Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 22
Á dönskum heimilum eru unnin heimilisstörf fyrir um 320 milljarði danskra króna ó óri hverju en það samsvarar um 2100 milljörðum ís- lenskra króna. Þessi verðmætasköpun svarar til um helmings af þjóðar- tekjum Dana og 43% af þjóðarframleiðslu þeirra. Þessar upplýsingar koma fram í grein í „Tænk", blaði dönsku neytendasamtakanna. Hvers virði eru heimilis störfin? þær hafa átt viö aö glíma hingað til, er aö þær hafa bætt þessu ofan á heimilisstörf- in. Heimilisstörfin og umönnun barna eru ekki störf sem hægt er aö leggja niður nema aö fjölskyldan sé lögö niöur um leiö. Hingaö til hefur ekkert veriö komiö til móts viö þessar konur. Ennþá er mikill hörgull á dagvistarplássum og konur kvarta sáran yfir áhugaleysi karla á heimilisstörfunum. Aö borga konum fyrir að vera heima er ekki lausn á þeirra vandamáli. Eins og áöur hefur komið fram sagöi Davíð Oddsson aö um 85% barna í Reykjavík á aldrinum 3—6 ára nytu ein- hverrar dagvistunar, en þaö er ekki nema hálfursannleikur. Börn þurfa líka á dagvist- un aö halda frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til þau veröa 3ja ára. í dag eru um 8.483 börn á forskólaaldri í Reykjavík og þar af eru 3.700 þeirra, eöa 43%, á dagvistar- stofnunum borgarinnar, meirihlutinn á leik- skólum. Áætlaö er aö rekstur allra dagvistar- stofnana borgarinnar kosti um 532 milljón- ir á árinu 1989 og ef þeirri upphæö væri deilt niöur á öll börn á forskólaaldri kemur um 62.714 krónur í hlut hvers barns á árinu eöa 5.226 kr. á mánuöi án tillits til þess hvort þau alast upp hjá ööru foreldri eöa báöum. Hætt er viö aö sú upphæö dygöi skammt hvort heldur sem konur vildu nota hana sér og börnum sínum til lífsviðurvær- is eöa til aö borga meö dagvistun. Hvert er markmið meö að borga hús- mæörum laun? Jú, þaðeraðauðveldafjöl- skyldunni aö annast börnin sín, aö styrkja fjölskylduna fjárhagslega. Þaö er reyndar líka markmiðið með barnabótum. Hver er þá munurinn á því t.d. aö hækka barna- bætur og aö greiða konum laun fyrir aö vera heima? Ef launin eru lág er um leið staðfest aö starfiö sé fyrst og fremst lág- launakvennastarf? Ef aftur á móti staöa fjölskyldunnar yröi styrkt meö því aö hækka barnabætur verulega þá væri aö- gerðin ekki beinlínis tengd kynferði annars foreldris, konunnar. Af hverju kemur þessi umræöa um aö það eigi að borga konum fyrir aö vera heima og aö það veröi alltaf konur sem sjái um þessi störf, einmitt núna? Getur veriö aö þaö hafi einhver áhrif á þaö aö nú er far- ið að draga úr þenslu á vinnumarkaðnum og búist viö atvinnuleysi? Á stríðsárunum, erlendis, þegar karlarnir fóru í stríðið var þörf fyrir aö konur færu út aö vinna. Þá var uppi áróöur um aö konur skyldu starfa utan heimilis og aö þær gætu allt til jafns viö karla. Eftir stríö þegar karlarnir þyrptust heim og þurftu að komast í störfin, sem konurnar voru búnar aö sinna um nokk- urra ára skeið, voru konurnar allt í einu farnar aö vanrækja börnin sín og hvattar til aö vera heima hjá þeim. Getur verið aö þaö að borga konum fyrir aö vera heima sé liður í því aö senda konur heim? bb í síðasta hefti Veru var fjallað