og Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið færðu 40 ára prófsveinar farmannadeildar skól- ans honum líkan af kútternum Sophie Wheatly RE-20. Saga þessa þilskips fékk snöggan endi í hörm- ungaóveðrinu 6.-7. apríl árið 1906 en þá fórust þrjú skip við landið með samtals 68 mönnum. Líkanið af Sophie Wheatly gerði Grímur Karlsson og í samantekt hans segir að upphaflega hafj Sophie verið trúboðsskip en skipið var smíðað í Englandi árið 1887. Árið 1902 eign- aðist Jafet E. Ólafsson skipið og með- eigendur hans frá 1905 voru frú Mar- grét Th. Jensen og Guðlaugur Torfa- son í Reykjavík. Þann 7. apríl fórust þrjú þilskip í Faxaflóa í miklu ofsaveðri. Þetta voru Kútter Emilie, sem fórst við Mýrar með 24 manna áhöfn, Kútter Ingvar sem fórst á Skerjunum milli Viðeyjar og lands með 20 manna áhöfn og Kútter Sophie Wheatly sem fórst einnig við Mýrar með 24 manna áhöfn. Með kútter sínum fórst Jafet Ólafs- son. Hann hóf sjómennsku á barns- aldri á opnum skipum og árið 1894 var hann á þilskipum. Eftir nám í Stýrimannaskólanum varð hann stýrimaður í eitt ár en skipstjóri síð- an til dauðadags. Hann fórst aðeins 33 ára að aldri. Jafet þótti ágætur sjó- maður og skipstjóri, skjótráður og fylginn sér en aflamaður í besta lagi. Hann var einn þeirra sem stofnuðu útgerðarfélagið Alliance en ekki auðnaðist honum að sjá félagið kom- ast á verulega á legg því fyrsti togari félagsins, Jón forseti, kom ekki til landsins fyrr en eftir slysin á Faxa- flóa. Það síðasta sem sást til Sophie Wheatly var úti fyrir Njarðvíkum en skipið hélt sjó milli Gerðahólma og Njarðvíkur. Allir Njarðvíkingar fylgd- ust með enda skipstjórinn þaðan ættaður og margir vinir og vanda- menn um borð. Skipið sigldi síðast út með landi með klossrifuð öll segl en eftir að myrkur og hríðarél skall á sást ekki til skipsins. Síöar kom frétt- in um að Sophie hefði farist uppi á Mýrum. ÆGIR 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.