Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 2

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 2
„Maður er manns gaman,“ er ef til vill sú tilvitnun sem oftast er notuð úr Hávamálum. Orðið maður hefur í talmáli tvöfalda merk- ingu, annars vegar konur og karla, hins vegar karlmenn eina. En varla er hægt að ímynda sér að konur séu minni félagsverur en karl- ar, þótt það megi vissulega lesa úr umfjöllun þeirri sem félagsstarf karla annars vegar og kvenna hins vegar, fær. Enn er það svo að fé- lög og ýmsir klúbbar eru oftar en ekki kynbundin. Því er von að at- hugun á manninum sem er manns gaman, karli og konu, beri þess merki. Ætli nokkur þekki konu sem er í stjórn fagfélags síns, Frímúrari, virk í Rotary, stofnfélagi í Steinsteypufélaginu og íbúasamtökum Þingholtanna, í þremur mannúðarfélögum (þar af í stjórn eins þeirra) auk bruggklúbbs sem heldur fundi mjög oft? Sennilega ekki, enda er þetta dæmigerð lýsing á karlmanni sem er liðtæk fé- lagsvera. Margar konur eru í félögum sem eiga sér hliðstæður í karlafélögum, og í blönduðum félögum er uppbyggingin oftast í sama dúr og í hreinum karlafélögum. Konur hafa ekki mótað þau. Félög og klúbbar sem konur móta eru í brennidepli í þessari VERU. Sérstakri athygli er beint að saumaklúbbunum að þessu sinni, þeir eiga sér ekki hliðstæðu í karlamenningunni, að séð verði, og mikill fjöldi kvenna er í saumaklúbbum af ýmsum stærð- um og gerðum. Velt er vöngum yfir því hvað einkennir félagsnet kvenna, rætur þess og skírskotun til aðstæðna kvenna og menn- ingar. Hér er um að ræða efni sem lítið sem ekkert hefur verið fjall- að um til þessa, þannig að mál er til komið að byrja, þótt fyrsta skrefið sé ekki nema örstutt spor á langri leið. aób. VERA 1/1989 — 8. árg. Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboöiö i Reykjavík. Sími: 22188 í VERU NÚNA: 3—4 Lesendabréf 5—8 Geta þær breytt stefnu ASÍ og BSRB? Rætt viö Rögnu Bergmann og Ragnhildi Guðmundsdóttur 9—11 Hiö ósýnilega félagsnet kvenna Um uppbyggingu félagasam- taka kvenna 12—13 í heimsókn hjá saumaklúbbi 14—15 Þar eru fyrst og síðast ofin vináttubönd Um saumaklúbba i Bandarikj- unum og á íslandi 16 Harmsaga húsakaupa kvenna endurtekin Um Hlaövarpann 18—19 Verkalýðshreyfingin veröur aö sýna styrk og samstöðu Rætt viö Lilju Mósesdóttur, hag- fræðing ASÍ 20—22 Heimavinnandi fólk er konur Um stööu heimavinnandi fólks 24—29 Þetta er mitt líf Sigurlaug Sveinsdóttir segir frá 30—33 Borgarmál 34—37 Þingmál 38—41 Um veflist Rætt við þrjár veflistakonur 42—43 Darraöardans Um leikritiö Heimsmeistara- keppnin í Maraþondansi 44—46 Um bækur 47 Ádrepa Mynd á forsíðu: Laura Valentino Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðrún Ögmundsdóttir Elísabet Þorgeirsdóttir Brynhildur Flóvenz Anna Ólafsdóttir Björnsson Bergljót Baldursdóttir Sigrún Hjartardóttir Starfskonur Veru: Kicki Borhammar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Stella Hauksdóttir Ábyrgð: l'Wí'l'G.'1' ‘ Guörún Ögmundsdóttir Setning og filmuvinna: A ^ , n ^ Prentþjónustan hf. ö Prentun: Prentberg i ,1'' Ath. Greinar í,Veru eru birtar á ábyrgð höfundá sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.