Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Page 82

Morgunn - 01.06.1964, Page 82
76 MORGUNN sennilega er honum enginn jafnfróður um menningarsögu heimsins, né hefur nokkur staðið fyrir jafn víðtækum rann- sóknum á því sviði sem hann. Hann heldur því fram, og hefur fært að því mörg rök bæði skarpleg og skýr, að rekja megi í gegnum aldirnar tvo harla ólíka þætti menningarinnar og að verulegu leyti andstæða. Annars vegar er hugmenning- in, sem er hið skapandi afl brjóstsvits og andans snilli, en einnig bein opinberun æðri vizku og kærleika, sem manns- sálin sé farvegur fyrir og komi fram hjá höfundum hinna æðri trúarbragða, spekimönnum og spámönnum og mestu snillingum á sviðum skáldskapar og lista. Andstaða hennar er skynmenningin, sem höfuðáherzlu leggur á skynjanir skynfæranna og tilfinningarinnar, sem þær skynjanir vekja og hvatirnar, sem þær æsa. Hann rekur mörg dæmi þess, hvernig hugmenning ein- stakra þjóða hefur smátt og smátt breytzt í skynmenningu og þar jafnan leitt til hrörnunar og jafnvel eyðileggingar. Hins vegar sýni sagan, að þessar tvær óliku tegundir menn- ingar geti runnið saman og myndað glæsilega og farsæla menningu þar sem innblástur og andans snilli, vizka og kær- leikur ná að göfga skynjanirnar og tilfinningarnar og hefja þær þannig í æðra veldi. Prófessor Sorokin telur margt benda til þess, að hin vest- ræna menning sé nú í mikilli hættu stödd vegna þess, að hún hafi á seinni öldum stefnt hröðum skrefum frá hugmenn- ingu til skynmenningar, þar sem háskaleg áherzla sé lögð á að æsa tilfinningar og jafnvel frumstæðar hvatir með hávaða og fyrirgangi, ýmisskonar æsilátum, jafnvel einnig i bók- menntum og listum. Hann segir reynsluna sýna og sanna, að þrátt fyrir hina gifurlegu aukningu skólamenntunar, vis- indalegra uppgötvana á öllum sviðum, margfaldaðrar tækni og bættra ytri lífsskilyrði, hafi styrjaldir og glæpir, upp- reisnir og önnur óteljandi sjálfskaparvíti ekki farið þverr- andi á þeim áratugum, sem liðnir eru af tuttugustu öldinni, heldur þvert á móti aukist stórlega. Jafnframt telur hann einnig, að hið siðbætandi og umskapandi vald trúarbragð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.