Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG ER hóflega bjartsýnn en niðri á jörðinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær- kvöldi um framganginn í Icesave- málinu. Í eftirmiðdaginn kom til landsins Donald Johnston, fyrrver- andi framkvæmdastjóri OECD. Hann átti óformlegan fund með Lee C. Buchheit eftir komuna til landsins og í dag fundar hann með Steingrími og öðrum leiðtogum stjórnmálaflokkanna. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar funduðu í gærmorgun með Buchheit auk ráð- gjafa frá breskri endurskoðunar- skrifstofu. Eftir fundinn var það upplýst að Buchheit yrði í fram- varðarsveit Íslands kæmi til nýrra viðræða við bresk og hollensk stjórnvöld. Steingrímur segir hins vegar að eftir sé að púsla saman hvaða hlutverki Johnston muni gegna. Segist hafa lært sína lexíu Buchheit mun hafa viðrað ýmsar hugmyndir og tillögur á fundinum í morgun. Ekki fengust hins vegar nánari upplýsingar um þær. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fundarmenn sæst á að ræða ekki efnislega það sem fram fer á fundum við fjölmiðla, enda fylgist viðsemjendur með hverju skrefi og hagsmunum Íslands sé ekki best borgið með beinni upplýsingagjöf. Steingrímur segir þó að vel gangi að ná utan um málið. „Og ég tel að við séum búin að ná nokkuð góðri sátt um það hvernig við verðum nestuð í það sem framundan er.“ Ráðherrann ræddi í gær við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hol- lands, og Paul Myners, bankamála- ráðherra Bretlands. Hann segir að niðurstaða þeirra samtala hafi verið að halda áfram að ræða um næstu skref. Spurður hvort nýfengin sátt með- al stjórnmálaflokka sé tilefni til bjartsýni í Icesave-málinu segist Steingrímur hafa lært sína lexíu. „Ég er löngu búinn að læra það í þessu máli að það borgar sig ekki að taka upp neina sigra fyrirfram. Við skulum einfaldlega sjá hvað verður. Það er að minnsta kosti verið að reyna og það verður þá ekki sagt að það hafi ekki verið gert.“ Símafundir ráðherra  Steingrímur J. Sigfússon ræddi við Wouter Bos og Paul Myners í gær  Fjármálaráðherra segist vera hóflega bjartsýnn „en niðri á jörðinni“ » Lee Buchheit og Daniel Johnston funduðu » Buchheit verður í framvarðarsveit Íslands ef til þess kemur að viðræður verði teknar upp á ný SAMTÖKIN Siðbót afhentu lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu „kúlulánasiðbót með alvæpni“ í gær. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn tók við poka með „seðlum“ og trésleifum úr hendi Helgu Bjarkar Grétudóttur. Athöfnin var liður í siðbót- arleiðangri og um leið var kynnt almanak Sið- bótar 2010-2011. Siðbót notar gömlu mánaða- heitin og miðar upphaf ársins við fall Oslóar- trésins á Austurvelli 22. janúar á síðasta ári. KÚLULÁNASIÐBÓT MEÐ ALVÆPNI Morgunblaðið/RAX KARLMAÐUR sem nauðgaði 15 ára systur sinni með- an hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum drunga af völdum fíkniefnaneyslu hlaut í gær þriggja ára dóm fyrir nauðgunina, sifjaspell og fjölda annarra afbrota. Hann var á hinn bóginn sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað annarri stúlku við svipaðar kring- umstæður. Hámarksrefsing fyrir nauðgun er 16 ára fangelsi. Af dómnum er augljóst að maðurinn er langt leiddur fíkill og einnig kemur þar fram að daginn