Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 SIGRÍÐUR Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch héldu áleiðis til Haítís í gær. Þau verða fulltrúar Rauða kross Íslands í al- þjóðlegu teymi sem skipuleggur uppbyggingarstarf Rauðakross- hreyfingarinnar á Haítí á næstu þremur árum. Teymið saman- stendur af 24 sérfræðingum í heil- brigðismálum, birgðastjórnun, neyðarvörnum, neyðarskýlum, lífs- afkomu og uppbyggingu samfélaga eftir áföll. Sigríður er hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur, Hrafnhildur er sér- fræðingur í mannréttindum og þró- unarfræðum og David hefur starfað á alþjóðasviði Rauða kross Íslands sem verkefnisstjóri í neyðarvörnum og neyðarviðbrögðum í kjölfar ham- fara. Öll hafa þau mikla reynslu í hjálparstörfum. Hlutverk þremenninganna er að veita faglega ráðgjöf hvert á sínu sviði og skipuleggja uppbygging- arstarf Rauðakrosshreyfingarinnar á Haítí að neyðaraðgerðum loknum. Teymið mun kortleggja getu ann- arra hjálparsamtaka, stjórnvalda og Rauða krossins á Haítí, og hvar sér- fræðiþekking og mannauður Rauða- krosshreyfingarinnar nýtist best. Morgunblaðið/Ernir Lögð af stað til Haítís Lagt af stað Þremenningarnir undirbjuggu ferðina til Haítís í aðalstöðvum Rauða krossins í gær. Að mörgu er að hyggja áður en lagt er af stað. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is HARÐAR kröfur Evrópusambands- ins um niðurskurð og fjárhagslegt aðhald hjá gríska ríkinu, sem ramb- ar á barmi gjaldþrots, hafa vakið ugg hjá verkalýðshreyfingum og samtökum launþega í öðrum ríkjum ESB að sögn danska dagblaðsins Politiken. Lækkun launa opinberra starfs- manna og niðurskurður á greiðslum lífeyris eru meðal þeirra leiða sem blaðið segir ESB fara fram á. En haft hefur verið eftir Joaquin Alm- unia, sem fer með peningamál innan framkvæmdastjórnar ESB, að aldrei hafi verið fylgst jafngrannt með fjár- málum eins ríkis. „Þetta er milliliða- lausasta dæmið um afskipti ESB af launakerfi eins ríkis sem við höfum nokkru sinni upplifað,“ segir í yfir- lýsingu Evrópusambands starfsfólks í almannaþjónustu (EPSU). Dennis Kristensen, formaður danska FOA- stéttarsambandsins, tekur í sama streng og segir fullkomlega óviðun- andi að ESB grípi inn í launaþróun ríkis með þessum hætti. Víða lítið í ríkiskassanum Grikkland er þó ekki eina ríkið sem gripið hefur til niðurskurðar- hnífsins, enda er ein afleiðing fjár- málakreppunnar sú að víða er lítið eftir í ríkiskassanum. Opinberir starfsmenn eru hins vegar fjarri því að vera sáttir við að bera kostnaðinn af fjármálakrepp- unni. Segir blaðið tugi þúsunda op- inberra starfsmanna í Evrópu ætla að standa fyrir mótmælagöngum og verkföllum á næstu dögum og vikum til að mótmæla niðurskurði í rekstri hins opinbera. Viðhorf verkalýðsfélaga er að óréttlátt sé að láta opinbera starfs- menn bera kostnaðinn af kreppunni – og að það sé á sama tíma afsökun fyrir því að draga úr opinberri þjón- ustu í ríkjum ESB. „Opinberir starfsmenn eru þvingaðir til að bera kostnaðinn af fjármálakreppunni,“ segir Carola Fischbach-Pyttel, aðal- ritari EPSU, sem telur um átta milljónir launþega frá 250 launþega- samtökum. Niðurskurður í opinbera geiranum sé nokkuð sem íbúar í öll- um Evrópuríkjum muni líða fyrir. Gengi