Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010  FRANSKA myndin A Prophet hefur gert rækilegan skurk í heimalandinu og gagnrýnendur þar tala um hana sem bestu mynd ársins, þó að skammt sé á það liðið. Myndin er framlag Frakklands til Óskarsverðlaunanna en allt þetta væri sosum ekki í frásögur færandi nema að „Gobbledigook“lag Sigur Rósar kemur fyrir í myndinni. Já, allt sem gulldrengirnir snerta á virðist verða að gulli … Sigur Rós með tónlist í bestu mynd Frakka Fólk „HANN Bowen Staines er fé- lagi minn frá Bandaríkjunum og við erum meðal annars að gera saman mynd um Airwa- ves-tónlistarhátíðina sem fór fram í fyrra, þetta var auka- spor hjá honum,“ segir Gunn- ar B. Guðbjörnsson um tutt- ugu mínútna þátt sem sjá má á vefnum um hljómsveitina Mammút. Gunnar aðstoðaði Staines við þáttinn og tók t.d. upp tölvert af efninu hér á landi. „Hann kynntist Mammút á Airwaves og fór með þeim á Evr- óputúr strax í kjölfarið. Hann gerir þætti um hljómsveitir sem hann kallar Don’tPanic TV og næst á dagskrá er t.d. Agent Fresco. Staines er líka að gera heimildarmynd í fullri lengd um Mammút sem kemur út seinna í sumar og verður kynningarefni fyrir hljómsveitina. Hann mun nota eitthvað af sama efni og er í þættinum, eitthvað af Airwaves og jafnvel meira því hann kemur aftur hingað í sumar.“ Gunnar og Staines eru báðir kvikmyndagerð- armenn sem hafa mikinn áhuga á tónlist og þeg- ar þeir kynntust í gegnum netið ákváðu þeir að gera eitthvað saman ef Staines kæmi til Íslands. „Hann sló til og úr varð þetta Airwaves- verkefni. Sú mynd er aðallega hugsuð fyrir er- lendan markað,“ segir Gunnar sem gerði m.a. myndina Himinninn er að hrynja … en stjörn- urnar fara þér vel um tónlistarmanninn Ólaf Arnalds, myndin var sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík síðastliðið haust og kemur út í sérstökum pakka með næstu plötu Ólafs. Gunnar vinnur nú um þessar mundir að heim- ildarmynd um hljómsveitina Sólstafi. „Það er mikið að gera hjá þeim um þessar mundir og af nægu að taka, t.d. fer ég með þeim á Hróars- keldu og á Wacken. Stefnan er að myndin komi út fyrir næstu jól.“ Gunnar var eitt sinn með tónlistarnetþáttinn Sleepless in Reykjavik og er hann að vinna í því að vekja þann þátt upp aftur. „Ég ætla að byrja með hann á netinu en von- andi kemst hann í sjónvarp er fram líður, það þarf að gera meira fyrir íslenska tónlist í sjón- varpi,“ segir Gunnar sem vinnur líka sem klipp- ari hjá Saga Film. ingveldur@mbl.is Heimildarmyndir og þættir um íslenska tónlist www.dontpaniciceland.com www.sir.is Morgunblaðið/G.Rúnar Mammút Lætur gera um sig heimildarmynd. Gunnar B. Guðbjörnsson  FÉSBÓKARVEFURINN er bú- inn að vera mál málanna lengi vel og svo virðist sem því ætli ekkert að linna nærri því strax. Vefir af þessu tagi eru jafnan tengdir ungu fólki en þeir sem eldri eru ryðjast nú inn á „Fésið“ og heldur Páll Bergþórs- son veðurfræðingur úti skemmti- legri síðu. Þá er Fríkirkjan komin þar inn en ráðamenn þar hafa verið duglegir að tileinka sér hvers kyns nýjungar. Undir „info“ flipanum má sjá að hún er kvenkyns, fædd 19. nóvember 1909. Ennfremur lýs- ir hún sér sem „trúverðugri evang- elísk-lúterskri kirkju í örum vexti.“ Flippað!? Fríkirkjan er komin á Facebook!  LATIBÆR leitar nú logandi ljósi að nýrri Sollu stirðu í tilefni af stórtónleikum í Höllinni 27. mars. Prufur verða keyrðar á Hótel Hil- ton Reykjavík Nordica næsta laug- ardag og munu tvær þriggja manna dómnefndir verða að störfum allan daginn. Víst er að full þörf er á sé tillit tekið til áhuga Íslendinga á söngprufum af þessu tagi. Leitin að Sollu stirðu er hafin Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Mo- ussaieff forsetafrú og afhendir hún við- urkenninguna á Bessastöðum á mánudaginn kl. 16. Það verkefni sem hlýtur Eyrarrósina fær fjárstyrk að upphæð 1,5 milljónir kr. og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarins- dóttur. Í fyrra hlaut Landnámssetrið í Borg- arnesi Eyrarrósina en aðrir handhafar henn- ar eru Rokkhátíð alþýðunnar – Aldrei fór ég suður, Strandagaldur á Hólmavík, LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi og Þjóð- lagahátíðin á Siglufirði. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Bræðslan á Borg- arfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg – heimildarmyndahátíð á Pat- reksfirði eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Eyrarrósin er veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og er markmið hennar að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynning- armöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menn- ingartengdrar ferðaþjónustu. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Bræðslan Ljúfmennin í Belle & Sebastian léku á Bræðslunni sumarið 2006. Bræðslan, Eiríksstaðir og Skjaldborg tilnefnd Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is STUÐSVEITIN FM Belfast er á tiltölulega stuttri ævi orðin að goð- sagnakenndri tónleikasveit og hefur orðspor hennar á þeim vettvangi meira að segja náð út fyrir strendur landsins. Plata hennar How To Make Friends kom út hér á landi fyrir jól 2008 og var vel tekið og nú hefur hún sömuleiðis verið að hræra í útlendingunum. Kimi Re- cords, útgefandi FM Belfast, gaf plötuna út um gervalla Evrópu fyrir stuttu og hefur hún fengið lof- samleg ummæli í ýmsum miðlum. Platan kemur svo út í Bandaríkj- unum í vor en fyrst er það fyrsti „almennilegi“ Evróputúrinn eins og Árni Vilhjálmsson, einn meðlima, orðar það. Tónleikaferðalagið hefst í Frakklandi 18. febrúar og lýkur í Osló 6. mars og verða þá alls þrett- án tónleikar að baki. Spilað og spilað „Noregur er uppáhaldslandið okkar,“ segir Árni. „Við höfum spil- að langmest þar og fórum meira að segja í stuttan Noregstúr einu sinni þar sem við heimsóttum bæi eins og Haugasund, Kristjánssand og fleiri.“ Árni segist ekki vilja hljóma eins og hann sé með uppgerðarhógværð en samt sé það svo að þau í sveitinni hafi hingað til litið á það sem alger- an bónus þegar þau hafi átt kost á því að spila utan landsteina. „Við höfum bara verið raunsæ. Við höfum t.d. ekki gert mikið úr því þegar við höfum farið út og spil- að á einhverjum litlum stöðum. Lenskan er sú hér á Íslandi að ef hljómsveit spilar í einhverri holu í New York fyrir fimm manns þá sé hún búin að meika það.“ Árni segir að FM Belfast hafi spilað eins og hún gat fyrstu tvö ár- in fyrir misháar fjárhæðir og oftast ókeypis. „En svo er þetta farið að rúlla betur núna. Það er enginn að fara að missa húsið sitt út af túrnum. Við erum rosa spennt, erum loksins komin með almennilegan bókara og þetta er í raun fyrsti „almennilegi“ túrinn okkar.“ Árni segist eðlilega gleðjast yfir jákvæðum dómum um sveit sína, og það sé alltaf gaman þegar fólk nær hugmyndinni á bak við bandið. Fullt af mistökum Árni á hins vegar örðugt með að útskýra þá töfra sem fara í gang uppi á sviði. „Dýnamíkin felst ábyggilega í því að við vitum aldrei almennilega hvert við eigum að fara með þetta. Auk þess finnst okkur mjög gaman að vera saman á sviðinu. Við erum ekki snillingar, við gerum fullt af mistökum, en pössum okkur á því að vera ekki að stressa okkur of mikið yfir þeim. Við leggjum þá mikið upp úr því að ná tengingu við áhorf- endur, en það næst aldrei ef við sjálf erum ekki vel tengd uppi á sviðinu.“ Sveitin fer út sem kvartett, en auk Árnanna tveggja og Lóu er Örvar Þóreyjarson Smárason í sveitinni. Unnsteinn Manúel úr vinasveitinni Retro Stefson fer svo með sem gítarleikari og Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar og músíkmógúll, mun sjá um að keyra sendibíl sveitarinnar auk þess sem meiri líkur en minni eru á því að hann taki í bassann sinn góða. „Við erum ekki snillingar“ Stuð Árni Vill, Lóa og Árni plúseinn úr FM Belfast í Reykjavíkurrökkrinu. Yfir þeim vomir Kúabjöllukórinn.  FM Belfast fer í Evróputúr í næstu viku  Plata hennar, How To Make Friends, kemur út í Bandaríkjunum í vor  Heilmikið „suð“ í kringum sveitina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.