sem nauðg- unin átti sér stað útvegaði hann systur sinni skammt af ofskynjunarlyfinu LSD, að hennar beiðni. Maðurinn játaði brotið gegn systur sinni en sagðist þó ekkert muna eftir atburðinum sökum fíkniefnavímu. Fram kemur í dómnum að sálfræðingur hjá Barna- húsi hitti stúlkuna tvisvar en hún vildi ekki frekari við- töl. „Gaf hún þá skýringu að hún vildi ekki rifja málið upp, enda ýfði það upp gömul sár vegna misnotkunar ákærða á henni þegar hún var barn og hann nýkominn á unglingsaldurinn,“ eins og segir í dómnum. Auk refs- ingar var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón í skaðabætur. Um leið dæmdur fyrir 17 önnur afbrot Hluti af refsingunni sem manninum var dæmd er vegna 17 annarra afbrota, s.s. þjófnaðar, innbrota, um- ferðarlagabrota o.fl. sem töldust sönnuð á manninn. Þá var hann ákærður fyrir að hafa nauðgað annarri stúlku sem ekki hefði heldur getað spornað við verkn- aðinum sökum svefndrunga af völdum þunglyndislyfja. Sú niðurstaða byggðist einkum á framburði fyrrver- andi kærasta stúlkunnar sem kom að þeim meðan meint brot átti sér stað og lýsti hann atvikum á þann veg að ekki hefði verið um nauðung að ræða. Þrjú ár fyrir nauðgun og fjölda annarra afbrota  Kvaðst ekkert muna eftir atburðum sökum fíkniefnavímu SETJA þyrfti sérstök lög um spilavíti áður en hægt yrði að setja upp slíka sali hér á landi segir Ragna Árnadóttir dóms- mála- og mann- réttindaráðherra. Ráðuneyti henn- ar hefur, ásamt iðnaðarráðuneytinu, til umfjöllunar erindi vegna slíkrar starfsemi. Ragna segir ýmislegt þurfa að skoða í þessum efnum, svo sem hvort rétt sé, eins og haldið hefur verið fram, að það að leyfa starfsemina hefði þau áhrif að fækka ólöglegum spila- sölum. Iðnaðarráðuneytið hefur ósk- að eftir umsögn frá lögreglunni um þetta álitaefni. Einnig þarf að skoða málið út frá happdrættislöggjöfinni og fyrir- komulagi happdrætta, spilakassa og talnagetrauna. „Hingað til hefur lög- gjafinn veitt heimildir til varan- legrar starfsemi af þessu tagi, en ágóðinn hefur þá runnið til ákveð- inna málefna. Þarna eru einkaaðilar að sækja um varanlega starfsemi, og gert er þá ráð fyrir að ágóðinn renni til þeirra,“ segir Ragna. Ráðuneytið muni óska umsagna frá þeim sem hafa staðið í slíkri starfsemi. Hún segir málið í raun á frumstigi hjá dómsmálaráðuneytinu. „En það er fínt að þessi umræða fari fram.“ hlynurorri@mbl.is Sérstök lög þyrfti um spilavíti Ragna Árnadóttir Mikilvægt að ræða málið vandlega LOÐNAN gæti orðið hæf til hrogna- töku um helgina, að mati Sturlu Ein- arssonar, skipstjóra á Guðmundi VE. Loðnan er stór og falleg og er mikið fryst fyrir Rússlandsmarkað. Hrognafyllingin er að nálgast 20% og vantar fáein prósent upp á að hún henti til hrognatöku. Aðeins fjögur skip voru að veiðum síðdegis í gær, flestar útgerðir bíða eftir hrognatökunni. Gangan var á Eyrarbakkabugi og hafa skipin veitt hana á töluverðu dýpi. „Það er skrítinn bragur á þessu núna, að vera fremst í loðnugöngu og sólarhringum saman er enginn að veiðum,“ segir Sturla. helgi@mbl.is Hrognataka um helgina? Ólöf Nordal alþingis- maður heldur fund með Samtökum eldri Sjálfstæðismanna í Valhöll kl. 12 fimmtu- daginn 11. febrúar. Fundarefni: Orkunýting í skugga atvinnuleysis. Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.