evrunnar hefur farið lækk- andi undanfarið og kann það að hafa áhrif á stöðu skuldugra ríkja. Ítalía, Spánn, Portúgal og Írland standa ekki vel og jafnvel ríki á borð við Holland og Þýskaland, sem búa við betri fjárhag, búa sig undir niður- skurð til að mæta þeim útgjöldum sem kreppunni fylgdu. Búast má við að niðurskurðarmál verði til umræðu á fundi ESB-ríkja á fimmtudag en einn þeirra sem þá hafa óskað eftir fundi með Hermann van Rompuy, nýjum forseta sam- bandsins, er John Monks, aðalritari sambands evrópskra verkalýðs- félaga (ETUC). „Þið eruð búin að bjarga bönkunum – nú verðið þið að bjarga störfunum“ er krafa Monks. Röðin komin að launþegunum  Opinberir starfsmenn í Evrópuríkjum ósáttir við að bera kostnaðinn af fjármálakreppunni  Víða gripið til niðurskurðarhnífsins til að mæta kostnaðinum  Aðgerðunum mótmælt á næstu vikum Reuters Aðgerðir Harðar kröfur Evrópusambandsins um niðurskurð og fjárhags- legt aðhald hjá gríska ríkinu, sem rambar á barmi þrots, hafa vakið ugg. „ERLENDIS finn ég að sjónarmið okkar Íslendinga í Icesave-málinu njóta vaxandi skilnings. Þar undrast fólk raunar að við höldum sjónarmiðum okkar ekki hærra og betur á lofti en gert hefur verið. Þetta hef ég heyrt meðal annars á Spánverjum og Íslendingum búsettum þar ytra sem ég hef heyrt í að undanförnu,“ segir Sigríður And- ersen, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Sigríður er formaður Spánsk-íslenska verslunarráðs- ins og ritar grein í spænsk blaðið Cinco Días, sem gefið er út í Madrid. Greinin birist í blaðinu í gær og ber yf- irskriftina Þurfa Íslendingar að borga? Í grein sinni reif- ar Sigríður Icesave-málið í stórum dráttum og segir mik- ilvægt að Íslendingar samþykki ekki lög um ríkis- ábyrgðina í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er framundan. Með því komist deilan aftur á byrjunarreit. Gildir ekki um allsherjarhrun „Þar þarf að spyrja 3,5 milljarða evra spurningarinnar: Þurfa íslenskir skattgreiðendur yfirleitt að greiða fyrir Icesave-reikninga Landsbankans?“ segir Sigríður sem segir allt styðja að opinberar reglur um innistæðutrygg- ingasjóði séu ekki hannaðar fyrir allsherjarhrun banka- kerfis, líkt og varð hér á landi. Íslendingar hafi alltaf haldið því fram að þeir muni standa við allar sínar skuld- bindingar sem á þeim hvíla samkvæmt reglum EES. Þar takmarkist ábyrgðin hins vegar við þá fjármuni sem séu í innistæðutryggingasjóði og ekki hafi verið gert ráð fyrir ríkisábyrgð á sjóðnum eða að ríkið komið að honum á seinni stigum. „Hinn íslenski innistæðutrygginga- sjóður er nú uppurinn. Íslenskir skattgreiðendur bera enga ábyrgð á að fylla hann aftur til að gera upp við ríkisstjórn Breta og Hollendinga. Mistökin sem íslensk stjórnvöld hafa gert í kjölfar hrunsins er að ganga til samninga um hina svokölluðu Ice- save-skuld í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort íslenska ríkið beri ábyrgð,“ segir Sigríður sem spyr í grein sinni hvers vegna Bretar og Hollendingar hafi ætíð lagst gegn dómstólaleiðinni í þessu máli. Skrifar í eigin nafni Sigríður Andersen sagðist í samtali við Morgunblaðið skrifa greinina í eigin nafni enda þótt þess sé getið í höf- undarkynningu að hún gegni formennsku í viðskiptaráði Íslands gagnvart