Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 20
Loðnurannsóknir og veiðiraðgjof fiskveiðiárin 1996/1997 og 1997/1998 Vertíðin 1996/1997 Aflakvótinn á sumar- og haustver- tíöinni 1996: Loðnan er skammlífur fiskur. Að- eins tveir árgangar standa að veiði- og hrygningarstofninum ár hvert og þar af leiðandi fer stærð hans að mjög miklu leyti eftir stærð nýliðunar þess- ara tveggja árganga og vaxtarskilyrð- um. Sú vinnuregla hefur verib viðhöfð að ákveða fyrst veiðikvóta fyrir tíma- bilið júlí-nóvember. Ákvörðunin hefur til skamms tíma byggst á smáloönu- mælingum í ágúst sumariö á undan. Nýtt líkan sem byggir á haustmæling- um og/eða vetrarmælingum á ársgam- alli smáloðnu og tveggja ára kyn- þroska- og ókynþroska loðnu var í fyrsta skipti notað við ákvörðun á upphafskvóta fyrir vertíðina 1992/1993. Fyrir þann tíma voru mæl- ingar á ársgamalli smáloðnu sem gerð- ar voru samfara seiðatalningu í ágúst notaðar. Veibikvótinn á tímabilinu desember - apríl og þar með á vertíð- inni allri hefur svo verið ákveðinn þegar tekist hefur að mæla stærb stofnisins að hausti eða vetri. Haustib 1995 mældust um 165 milljarðar af ársgamalli, ókynþroska loðnu (1994 árgangur) og 115 millj- arðar 2ja ára fisks (1993 árgangur). Ástand loðiwstofnsins ergótt og er talið að 550 þúsund tonn afloðnu hafi hrygnt við suður- og vesturströndina síðastliðið vor. Mynd: Þorgeir Baldursson 20 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.