talsvert um þann hluta hagkerfisins sem er ósýnilegur og finnst ekki í „Hagtölum mánaðarins“ eöa öðrum opinberum upplýsingum um efnahagsmál þrátt fyrir umtalsveröa leit. Eigi leitin að bera árangur þarf aö fara inn fyrir fjóra veggi heimilanna því þaö sem um er aö ræöa eru unnin ársverk viö heim- ilisstörf og sú framleiðni og verðmæta- sköpun sem fram fer á heimilunum. Því var haldið fram í Veru aö þó aö engar opinber- ar hagtölur væru til um þetta þá væri ekki þar meö sagt aö mælingum yröi ekki viö komið. Nú hafa Danir fært sönnur á þessa fullyrðingu og dönsku neytendasamtökin hafa gefið út bækling sem ber heitið ,,Hus- ligt arbejde — hvad er det værd“ (Heimilis- störf — hvers viröi eru þau). Þar segir m.a. að ef vinnuframlag barnafjölskyldna á heimilum sé metið til launa nemi þaö aö meðaltali um 1.1 milljón ísl. króna (162.000 d.kr.) á fjölskyldu á ári. Þar af færist tveir þriöju hlutar á launareikning kvenna. í bæklingnum er sýnt fram á aö meö tiltölu- lega einföldum aöferöum geti dönsk heim- ili reiknaö út hvers viröi vinnuframlag þeirra til samfélagsins sé. Allar tölur í bæklingnum byggja á könnun sem gerð var 1987 á því hvernig fólk ver frístundum sínum. í Danmörku er um 2.5 milljónir heimila og eins og gerist og gengur er þar sinnt venjulegum heimilisstörfum s.s. skipu- lagningu, innkaupum, matseld, uppvaski, tiltekt, þvottum, viðgeröum á fatnaöi, hús- næöi og bílum auk barnauppeldis og um- önnunar þar sem um börn er að ræöa. Af þessum 2,5 milljónum heimila er um 1 mill- jón heimili einstaklinga. Samkvæmt fyrr- nefndri könnun nota einstæðar konur tals- vert meiri tíma í heimilisstörf en einstæðir karlar og kemur þaö sjálfsagt engum á óvart. Einstæðir karlar nota aö meöaltali 11.5 tíma á viku í heimilisstörf en einstæðar konur 16.5 tíma. Samanlagt vinna þessir einstaklingar um 767 milljónir vinnustunda viö heimilisstörf en þaö samsvarar vinnu- stundafjölda í öllum iönaöi Danmerkur. Heimavinnandi konur í barnlausum fjöl- skyldum nota aö meðaltali um 26.5 tíma á viku í heimilisstörf en konur í sömu fjöl- skyldugerð, sem vinna fulla vinnu utan heimilis, nota tæpa 18 tíma á viku í heimil- isstörfin. Því meiri tíma sem konur hafa til eigin ráðstöfunar því meiri tími fer í heimil- isstörf. Vinnuframlag karla við heimilis- störf í barnlausum fjölskyldum er afskap- lega takmarkaö og samkvæmt því sem segir í greininni vinna konur þar aö meðal- tali tæpa 7 tíma á viku fyrir karlinn. En ef tekinn er samanlagöur vinnustundafjöldi viö heimilisstörf í þessum fjölskyldum þá nemur hann 1.129 milljónum tíma á ári. Barnafjölskyldur þurfa aö leysa af hendi sömu verk og aðrar fjölskyldur en meö þeirri viöbót aö ábyrgð á uppeldi og um- önnun nýrra þjóðfélagsþegna er í þeirra höndum. Vinnuálag og vinnuframlag þessara fjölskyldna er því mun meira en annarra. í þeirri grein sem hér er vitnaö til er umönnun barna skipt í þrennt. Óbeina umönnun sem felst í matargerö, upp- þvotti, tiltekt o.fl., beina umönnum sem felst í aö kenna þeim, leika viö þau, þvo þeim, tala viö þau, hugga, snýta, skeina o.fl. og eftirlit sem felst í því aö líta til og 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.