Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 30

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 30
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir áriö 1989. Samstaða af hinu góða Þá er yfirstaðin árleg yfirlega og vökunætur vegna fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkurborgar. Þriðja árið í röð völdum við í minnihlutanum að eiga samstarf um áætlanagerðina og gera sameiginlegar tillögur. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið á yfir- standandi kjörtímabili. Aö mínu viti er þetta af hinu góða aö því leytinu til aö þannig sýnum viö betur samtakamátt þess hluta borgar- búa sem er í minnihluta og málin fá aukið vægi á móti meirihlutanum. Rödd Kvennalistans í kórnum? Ég tel þó aö við Kvennalistakonur veröum aö vera vak- andi gagnvart þeirri hættu aö meginstefna okkar gæti týnst á altari samstöðunnar, aö rödd okkar heyrist ekki nógu vel í kórnum. Til aö skýra hvaö ég á við minni ég á meginstefnu Kvennalistans. Þá stefnu sem felur í sér sérstaka áherslu á aö reynsla og menning kvenna veröi metin sérstaklega sem stefnumótandi afl í samfélaginu. Meö því aö hefja þau viðmið til vegs teljum viö að líkur aukist á betra samfélagi öllum til hagsbóta. Nú held ég því ekki fram aö þau mál sem við í minnihlutanum erum sam- mála um og höfum lagt áherslu á séu ekki í þessum anda. Þau eru það, enda mörg kunnugleg baráttumál Kvennaframboðs og Kvennalista. Það sem ég óttast er aö sérstaöa okkar veröi óljósari en ella. Hins vegar má segja aö þaö sé af hinu góöa þegar viötæk samstaða næst um umönnunarmál almennt og kjaramál kvenna, sem hafa veriö sérstök baráttumál kvenna um langan aldur. Þeir borgarfulltrúar sem nú skipa minnihlutann eru í mörgu tilliti samstíga í þessu efni. Ég vil þó spyrja aö leikslokum. Því tel ég nauðsyn- legt aö viö séum vakandi og endurmetum jafnt og þétt stööu okkar í ,,stjórnsýsluflórunni“. Efasemdir um frumvarp meirihlutans Víkjum þá aö fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir áriö 1989. Þegar frumvarp meirihlutans var fyrst lagt fram voru uppi nokkrar efasemdir innan minnihlutans um þaö hvort frumvarpið væri nægjanlega trúveröugt til aö rétt- lætanlegt væri að bera fram breytingartillögur viö þaö. Efasemdirnar fólust í gagnrýni á óraunsæjar tekjufor- sendur frumvarpsins. Enda er þar ekki gert ráð fyrir að atvinna minnki í borginni, eöa að tekjur vegna útsvara og aöstööugjalda gætu dregist saman. Ekki er gert ráð fyrir aö laun starfsmanna borgarinnar hækki á árinu Alyktunartillögur frá borgarfulltrúum minnihlutans: Dagvistarstofnanir barna Borgarstjórn samþykkir aö verja úr borgarsjóði 4% af útsvarstekjum ársins 1989 til uppbyggingar dagvistar- heimila fyrir börn. Greinargerö: Samkvæmt þessu yröi varið úr borgarsjóöi 172.600.000 kr. auk framlags ríkisins, sem er 27.400.000 kr., en i frumvarpinu er fjárveiting borgarsjóös áætluð 67.695.000 kr. í þessari uþþhæð eru innifaldar 22.000.000 kr. til kaupa á sameiginlegu dagheimili Heilsuverndarstöðvarinnar og Dagvista barna (sjá sér- staka tillögu). 2000 barna biðlisti (1986 börn) um síöustu áramót vitnar um alltof hæga uppbyggingu dagvistarheimila í borginni. Þaö tæki u.þ.b. aldarfjórðung aö sinna núver- andi biðlista, ef hraöinn verður áfram sá sami og undan- fariö. Ekki síst í Ijósi áforma um aö ríkið hætti þátttöku í stofnkostnaði dagvistarheimila er nauðsynlegt, aö 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.