Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 46

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 46
Útlit bókarinnar er í ágætu samræmi viö efnið, í fjarlægö minnir kápumyndin svolítiö á myndir Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur og gaman hefði verið aö sjá hvernig hún heföi túlkað andrúmsloft bók- arinnar í mynd. Ég sakna þess aö sjá ekki í baksíðu- texta getiö um Ijóöabókina í klóm öryggisins (Tryghed- snarkomaner), sem er önnur bók sem einnig hefur komið út á íslensku eftir Vitu Ander- sen og er gífurlega sterk og grípandi lestur. Ég þykist vita aö þeir sem lesa bókina Hvora höndina viltu? hafi áhuga á aö lesa meira eftir Vitu Andersen og því get ég þessa. Sagan Hvora höndina viltu? var lesin í útvarp á síð- astliðnu ári, sem miðdegis- saga, og vonandi hefur þaö orðið til að vekja athygli ein- hverra á Vitu Andersen, þótt útvarpssögur nái auðvitað ekki til nema hluta hlust- enda. Mér finnst Vita Ander- sen vekja margar tímabærar spurningar í sögum sínum, bæði með efnisvali, efnistök- um og frásagnarmáta sem á köflum er óþægilega hreinn og beinn, en um leið nógu áleitinn til að ná tökum á þeim sem vilja njóta. Anna Ólafsdóttir Björnsson. ÆVI MÍN Golda Meir Þýö. Bryndís Víglunds- dóttir Bókrún 1988 Það eru ekki margar konur sem komist hafa til æðstu metorða í landi sínu, hvað þá í veröldinni. Líklega má telja þær á fingrum annarrar hand- ar. Við vitum að Ijónin eru mörg á vegi áhrifanna. Upp- eldið, upplag hvers og eins ásamt karlveldinu sem við bú- um við með lögum og lögmál- um setja konum skorður. Það er því vert að velta fyrir sér hvort það er ákveðin tegund kvenna sem kemst á toppinn, ákveðin manngerð eða hvort það eru aðstæðurnar hverju sinni sem opna þeim leið. Golda Meir, sem um nokk- urra ára skeið var forsætis- ráðherra ísraels, er ein þess- ara kvenna og sem betur fer settist hún niður við að rita ævisögu sína þegar firnalöng- um starfsdegi var að Ijúka. Ævi hennar er mjög merkileg og líklega ekki margar konur sem hafa af öðru eins að taka. Golda Meir fæddist í Rúss- landi keisarans og ólst fyrstu árin upp í samfélagi gyðinga, þar sem óttinn um ofsóknir var aldrei langt undan. Hún kynntist ung þeim róttæku stjórnmálahreyfingum sem urðu til meðal gyðinga og blönduðust hugmyndum sósíalista og drauminum um framtíöarland gyðinga. Systir Goldu sem var nokkrum ár- um eldri en hún var í hópi rót- tækra sósíalista sem jafnframt höfðu tileinkað sér síonism- ann — drauminn um þjóðar- heimili gyðinga. Golda lýsir því á magnaðan hátt þegar fundir voru haldnir heima hjá henni og móðir hennar grét af ótta við að dóttirin væri að kalla handtökur og ofsóknir yfir fjölskylduna, því hvers konar pólitísk starfsemi sem beindist gegn keisaraveldinu var bönnuð. Ung að aldri flutti Golda til Bandaríkjanna en faðir hennar hafði flutt þang- að nokkrum árum á undan fjölskyldu sinni til að verða ríkúr (það tókst honum aldrei). í Milwaukee átti Golda sín unglingsár og þar kemur að því sem ég varpaði fram í upphafi um karakter forystu- kvenna. Golda var ekki gömul þegar hún fór að halda ræð- ur. Tíu ára gömul stóð hún fyrir sjóðsstofnun í skólanum til að hjálpa fátækum börnum að eignast skólabækur og unglingur að aldri var hún far- in að halda ræður í þágu gyð- inga og verkafólks. Hún strauk að heiman til að geta haldiö áfram í skóla, en for- eldrum hennar fannst engin þörf á því að hún lærði neitt. í útlegðinni kynntist hún hópi sósíalista og hugsjónamanna og þeim manni sem hún síð- ar giftist og átti með tvö börn. Það hjónaband þoldi ekki starf hennar og frama og ekki heldur þau harðindi