Vera - 01.02.1989, Side 38

Vera - 01.02.1989, Side 38
Lístin tuttugu árum eftir tilurð nýju kvennahreyfingarinnar MÖRKIN ÚTMÁÐ A árum áður höfðu konur svipaða mögu- leika til að verða listamenn og þær höfðu til að verða læknar eða vísindamenn — þ.e. nánastenga. Það kom þó ekki í veg fyrirað þær fengju útrás fyrir sköpunarþrá sína og þá fyrst og fremst í þeirri listsköpun, sem þótti hæfa félagslegri stöðu þeirra, þ.e. leir- keragerð, hannyrðum og vefnaði. Þar sem notagildið var öðru fremur haft að leiðar- Ijósi við þessa listsköpun er venjulega fjall- að um hana sem handverk eða listiðn og hún hefurekki notiðsömu virðingarhjá lista- og menntamönnum og ,,Listin'7 sjálf sem talin er sköpunarverk þess sem gæddur er ákveðinni snilligáfu. Undantekningarnarfrá þessu gætu verið fornir nytjahlutir sem vegna aldurs hafa öðlast sérstakt safngildi. Þar sem þessir hlutir eru notaðir sem vitnis- burður um mannanna verk á tilteknum tíma er listamaðurinn sjálfur algert aukaatriði, enda oftar en ekki óþekktur. Upphlaup eflir Önnu Þóru Karlsdóttur. Þæfing. Á öllum tímum hafa verið til konur sem hafa reynt að öðlast við- urkenningu sem ,,alvöru“ listamenn og sem hefur tekist að veröa sér úti um kennslu í málaralist eða höggmyndagerð. í langflestum tilvikum hafa þessar konur búið við sérstakar aðstæður, verið úr forréttindastétt eða verið dætur eöa systur listamanna. Þrátt fyrir þetta gæti ég talið á fingrum annarrar handar þær konur sem nefndar voru í kennslubók minni í listasögu þegar ég gekk í menntaskóla á miðjum sjöunda áratugnum. Þegar jafnréttisbaráttunni, í mynd hinnar nýju kvennahreyfing- ar óx fiskur um hrygg seint á sjötta áratugnum þóttust margar kon- urfullvissar um að þær gætu öðlast frama ekki síður en fjölskyldu — eða jafnvel í staðinn fyrir hana. Margar konur sem fengust þá við listsköpun komust að raun um að þau efni sem fylgt höfðu kon- um gengum tíöina, voru mjög vel til þess fallin að tjá reynsluheim þeirra. En síðan eru liðin tuttugu ár og sú spurning vaknar hvort konur hafi á þeim tíma breytt hugmyndum okkar um list eða list- sköpuninni sjálfri. Til þess að reyna að svara þessari spurningu byrjaði ég á því að skoða fimmta norræna veflistarþríæringinn sem nýlega var haldinn á Kjarvalsstöðum, en sýning þessi er sú fyrsta í röðinni af sjö sem haldnar verða víðsvegar um Norðurlönd- in. Sextíu og fjórir listamenn frá öllum Norðurlöndunum eiga verk á sýningunni, flest konur. Hafi ég haft fyrirfram gefnar hugmyndir um hvað veflist raunverulega er, þá fuku þær út í veður og vind á sýningunni. Mér til mikillar ánægju sá ég þar skúlptúra, málverk, verk unnin inn í rými og samsetningar auk þeirra verka sem við eigum að venjast s.s. vefnaðar og tauþrykks. Mjög fjölbreytileg tækni var notuð og sem dæmi má nefna hnýtingar, vafninga og þóf og hefðbundin efni í veflist voru samofin efnum ólíkrar tegund- ar s.s. gleri, málmum, plasti og tré. 38

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.