Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 29

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 29
Aðspurður um markaðsmálin segir Sigurður að þau komi stjórnvöldum ekki við. Það sé ekki þeirra að hafa áhyggjur af því hvort aflinn seljist. Það sé í verkahring útgerðanna að annast þau mál. „Ef síðan í ljós kemur að útgerðirn- ar ná ekki að selja þessar afurðir þá verðum við auðvitað bara að taka því. Stjórnmálamennirnir eiga að sjálf- sögðu að sýna hugrekki, leyfa hval- veiðar og fá þannig prik hjá þjóðinni. Við getum án efa horft til fjölmargra annarra en Japana. Eitt er víst að stjórnmálamönnunum verður aldrei kennt um það ef engir nást samningar um söluna. Þeim verður hins vegar án efa kennt um það áfram að ekki fáist heimild til þess að veiða." Veiðar árið 2000 Hvalaskipstjórinn segist bjartsýnn á að hvalveiðar verði hafnar við ísland inn- an skamms tíma. Hann segist ekki bú- ast viö að þurfa að bíða lengur en til ársins 2000. „Mér sýnist allt stefna í að við fáum að veiða hrefnu á næsta ári og í fram- haldi af því kemur hvalurinn líka. Við þurfum hugaða stjórnmálamenn sem þora að taka djarfar ákvarðanir. Að vísu hefur mér heyrst að forsætisráð- herrann sé ekki alveg sáttur við þetta en kannski verður hægt að beygja hann. Eitt er víst að ég er klár í slaginn og færi á morgun af kallið kæmi," seg- ir Sigurður sem á sér þann draum að hann nái að minnsta kosti einni vertíð „Eitt er víst að ég er klár íslaginn..." áður en hann kemst á aldur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að frið- unaröflin gætu skemmt fyrir íslendingum á mörkuðum með fiskaf- urðirnar. Það hafi ekki gerst á sínum tíma og því skyldi það þá gerast í dag. Hann segir vel hægt að halda úti hvalaskoðunarferðum fyrir ferðmenn þótt einhverjr aðrir á sama landi séu að veiða hvalina. „Þetta á allt saman að geta gengiö saman. Við getum al- veg búist við einhverjum vandræðum en ef menn eru undir þau búnir á vel að vera hægt að leysa úr þeim farsæl- lega. Réttlætið hlýtur að sigra að lok- um, jafnvel þótt það taki langan tíma." Hvalbátarnir liggja bundnir við hafnarbakka í Reykjavík og í maga þeirra bíða gufuvélarnar eftir því að verða ræstar. Gufuvélarnar voru not- aðar þar sem talið var að hvalurinn væri of viðkvæmur fyrir höggum dísel- vélanna. En hvað með skipin sjálf, eru þau enn í nothæfu ástandi? „Já, það tel ég vera, a.m.k. til að byrja með. Það mætti fara af stað með þau og reyna svo að endurnýja ef vei gengur og útlit verður fyrir að eitt- hvert framhald verði á veiðum. Ég er að verða gamall og kannski sýnist eig- endum þessara fleyja að ekki sé pláss fyrir mig þegar og ef af því kemur að við fáum að veiða hval. Mig dreymir um að spá mín um veiðar árið 2000 verði að veruleika og að ég þurfi ekki að láta það duga að fara með sem far- þegi þegar ég verð kominn á aldur," segir Sigurður Njálsson. Rússunum gengur erfiölega við þorskinn í Barentshafi Þrátt fyrir aukna kvóta í Barentshafi hafa fiskveiðar Rússa þar gengið frem- ur brösuglega fyrstu mánuði þessa árs. í lok apríl höfðu rússnesk fiskveiði- skip sem gerð eru út frá Murmansk aðeins veitt um 14% af þorskveiðikvóta sínum og 15% af ýsukvótanum en á sama tíma í fyrra höfðu skipin veitt 25% af þorskkvótanum og 35% af ýsukótanum. Veður hamlaði mjög veiðum í upp- hafi órsins en samkvæmt heimildum frá Rússlandi hefur það einnig gert sjómönnum erfitt um vik að þorsk- og ýsu- stofnar hafa ekki fylgt hefðbundnu göngumynstri. Heildar- afli Rússa fyrstu þrjá mánuði ársins er talinn vera um 1.245 þúsund tonn en það er um 110 þúsund tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Gera má ráð fyrir að veiðin í Barentsthafi, hafi glæðst í maí og júní ef marka má tölur um landanir rússneskra skipa í Noregi. Nú um miðjan júní höfðu erlend skip (lang- flest rússnesk) landað 61.300 tonnum af fiski hjá Norges Rafisklag en það er litlu minna en á sama tíma í fyrra. Þetta er ekki síður at- hyglisvert í Ijósi þess að rússneska fiskveiðinefndin hafði sett það sem markmið að draga skyldi úr útflutningi á óunnum fiski frá Rússlandi um einn fjórða á þessu ári og því höfðu menn almennt gert ráð fyrir mun minni löndunum Rússa í Noregi. Hins vegar hafa rússnesk skip landað mun minna af fiski hér á íslandi það sem af er þessu ári. Á tíma- bilinu janúar-maí í fyrra lönduðu rússnesk skip alls um 10.856 tonnum af þorski á (slandi en á sama tímabili í ár hafa Rússar aðeins landað um 2.500 tonnum af þorski og nemur samdrátturinn hvorki meira né minna en 75%. Reytingur ÆGIR 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.