Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is ÓVÍST er hvort af þjóðaratkvæða- greiðslu um ríkisábyrgð á Icesave verður, ef íslensk stjórnvöld ná sam- komulagi við Breta og Hollendinga sem þau telja hagstæðara en þann samning, sem lögin sem forsetinn synjaði staðfestingar byggðust á. Ef miðað er við fordæmið sem varð til við afgreiðslu fjölmiðlalaga sumarið 2004, þar sem stjórnvöld felldu með nýjum lögum úr gildi lög sem forsetinn synjaði staðfestingar, er ljóst að stjórnvöld geta komist hjá því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, staðfesti forsetinn ný lög sem fella hin fyrri úr gildi. Vill kjósa hvernig sem fer Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist þó telja eðlilegt að þjóð- aratkvæðagreiðslan fari fram, jafn- vel þótt íslensk stjórnvöld nái fram nýjum og hagstæðari samningi við Breta og Hollendinga. Hann segir ýmis rök fyrir því að rétta leiðin til að fella úr gildi lög, sem forsetinn hefur synjað staðfest- ingar, sé að þjóðaratkvæðagreiðsla um þau fari fram og þjóðin felli þau þannig úr gildi frekar en Alþingi. Nái stjórnvöld hagstæðari samningi muni valið í atkvæðagreiðslunni standa annars vegar á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar, og hins vegar laga sem byggjast á hinum nýja og hagstæðari samningi. Sigurður Líndal, prófessor em- erítus, segist hins vegar telja að lagalega fáist það fullkomlega stað- ist að stjórnvöld felli lög, sem forset- inn hefur synjað staðfestingar, úr gildi með nýjum lögum án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann bendir á að lög taka gildi þótt forsetinn synji þeim staðfest- ingar. „Og Alþingi hlýtur að geta fellt lög, sem eru í gildi, úr gildi,“ segir Sigurður, en bætir við að ekki séu allir sammála þessari skoðun. Óljóst um hvað yrði þá kosið „Ef menn komast svo langt að það liggur fyrir nýr og betri samningur, þá get ég ekki séð um hvað þjóð- aratkvæðagreiðslan á að vera,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar. Hann bendir á að nýr samningur verði ekki til nema stjórnvöld þeirra þriggja þjóða sem í hlut eiga ákveði að fullgilda ekki þann samning sem liggur fyrir og var grundvöllur lag- anna sem forsetinn synjaði staðfest- ingar. Fer eftir viðbrögðunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig þeirr- ar skoðunar að það hvort af þjóð- aratkvæðagreiðslu um Icesave verði fari algjörlega eftir því hvernig Bretar og Hollendingar bregðast við nýjum kröfum og hugmyndum Ís- lendinga. „Ef við fáum neikvæð viðbrögð, þá finnst mér einsýnt að við þurfum að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðsl- una og fá þessi mál þannig á hreint. En fáum við þau viðbrögð að þeir séu tilbúnir til að ræða málin á nýj- um forsendum, þá verðum við að reyna að leiða þær viðræður til lykta sem allra fyrst,“ segir Bjarni. Umdeilt á sínum tíma Talsvert var um það deilt á sínum tíma hvort stjórnvöldum væri heim- ilt að fella með nýjum lögum úr gildi fjölmiðlalögin sem forsetinn hafði synjað staðfestingar. Töldu sumir að stjórnvöldum bæri stjórnarskrár- bundin skylda til að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um lög sem forset- inn neitar að skrifa undir. Um frumvarp að lögum sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi sagði Stein- grímur J. Sigfússon í ræðu á Al- þingi: „Það er fólgin í frumvarpinu fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar.“ Aðrir, t.d. Sigurður Líndal, voru hins vegar þeirrar skoðunar að fyrst lög taka gildi þótt forsetinn skrifi ekki undir þau væri ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi setti ný lög í stað þess að þjóðin kysi um lögin. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfús- son við vinnslu fréttarinnar. Verður kosið um Icesave? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þungir kassar Óvíst er hvort flytja þurfi kjörkassa á kjörstaði fyrir 6. mars. Stjórn og stjórnarnandstæða þykjast sjá tækifæri til að ná betri samningi við Breta og Hollendinga, og ekki víst að þjóðaratkvæðagreiðslan fari þá fram.  