Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is SÓLEY Tómasdóttir fékk flest at- kvæði í fyrsta sætið. Hún upplýsti um það á vefsvæði sínu í gær að hringt hefði verið í tæplega þrjú hundruð einstaklinga heiman frá henni á kjör- dag. Þar af voru fimmtán sem ekki áttu heimangengt. Var þá farið með kjörseðil til þeirra og honum svo skil- að á kjörstað. Þorleifur Gunnlaugsson, sem hafn- aði í öðru sæti forvalsins, kvartaði yf- ir því kl. 16.40 á kjördag að stuðnings- menn Sóleyjar hefðu þann háttinn á að keyra með kjörseðla fólks á kjör- stað. Sjálfur hefði kosningastjóri hans – og sonur – áttað sig á þessari glufu í ákvæðnum og spurt Stefán Pálsson, formann kjörstjórnar, óformlega út í málið. Svör Stefáns voru á þá leið að slíkt væri óheimilt. Í forvalsreglum VG segir að á hverjum kjörstað skuli heimilt að kjósa utan kjörfundar samkvæmt ákvæðum kjörstjórnar. Í forvals- bæklingi eru þau ákvæði skýrð á eft- irfarandi hátt: „Félagsmenn geta fengið sendan kjörseðil í tölvupósti ef þeir óska þess. Hann skal lagður í ómerkt umslag sem aftur er lagt í annað umslag. [...] Kjósandi skal rita nafn sitt og kennitölu utan á um- slagið. Til að atkvæði teljist gilt þarf það að hafa borist [...] til kjörstjórnar fyrir kl. 18 á kjördag.“ „Mistök og dómgreindarleysi“ Á vefsvæði sínu viðurkennir Stefán að hann hafi túlkað reglurnar mun þrengra en bókstafurinn gaf tilefni til og lýst þeirri skoðun sinni að hlutir væru bannaðir sem ekki voru bann- aðir. „Þetta voru mistök og dóm- greindarleysi af minni hálfu,“ segir Stefán og bætti við í samtali við blaðamann í gærkvöldi að þeir kosn- ingastjórinn hefðu átt langar umræð- ur í gegnum MSN-spjallforritið. „Þar svaraði ég frekar glannalega af því að ég taldi mig vera að ræða við félaga minn. Ég átti ekki von á því að verða settur í þá stöðu að þetta yrði túlkað sem kjörstjórnarúrskurður.“ Þorleifur fór eftir því sem Stefán sagði og kvartaði þegar hann sá Sól- eyju leika annan leik. Hann fór fram á að kjörstjórn tæki kvörtun sína fyr- ir áður en utankjörfundaratkvæði yrðu talin en fékk ekkert svar. Kjörstjórn komst svo að þeirri nið- urstöðu á mánudag að reglur hefðu ekki verið brotnar. Meðal þeirra sem sömdu forvals- reglurnar var einmitt téður Þorleifur. Hann segir að aldrei hafi verið gert ráð fyrir að þær yrðu túlkaðar á þennan veg, og að það sem ekki er bannað talið leyfilegt. Reglurnar hefðu verið notaðar áður og engum dottið í hug að sveigja þær svona. Femínisti lagði miðaldra karl Ýmsar sögur hafa borist af vinnu- brögðum stuðningsmanna Sóleyjar og segir hún sjálf að um alvarlegar ávirðingar sé að ræða. Ein þeirra lýt- ur að Silju Báru Ómarsdóttur, stjórn- málafræðingi og kennara við Háskóla Íslands. Sagt var að hún hefði hringt í nemendur sína og beðið þá um að greiða atkvæði. Silja Bára segir á vefsvæði sínu að umræðan sé að sínu mati „lítið annað en moldviðri til að draga úr því að ung kona, Sóley Tómasdóttir, alkunnur róttækur femínisti, hafi lagt miðaldra mann að velli í keppni um odd- vitasætið“. Hún segir reyndar einnig að eitt af þeim símtölum sem hún hringdi „var í konu sem svo vill til að var í námskeiðum hjá mér fyrir 3-4 árum. Hún byrjaði að skrifa hjá mér MA ritgerð en ég hef ekki séð hana í ca ár.“ Þorleifur segist telja að þarna sé um að ræða mjög ákaft hugsjónafólk sem trúi svo ofboðslega á sinn mál- stað að „þegar þeir sáu fram á að frambjóðandi þeirra næði hugsanlega ekki í gegn voru þau tilbúin að fara í þann leiðangur að láta tilganginn helga meðalið“. Stefán segir að hugsanlega geti Þorleifur farið lengra með málið og kært það til stjórnar flokksins. Þó svo hann telji ríkar ástæður til þess að endurtaka forvalið mun Þorleifur þó ekki fara fram á það. Ágreiningur eftir forval VG  Stuðningsmenn Sóleyjar skiluðu kjörseðlum fyrir fimmtán manns  Öðrum frambjóðanda sagt að ekki mætti skila atkvæðum annarra  Úrskurður á aðra leið Fjörutíu og fjórum atkvæðum munaði á fyrsta og öðru sætinu í forvali Vinstri grænna fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Þykir sem verðandi oddviti hafi haft rangt við. Kjörstjórn er því ósammála. Morgunblaðið/Kristinn Forval VG Meðal þeirra sem kusu í forvalinu voru tveir alþingismenn. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær ökumann sjúkrabíls til að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir að hafa brotið umferðarlög og reglur um neyðarakstur. Dómurinn taldi hann hafa ekið sjúkrabíl í forgangs- akstri of hratt og án nægilegrar var- úðar inn á gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar í Reykjavík með þeim afleiðingum að árekstur varð. Kveikt var á sírenum og blikk- ljósum sjúkrabílsins en í dómnum er vísað til þess að í reglum dómsmála- ráðuneytisins um neyðarakstur segi m.a. að þegar ekið er gegn gulu eða rauðu ljósi skuli ökumaður draga svo mikið úr hraða að hann geti stansað tafarlaust fyrir umferð úr þverstæðri átt. Þetta hafi ökumað- urinn ekki gert. Fram kemur í dómnum að bílnum var ekið á 60 km hraða inn á gatnamótin. Í málinu krafðist saksóknari lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu þess að ökumaðurinn greiddi sam- tals 425.000 krónur vegna bíltækni- rannsókna á sjúkrabílnum en því hafnaði dómurinn. runarp@mbl.is Bílstjóri sjúkrabíls sakfelldur Slys Áreksturinn var harður. Morgunblaðið/Júlíus 000.000 500.000.000 +1.100.000.000 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Þrefaldur fyrsti vinningur stefnir í 500 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1.100 milljónir. ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 10. FEBRÚAR 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Þrefaldu r 1. vinnin gur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.