Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,)- )..,/0 )).,+0 *0,1)* *),22- )/,01 )).,+/ ),-*// )./,0 )/2,+)  345  3 ." 6 47 4 *8)8 )*+,-2 *88,** )*8,)+ *0,1+) *),1)/ )/,-)) )*8,* ),-0). )./,+. )/1,0 *0),01++ %  9: )*+,/1 *88,/) )*8,20 *0,/2 *),1+ )/,-1* )*8,20 ),-01) ).+,-+ )/1,/. Heitast 7 °C | Kaldast 2 °C Hæg suðlæg átt og víða léttskýjað eða bjartviðri á NA- og A- landi, en annars skýjað að mestu. » 10 Karl Blöndal skrifar um Bernard-Henri Levy, einn virtasta gáfumann Frakka, sem hljóp aldeilis á sig. »30 AF LISTUM» Gáfumaður gekk í vatnið TÓNLIST» Sinfónían flytur Carmina Burana og Bolero. »27 Tveir félagar, annar íslenskur og hinn frá Bandaríkjunum, vinna heimilda- myndir um íslensk bönd. »28 TÓNLIST» Mammút í mynd LEIKLIST» Dómur um leiksýninguna Ufsagrýlur. »29 FÓLK» Valentínusarstjörnur á rauða dreglinum. »32 Menning VEÐUR» 1. Vann tvo milljarða í lottói 2. Skilin við barnsföðurinn 3. Andlát: Rut Magnússon 4. Ætlar að gefa allar eigur sínar  Íslenska krónan stóð í stað »MEST LESIÐ Á mbl.is  Ein stærsta og mikilvægasta tón- listarhátíð Norður- landa er By:Larm- hátíðin sem fer fram í Osló dagana 18. til 20. febrúar. Hátíðin er öðrum þræði ráðstefna með miklum og góð- um norrænum vinkli og hefur henni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Fimm íslenskir aðilar koma fram á hátíðinni í þetta sinnið en það eru For A Minor Reflection, Seabear, Hafdís Huld, Jóhann Jóhannsson og Kira Kira. TÓNLIST Ísland á fimm fulltrúa á By:Larm-hátíðinni  Ragnhildur Skúladóttir, fyrrverandi lands- liðsþjálfari stúlknalandsliðs- ins í knattspyrnu (U17), kemur ný inn í aðalstjórn KSÍ, sem verður kjörin til tveggja ára á ársþingi sambandsins á laug- ardag. Sjálfkjörið er í stjórnina. Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður í fyrra til tveggja ára. Ingibjörg Hinriksdóttir gefur ekki kost á sér áfram og tekur Ragnhildur sæti hennar. Þá verður Tómas Þórodds- son nýr aðalfulltrúi Suðurlands. ÁRSÞING KSÍ Ragnhildur Skúladóttir ný í stjórninni næstu tvö árin  Á dögunum var haldin Skartgripa- samkeppni Hend- rikku Waage í sam- vinnu við Hönn- unarmiðstöð Íslands. Sigurveg- ari keppninnar er María Kristín Jónsdóttir, 32 ára vöruhönnuður, en hún bar sigurorð af 120 öðrum þátttakendum. Hlaut María hálfa milljón króna í verðlaunafé auk þess sem skart- gripalínan sem hún hannaði verður framleidd undir vörumerki hennar og Hendrikku Waage og sett á al- þjóðlegan markað. HÖNNUN Vann skartgripasamkeppni Hendrikku Waage ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem höfuðborgar- búar rekast á uglu. Starfsmenn Bílalífs ráku því upp stór augu þegar uglan hér hringsólaði yfir bílaplaninu og valdi sér síðan einn af tilboðsbíl- unum til þess að tylla sér á. Þar sat uglan og var hin spakasta meðan starfsmaður bílasölunnar myndaði hana í bak og fyrir. Þegar hún var búin að fá nóg af fyrirsætustörfunum hóf hún sig á loft, flaug á milli bílanna og fór síðan að atast í tveimur hröfnum á flugi. Að sögn Birnu Drafnar Birgisdóttur, starfsmanns Bílalífs, var sérlega tilkomumikið að sjá vænghaf uglunnar. Óvæntur gestur tyllti sér niður hjá bílasölunni Bílalífi Forvitin ugla skoðaði tilboðsbíla Ljósmynd/Erlingur Þór Cooper Næstkomandi fimmtudag hefst Vetrardjasshátíð í Reykjavík sem nú er haldin í fyrsta sinn og stendur hún fram á mánudag. Alls verða tíu uppákomur á djasshátíðinni og segir Pétur Grétarsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, nóg um að vera í íslensku djasslífi. „Það er svo mikið af ungum djassleikurum en svo hafa línur á milli tónlistar- stefna dofnað og jafnvel horfið sem betur fer.“ | 27 Nóg um að vera í íslenskum djassi Pétur Grétarsson Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen, neyðist til að fara í aðgerð á hné og verður hann frá keppni í það minnsta næstu tvo til þrjá mánuðina. Guðjón Valur, einn af bronsstrákunum á EM, fer undir hnífinn á morgun og verður fjarri góðu gamni í kvöld þegar Rhein-Neckar Löwen tekur á móti meisturum Kiel. | Íþróttir. Guðjón Valur þarf að fara í aðgerð Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MÉR þykir ofboðslega vænt um þessa viðurkenningu frá iðnaðar- mönnum,“ segir Björgvin Tómasson orgelsmiður sem útnefndur var heið- ursiðnaðarmaður ársins 2009 á ný- sveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík um helgina. Björgvin lærði orgel- og harmóníumsmíði í Þýskalandi á árunum 1978-86 og hef- ur síðan þá rekið orgelverkstæði, síðustu árin á Stokkseyri. Hann er nú að smíða sitt 32. pípuorgel en það er ætlað í Guðríðarkirkju í Grafar- holti. Þrátt fyrir viðurkenninguna er ekki sérlega bjart framundan að sögn Björgvins. „Það er enginn spá- maður í sínu föðurlandi og í gegnum árin hef ég mætt litlum skilningi á störfum mínum hjá orgelnefnd ís- lensku þjóðkirkjunnar,“ segir Björg- vin og tekur fram að þannig hafi ver- ið sorglegt að sjá á eftir fjölda orgelsmíðapantana til útlanda á síð- ustu árum. Tekur hann fram að eftir hrunið hafi sóknir landsins haldið að sér höndum og því enginn með nýtt orgel í pöntun nú um stundir. „Þegar smíði orgelsins í Guðríðarkirkju lýk- ur er ekkert verk sem bíður okkar. Nýsmíði er grundvöllur rekstrar verkstæðisins, sem er atvinnuskap- andi, því það veitir fjórum mönnum vinnu. Það er ekki hægt að reka verkstæðið á stillingum og viðhaldi einu saman, til þess eru orgelin ekki nógu mörg hérlendis. Útlitið hefur því aldrei verið svartara en núna. Ég býst við því að þurfa að hætta rekstr- inum hvað úr hverju og kvíði því,“ segir Björgvin. Tekur hann fram að eina ráðið, vilji hann haldast í faginu, sé að koma sér til útlanda og fara að vinna á orgelsmíðaverkstæði þar. Framtíðin er óljós  Björgvin Tómasson orgelsmiður valinn heiðursiðnaðar- maður ársins 2009 á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins Fögnuður Björgvin Tómasson tekur við viðurkenningunni úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, en á milli þeirra stendur Katrín Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.