Sigmundur Davíð vill þjóðaratkvæðagreiðslu þótt betri samningur náist við Breta og Hollendinga  Því eru ekki allir þingmenn sammála  Lagaprófessor segir að setja megi ný lög án kosninga Bæði stjórn og stjórnarandstaða telja nú mögulegt að ná betri samningum við Breta og Hol- lendinga. Spurningin er hvað verður þá um lög sem byggjast á fyrri samningi þjóðanna. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „Í FRAMHALDINU hljóta fram- kvæmdastjórn Heilbrigðisstofnun- arinnar og ráðuneytið að geta fund- ið einhverja leið til að koma HSS inn í ramma fjárlaga á þessu ári, án þess að skerða öryggi íbúa,“ sagði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra í gærkvöldi, eftir að hafa setið fyrir svörum á borgarafundi í Reykjanesbæ um málefni Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Álfheiður sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur og vonaðist til að málin hefðu skýrst á báða bóga. „Ég skynja það að fólk þarna er kvíðið. Það hefur verið óvissa um hvert stefnir í sjúkrahúsþjónust- unni síðastliðið ár.“ Fækkað á skurðstofum Fram hefur komið að útlit er fyr- ir lokun skurðstofa HSS og upp- sagnir starfsfólks vegna liðlega 5% niðurskurðar fjárveitinga. Álfheiður segir að framkvæmdastjórn HSS hafi lagt áætlanir fyrir heilbrigð- isráðuneytið í gærmorgun, um það hvernig rekstrin- um í ár yrði kom- ið inn í ramma fjárlaga. Hún segist ekki hafa farið yfir áætlan- irnar sjálf en viti þó að gert sé ráð fyrir fækkun um 7,6 stöðugildi, fyrst og fremst á skurðstofum. Hún hvetur til þess að skurð- stofum verði haldið opnum á dag- vinnutíma, eins og hjá Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi. Hins vegar verði allar áhættufæð- ingar á Landspítalanum í Reykja- vík. Á fundinum kom fram mikil óánægja með þjónustu heilsugæsl- unnar, meðal annars vegna langrar biðar og erfiðra aðstæðna. „Ég tel að leggja þurfi meiri áherslu á heilsugæsluna og minni á sjúkra- húsið,“ segir ráðherra og bætir síð- an við: „Ég tel reyndar að það þurfi að endurræsa heilsugæslukerfið, þannig að það virki betur,“ segir Álfheiður. Þarf að endur- ræsa heilsugæslu Heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að halda skurðstofum HSS opnum Álfheiður Ingadóttir Ekki er mikill tími til stefnu fyrir undirbúning þjóðaratkvæða- greiðslunnar, enda er kjördagur 6. mars. Samkvæmt upplýsingum frá Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra vinna ut- anaðkomandi sérfræðingar um þessar mundir að gerð kynning- arefnis um Icesave. Hún segir að vonast sé eftir niðurstöðum í þeim efnum í næstu viku, en ekki sé tímabært að gefa upp hvaða sér- fræðinga um ræðir. Í nefndaráliti með frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðsluna kom fram að æskilegt þætti að hlut- laust kynning- arefni yrði útbúið. Ragna segir ennfremur að undirbúningur kjördags gangi vel og sam- kvæmt áætlun, en fram hefur komið að skól- ar sem kosið verður í þurfa óvenju- mikinn tíma til undirbúnings, enda ekki áður verið haldnar kosningar um miðjan vetur meðan kennsla stendur yfir. Sérfræðingar vinna að kynningarefni Ragna Árnadóttir Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Auglýst er eftir listum vegna kosningar 4 stjórnarmanna og 82 fulltrúa í trúnaðarráð skv. 3. tölulið 20. gr. laga VR. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæð, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar nk. Berist fleiri listar en listi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna sem þegar liggur fyrir skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu um framkomna lista. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VR. Þá má fá frekari upplýsingar hjá kjörstjórn með því að hringja í síma VR 5101700 eða senda tölvupóst á kjorstjorn@vr.is. Kjörstjórn VR Framboð lista við kjör stjórnar og trúnaðarráðs VR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.