Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 44

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 44
ÁST OG SKUGGAR Isabel Allende Mál og menning, 1988 „Þessi saga segir frá konu og manni sem elskuðu hvort annað svo innilega að þau björguðust frá hversdagsleika tilverunnar. Ég hef geymt hana í huga mér, gætt þess að tíminn þurrkaði hana ekki út. Og það er fyrst nú á kyrr- látum nóttum, hér á þessum stað, að mér er loksins fært að segja hana. Ég geri það vegna þeirra tveggja og allra hinna sem báðu mig fyrir líf sitt með því að segja: hana nú, skrifaðu um þetta, annars blæs vindurinn því burt.“ Isabel Allende Ein var sú bók sem ég hlakkaði hvað mest til að lesa nú um jólin og það var Ást og skuggar eftir Isabel Allende. Enda enn í fersku minni hví- líkt andans stórvirki Hús and- anna var. Vonin um að Ást og skuggar leyndust í einhverj- um pakkanna brást ekki og lét ég því berast á vit ævin- týra í fjarlægum heimi. Ekki svo að skilja að sá heimur sem Isabel Allende skrifar um sé heillandi ævintýraheimur, en hún hefur að mínu mati einstakt lag á að hrífa lesand- ann með litríkum persónum og félagslegu raunsæi. Ást og skuggar er saga af vináttu og ást blaðakonunnar Irene Beltrán og andspyrnu- mannsins og Ijósmyndarans Francisco Leal, viðureign þeirra við haröstjórnaröfl. Jafnframt er sagan örlaga- saga ólíkra fjölskyldna og saga af kúgun og harðstjórn. Irene Beltrán er ung og saklaus, kemur úr vernduðu umhverfi efnastéttar. Fjöllynd- ur faðir hennar stakk af frá skuldabasli og óhamingju- sömu hjónabandi. Móðirin er höll undir ráðastéttina og hef- ur þann metnað einan að hækka í þjóðfélagsstiganum. Til að bjarga fjárhagnum, andlitinu út á við og halda húsinu, kemur hún á fót elli- heimilinu ,,Vilji guðs“ á neöri hæð hússins og kemur ekki síst fram í samskiptum 44 mæðgnanna við íbúana þar hve verulega þær greinir á í viðhorfum sínum til lífsins. Irene er trúlofuð höfuðsmanni í hernum, blaðakona á tíma- riti og hefur lítil kynni haft af þeirri harðneskju sem er fylgi- fiskur einræðisstjórnarinnar. Inn á blaðið rekst dag nokkurn ungur maður Francisco Leal, sem er at- vinnulaus sálfræðingur en hóf að taka Ijósmyndir til að létta á fátæktarbasli fjölskyldu sinnar. Hann kemur frá litríku menningarheimili en foreldrar hans flúðu frá Spáni þegar Franco tók þar völd. Leal fjöl- skyldan er fátæk og faðir Franciscos, Leal prófessor, er á svörtum lista vegna stjórn- málaskoðana sinna. Fjöl- skyldan er virk í baráttu fyrir betra lífi og á meðan faðirinn prentar dreifirit i eldhúsinu, vinna synirnir í andspyrnu- hreyfingu og fátækrahverfun- um. Irene Beltrán og Francisco Leal verða góðir félagar sem vinna saman á blaðinu. Þau eru saman öllum stundum, kynnast ýmsum hliðum lífs- baráttunnar saman og verða elskendur. Dag einn er þeim falið það verkefni að fara til þorpsins Los Riscos og fylgjast þar með Evangelínu Ranquileo falla í trans og gera krafta- verk. Þar búa ungu stúlkurn- ar tvær Evangelína Ranquileo og Evangelina Flores ásamt fjölskyldum sínum. Þær fæddust báðar á sþítalanum í Los Riscos en svo ólánlega vildi til að umskipti urðu á stúlkunum tveimur strax eftir fæðingu. Mæðurnar tvær reyndu aö krefjast dætra sinna í krafti þess að hafa séð þær fæðast og geta ráðið af háralitnum að mistök hefðu átt sér stað. En þeim var hót- að fangelsisvist fyrir að róg- bera stofnunina og þær tóku þann kost að ala upp barn hvor annarrar þangað til leið- rétting fengist. Þarna i þorpinu má segja að sé byrjunin á þeirri at- burðarás sem neyðir þau tvö til að flýja heimaland sitt. Þau verða vitni að þvi að herinn ræðst inn á heimili Ranqui- leofólksins og í kjölfar þess er Evangelína handtekin og ekk- ert spyrst til