Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 41

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 41
eru ekki vissir um aö það sé góö fjárfesting í textílverki," bætir Anna Þóra viö. Þetta vekur upp spurningu um hlutverk þeirra gallería-sem starfrækt eru. ,.Galleríin eru flest gróöafyrirtæki og þau græða á nöfnum sem seljast vel,‘ ‘ segir Guðrún Gunnarsdótt- ir. Guörún Marinósdóttir segist ekki vera með verk sín á boðstól- um igalleríunum. „Eins og stendur hef ég ekki áhuga á þess kon- ar frama á listabrautinni þó ég hafi tekið þátt í Gallerí Langbrók,“ segir hún. „Þar kom fólk inn og spuröi um ákveðin verk með nafni, oftast málverk eftir karlmenn. Ég held ég taki vinnuna alvarlegri tökum I bili og vonast til að setja upp sýningu á næsta ári. En það er ekki með sölu að leiðarljósi.“ Að lokum — hefðbundin spurning. Hvernig gengur þeim að samræma list sína, lifibrauð og fjölskyldulíf? „Mjög fáir listamenn Gudrún Marinósdóttir. hérlendis, hvort sem það eru karlar eða konur, geta lifað á listinni einni sarnan," sagði Guðrún Gunnarsdóttir.„En ég held að sú breyting haf i orðið að fjölskyldur kvenna taki minni tíma frá starfinu en áður,“ bætti hún við. Anna Þóra, sem kennir börnum myndlist í Myndlistarskólanum í Reykjavík, sagðist hafa meiri tíma til list- sköpunar núna en áður þegar hún var sjálf með lítil börn. „Þetta eru líka góðir tímar núna samanborið við árin I kringum 1970. Þá var nauðsynlegt fyrir okkur að leggja áherslu á að við værum ,,listakonur“ en núna vil ég lítaá þettaöðrum augum.“ „Já,“ sam- sinnti Guðrún Gunnarsdóttir, ,,ég lít öðru fremur á mig sem lista- mann en ekki listakonu, sem er að reyna að skapa list, en ekki ,,kvennalist“.“ Laura Valentino. Snarað á íslensku: kaá/— isg. Frá Ðorgarskipulagi Aðalskipulag Reykjavíkur 1984—2004, greinagerð og kort er til sölu á eftirfarandi stöðum: Bókabúð Braga, Laugavegi 118 Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2 Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti 10 Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18 Bóksala stúdenta, Stúdentaheimilinu við Hringbraut Penninn, Austurstræti 10, Kringlunni 10 og Hallarmúla 2 Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3 (þriðju hæð) 41

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.