Spáni. Það er eitt sjö slíkra, en þau rækja hvert með sínu móti viðskiptasambönd Íslendinga gagnvart erlendum þjóðum. Að sögn Kristínar S. Hjálmtýsdóttur, forstöðumanns alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands, hafa þessi millilanda- ráð eins og þau eru kölluð ekki beitt sér sérstaklega í þágu Íslendinga í Icesave-málinu. Fólk sem á þessum vettvangi starfar hafi að sjálfsögðu hins vegar allan rétt á því að segja sína skoðun taki það fram undir hvaða for- merkjum skrifað er – og eins og nú árar vilji í raun allir leggjast á árarnar. sbs@mbl.is Finn aukinn stuðning meðal Spánverja  Sigríður Andersen í spænsku dagblaði  Berum ekki ábyrgð á Icesave-skuld  Deilan komist aftur á byrjunarreit Sigríður Andersen BSRB tekur heilshugar undir aðvör- un Evrópusambands starfsfólks í almannaþjónustu (EPSU), sem BSRB er aðili að, um að stjórnvöld mæti ekki efnahagskreppunni með niðurskurði í opinberri þjónustu. Þetta segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og kveður afstöðu EPSU í anda 42. þings BSRB sem haldið var í október sl. „Í ályktun þingsins um atvinnu- mál segir m.a. að öflug opinber al- mannaþjónusta hafi aldrei verið jafn mikilvæg og nú. Það starfa þúsundir – í skólum, félags- og heil- brigðisþjónustu,“ segir Elín Björg. Oft gleymist að líta á almannaþjón- ustu sem mikilvægan hlekk í at- vinnulífinu sem skilar þjóðfélaginu arði. „Þess vegna þarf að snúa dæminu við og efla hana í stað þess að veikja.“ Það veki vissulega ýms- ar spurningar að ESB blandi sér beint inn í kjaramál opin- berra starfs- manna í einu aðildarlandi, líkt og raunin virðist vera í Grikklandi. „Eðlilega vekur slíkt hörð viðbrögð hjá samtökum opinberra starfs- manna í Evrópu og það sama gildir um mótmæli 42. þings BSRB um þau skilyrði AGS fyrir lánveitingu að jafnvægi náist á næstu þremur árum í ríkisfjármálum. Það er eng- inn lausn að skera niður almanna- þjónustu er þörfin á félagslegum úrræðum er hvað ríkust.“ Vekur eðlilega hörð viðbrögð Elín Björg Jónsdóttir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir allan heiminn nú glíma við af- leiðingar efnahagskreppunnar. „Það er alveg ljóst að ríkissjóðir hafa farið mjög illa í efnahags- kreppunni. Bæði vegna þess að tekjur þeirra hafa hrunið, auk þess sem útgjöld hafa aukist með auknu atvinnuleysi og svo hafa ríkin sett alveg ótrúlega fjármuni í fjármála- geirann.“ Hann bendir í þessu sam- hengi á að hér á landi hafi u.þ.b. hálf landsframleiðsla verið nýtt til að bjarga Seðlabankanum frá gjald- þroti, vegna Icesave-skuldbindinga og svo fjármögnunar bankanna. „Allt eru þetta á endanum fjármun- ir sem koma úr vasa almennings.“ Víða um heim takist ríki á við þennan sama vanda og þá verði að beita miklum aðhaldsaðgerð- um. „Það kem- ur m.a. fram í því að það er ekki hægt að hækka laun op- inberra starfs- manna.“ Ríki hafi nýtt sér slíkt aðhald með ýmsum hætti. Það sem hjálpi hins vegar Evrópusambandsríkj- unum nú sé að þau geti glímt við þennan vanda á grundvelli lágra vaxta og gengisfestu. „Það væri mikill munur ef okkur tækist að vinna úr þessum vanda, sem er ær- inn fyrir, án þess að krónan skreppi undan í hvert sinn.“ Vandi sem allur heimurinn glímir við Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.