Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 31
umfram verðbólgu og ekki er gert ráð fyrir aukinni verð- bólgu á árinu. Frumvarpið byggir sem sagt nánast á 0 grunni miðað við áramót. í stofnkostnað fræðslumála og er þó ekki allt talið t.d. ekki Hitaveituævintýrið á Öskjuhlíðinni (sjá nánar meðf. yfirlit yfir gjaldaliði). Tæpir 9 milljarðar í tekjur Endanlegar tölur frumvarps meirihlutans gera ráð fyr- ir samtals tæplega 9 milljörðum króna í tekjur. Útsvör vega þyngst tekjuliða 48.54% og gert ráð fyrir að þau skili sér enn betur en á sl. ári, aðstöðugjöld vega næst- Þyngst eða 19.26% og síðan fasteignagjöld 15.68%, aörar tekjur vega síðan mun minna eins og sést á töfl- unni. Ef við lítum á gjaldahliðina kemur í Ijós að tæplega 6.7 milljaröar fara í rekstur, eða 74.24%, en til eignabreyt- inga þ.e. til framkvæmda, áhaldakaupa o.fl. liðlega 2.3 milljarðar eða 25.76%. Ef við svo lítum nánar á framkvæmdirnar og í hvað Peningarnir fara, kemur í Ijós það sem stingur svo í augu. í Ráðhússjóð einan fara 365 milljónir, 16% af framkvæmdafénu. Það er 29 milljónum meira en ætlað er í stofnkostnað félagsmála og 111 milljónum meira en Allt skorið inn að beini nema prjálverkefni Það sem einkennir þetta frumvarp öðru fremur er hve miklu fé er ætlað í prjálverkefni á sama tima og bráð- nauðsynlegu viðhaldi stofnana borgarinnar er ýtt til hlið- ar. Hversu allur rekstur er skorinn inn að beini. Fram- kvæmdir í þágu barna, ungmenna og aldraðra eru í al- gjöru lágmarki miðað við hina brýnu þörf. Ekki er heldur gert ráð fyrir að bæta starfsmönnum borgarinnar, sem að meirihluta eru konur, tekjutap undanfarinna mánaða. Nei, allt skal víkja fyrir hinum ytri táknum sýndar- mennskunnar. Minnirásögunaum rusliö undirteppinu. Það er m.a. þetta sem gerir að verkum að það er nauðsynlegt og þess viröi að leggja vinnu í að sýna fram á annan valkost fyrir fólk í borginni. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að leggja enn einu sinni til atlögu við frumvarp meirihlutans og breyta áhersluröðinni eins og við vildum sjá hana. Á þann hátt borgarsjóður stórauki framlag sitt. 4% útsvarstekna er 'ágmark þess, sem borgin verður að setja í þetta lög- Unglingahús í miðbæ Borgarstjórn samþykkir að koma upp unglingahúsi í miðbæ Reykjavikur. Húsið sé sérstaklega ætlað fólki á a|drinum 15—18 ára, en þau ungmenni hafa takmarkaö- anláhuga á félagsmiöstöðvum hverfanna. Unglingarnir sjálfirverði að verulegu leyti ábyrgirfyrirstarfsemi húss- ins og rekstri þess, en hafi sér til aðstoðar starfsfólk á vegum iþrótta- og tómstundaráðs. Greinargerð: Ef unglingar ættu sér einhvern samastað í miðbæn- um, sem byggður væri uþþ á þeirra eigin forsendum, gæti það dregið úr reiðileysishangsi á götum úti. Slíkt eykur oft á tíðum vanlíðan og spennu meðal ákveðins hóps, sem aftur getur brotist út í vímuefnaneyslu og skemmdarverkum af ýmsu tagi. Unglingahús er því ekki aðeins sjálfsögð þjónusta við unglinga í borgarsamfé- lagi, heldur líka og ekki síður liður í forvarnarstarfi. Tilraunaskólar í Grafarvogi Borgarstjórn samþykkir að hefja nú þegar undirbún- ing að byggingu tilraunaskóla í Hamrahverfi og Húsa- hverfi. Skólarnir verði tilraunaskólar samkvæmt heimild í 65. grein laga nr. 63/1974,sbr. þó 4. mgr. þessarar til- lögu. í skólabyggingunum verði gerð tilraun með rekstur & a 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.