sem lífið í Palestínu bauð upp á. Eftir fyrri heimsstyrjöldina samþykktu stórveldin að gyð- ingar mættu flytja til Palestínu og átti svæðið að vera undir vernd Breta. Þá þegar hafði fjöldi gyðinga flutt þangað, en upp úr 1920 fóru þeir að streyma þangað. í þeim hópi var Golda Meir, og maður hennar og síðar kom öll hennar fjölskylda að undan- skilinni yngstu systurinni. Mestur hluti ævisögunnar segir frá landnáminu, átökun- um við arabana og þá tilraun sem verið var að gera þarna á svæðinu. Það er sennilega fæstum kunnugt að í Palest- ínu var reynt að skapa sósíal- ískt samfélag, fyrirmyndarrík- ið, þar sem allir bjuggu við svipuð kjör, allir nutu fyllstu réttinda o.s.frv. Til dæmis segir Golda frá því að þegar hún vann fyrir verkalýðshreyf- inguna og var eins konar framkvæmdastjóri hennar, fékk hún sömu laun og hús- vörðurinn og þótti öllum eðli- legt. Enn er að finna í ísrael ýmsar leifar þessa sósíal- isma, en hann drukknaði í styrjöldum og hernaðar- ástandi eins og víðar. Það voru nefnilega sósíalistar sem fluttu til Palestínu umfram aðra hópa og verkalýðshreyf- ingin og síðar flokkur hennar Verkamannaflokkurinn voru allsráðandi fram undir 1970. Á síðustu árum hafa önnur öfl verið að ná yfirhöndinni og hvers konar bókstafstrúar- menn að eflast. Eins og vænta má er saga Goldu ein allsherjar vörn fyrir gyðinga og ríki þeirra ísrael. Hún harmar mjög þá miklu harðneskju sem Bretar sýndu gyðingum á árunum fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina, eða þar til Ísraelsríki var stofnað. Meira umburðarlyndi af hálfu Breta og skilningur á málstað gyðinga hefði bjarg- að mörgum mannslífum, bæði frá því að lenda í gas- klefunum og frá því að vesl- ast upp í flóttamannabúðum eftir stríð. Hún lýsir vel póli- tískum átökum og óttanum við árásir sem stöðugt vofðu (og vofa enn) yfir íbúum ísrael. Hún ver sitt ríki og skammar andstæðinga ísrael, en horfir aðeins á málin frá sínum sjónarhóli og nefnir ekki þær skýringar sem aug- Ijósar eru á hinum langvinnu deilum í Palestínu, olíuna og trúarbrögðin ásamt ósveigjan- leika araba og gyðinga (hún reynir reyndar að afsanna hið síðastnefnda). Golda fléttar saman sögu Palestínu og ísrael og svo sína eigin sögu. Saga hennar sjálfrar er saga um konu sem fórnar hjónabandi, býr við stöðugt samviskubit vegna barnanna sinna, en lætur hugsjónirnar og löngunina til að láta gott af sér leiða ráða för. Hægt og bítandi fetar hún stíginn upp á við og hefur greinilega notið mikils trausts samherja sinna. Þegar for- sætisráðherrann Levi Eshkol féll skyndilega frá 1969 var Golda eina manneskjan sem Verkamannaflokkurinn gat sameinast um, enda miklar deilur innan hans. í stuttu máli sagt lýsir ævi- saga Goldu Meir merkilegri konu, sem lifði einstaka tíma og fjölbreytta. Það er mikill sársauki i þessari bók, en líka mikill sannfæringarkraftur. Það mætti segja mér að fátt hafi aukið eins skilning fólks á málstað ísraelsmanna og ævisaga Goldu. Hún hjálpar verulega upp á skilning á því ástandi sem ríkir í landinu helga og þar um kring. Saga Goldu gefur okkur vísbend- ingu um að það þurfi konur með sterk bein, mikla sann- færingu og viljastyrk til að komast þangað sem Golda komst. Það er þó skemmtilegt að nefna, að hún leyfði sér að gráta á viðkvæmum augnablikum, jafnvel á ríkis- stjórnarfundum! Bókin er mjög læsileg í þýðingu Bryndísar, en því miður allt of illa prófarkalesin og á nokkrum stöðum um hreinar málvillur að ræða. Það er leitt því ævisaga Goldu Meir er virkilega þess virði að vera lesin. Kristín Ástgeirsdóttir. 46

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.