hennar eftir það. Þau Irene og Francisco fara að beiðni móðurinnar að graf- ast fyrir um örlög hennar og komast þá á snoðir um óhugnanlegt ofbeldi og morð sem framin eru i skugga her- valdsins. Sú vitneskja stefnir lífi þeirra í hættu og að lokum leggja þau á flótta eins og svo margir á undan þeim. Læt ég hér lokið að rekja söguþráð bókarinnar en sag- an er spunnin úr mörgum þráðum eins og áður segir. Isabel Allende hlýtur að telj- ast meistari í frásagnarlistinni og í sögum sínum finnur hún farveg skopskyni, innsæi og þekkingu á mannlegu samfé- lagi. Fyrsta bók hennar, Hús andanna, fékk fádæma góðar viðtökur jafnt hér á landi sem annars staðar enda óumdeil- anlegur bókmenntaviðburður. Ást og skuggar jafnast ekki á við Hús andanna en er þó engu að síður fyrsta flokks skáldsaga. Berglind Gunnarsdóttir þýddi bókina en útgefandi er Mál og menning. —kaá. HVORA HÖNDINA VILTU? Vita Andersen Þýöandi: Inga Birna Jónsdóttir Tákn 1988 Vita Andersen er ólík flest- um öðrum höfundum. Hún kann þá list að skrifa um fólk sem maður er hálf-ósáttur við og lifir og hrærist í tilveru sem er varla fugl né fiskur, án þess að falla inn í þá flat- neskju sem hún er oft á tíð- um að lýsa. Og fyrir innan ytra byrði frásagnarinnar er líf og dýþt sem stingur í stúf við firrt yfirborð sem oft er fráhrindandi. Hvora hörtdina viltu? er fyrsta skáldsaga Vitu Andersen í fullri lengd, en áöur hefur hún vakið at- hygli fyrir Ijóð og smásögur sem bera með sér andrúms- loft sem er ekkert ólíkt því sem gerist í þessari fyrstu skáldsögu hennar. Sam- bandsleysi milli fólks, þrá þess að vera og verða eitt- hvað annað en það er, draumarnir úr vikublöðunum eða æskuvonunum, blandast saman í undarlega iðandi lýsingu. Vissulega líður mér ekki alltaf vel undir lestri bóka eftir Vitu Andersen, en samt er ekki hægt að leiðast, og ekki hægt að láta sér standa á sama um sögupers- ónurnar. Og þótt ég hafi fundið fyrir andúð í garð ein- hverra þeirra þegar mér blöskrar við þær, sinnuleysið eða jafnvel ómeðvituð eyði- leggingarþrá, þá er niður- staðan sú að mér fer að minnsta kosti að þykja vænt um þær við nánari kynni. Mæðgurnar Anna og Melissá eru aðalsöguhetjurnar í bók- inni Hvora höndina viltu? Anna þráir ekkert heitar en að ná sambandi við móður sína, en hún virðist ófær um að þiggja ást og gefa hana og grotnar niður eftir því sem á söguna líður, í eigin eymd, minningum sem veita henni ekkert nema angur, og eigin- girni sem er á vissan hátt meira í ætt við sjálftortímingu en illsku. Dóttirin Anna reynir allt hvað hún getur til að ná sambandi við móður sina, ná ást hennar og jafnframt að halda áttum í samskiptum við aðra fjölskyldumeðlimi. ^ Ég ætla ekki að rekja sögu- þráðinn sem sveiflast milli óþægilega nakins hversdags- leika og fantasíu, en hann er afskaplega aðgengilegur þótt margslunginn sé. Hins vegar skilur sagan eftir skringilega tilfinningu og kannski dálítinn ugg, að minnsta kosti í mínu brjósti. Þýðing bókarinnar er læsi- leg og mér finnst Inga Birna yfirleitt ná dálítið hráslagaleg- um stíl Vitu Andersen, en þó finnst mér sum orðin og setningarnar ekki standast á íslensku eins og þessi: „William hafði breyst. Hann var orðinn gamall. Eða var það birtan. Hún sá reiknivélina í augum hans.“ (bls. 91). Mér finnst líka dálít- ið erfitt að kyngja kvenlýs- ingu eins og „flott og kynæs- andi“, það er vonandi ekki lifandi tungutak, en kannski á það ekki að vera það í þessu samhengi. Smá dönskuslettur ættu að vera óþarfar, þó bregður þeim fyr- ir eins og á bls. 173 þar sem Anna er að líma ,,dömurnar“ sem hún klippir úr verðlist- um, inn í gamla reiknisbók. En í heild er hér um smá- muni að ræöa. J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.