Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 6
Tími kvenna i varafor- manns- stólum ,/Brennur á rnér að leiðrétta launamisréttið" Ragna Bergmann telur það hafa skipt máli þegar kona var fyrst kosin varaforseti Alþýðusambandsins fyrir fjór- um árum. ,,Varaforsetaembættið er vissulega áhrifastaða og við eigum að heimta að konum sé trúað fyrir stöðum sem skipta máli og gefa tækifæri til þess að hafa áhrif. Mikilvægasta verkefnið að mínu mati er að jafna lífs- kjörin," segir Ragna m.a. í eftirfarandi viðtali. Ljósmynd: EÞ Ragna fór snemma aö vinna fyrir sér til að létta undir með móð- ur sinni sem var ein með sex börn. Eftir að hún gifti sig fór hún að vinna við skúringar í Vogaskóla og þar hófust afskipti hennar af verkalýðsmálum. ,,Þessi vinna byggðist eingöngu á húsmæðr- um,“ sagði Ragna. ,,Ég þurfti að hætta í Vogaskóla vegna barn- eignar en þegar ég sótti um vinnu aftur fékk ég hana ekki. Ég hafði staðið í stríði við starfsmannastjórann vegna ýmissa mála í Vogaskóla og tel að það hafi komið í veg fyrir að ég fengi vinnu aftur. En ég gafst ekki upp, sótti um á hverju ári og fékk loks vinnu í Réttarholtsskóla, en vann auk þess á veitingahúsum um helgar.“ Ragna segist fyrst hafa kveðið sér hljóðs á fundi í verkakvenna- félaginu Framsókn til að mótmæla hækkun á verði kartaflna. Hún var kosin í trúnaðarráð félagsins í kringum 1970 og byrjaði fljót- lega eftir það að vinna hálfan daginn á skrifstofu félagsins en hélt samt áfram að skúra. Formaður varð hún 1979 og hafði þá verið varaformaður í þrjú til fjögur ár. Ragna hefur setið í framkvæmda- stjórn Verkamannasambands íslands síðan 1982 og i miðstjórn ASÍ síðan 1986. Þurfum fleiri ungar konur ,,Það var nú ekki ætlun mín aðtaka að mér þettaembætti,“ seg- ir Ragna. ,,Ég hefði gjarnan viljað sjá einhverja af yngri konunum sem setið hafa í miðstjórn ASÍ taka þetta að sér, en ef ég get haldið hlut kvenna á lofti og stuðlað að bættum kjörum þeirra, þá er til- ganginum náð. Konur héldu sínum hlut innan miðstjórnarinnar og þeim fjölgaði í varamannasætunum. Stefna okkar er að auka hlut kvenna í for- ystunni og nú eru þar nokkrar ungar og hressar konur sem ég vona að eigi eftir að láta til sín taka í framtíðinni." Rögnu er ofarlega í huga að auka þurfi þátttöku ungra kvenna í verkalýðsstarfinu því á þeim brenni svo margt sem þær eldri þurfi ekki lengur að kljást við, eins og uppeldi barna og öflun húsnæðis. ,,Því miður hefur okkur i mínu félagi gengið illa að fá ungar konur til starfa. Við reyndum mikið að fá þær til að taka að sér að vera trúnaðarmenn á vinnustöðum, sitja í trúnaðarráði félagsins eða fara í Félagsmálaskóla alþýðu, en þær eru margar hræddar við að þessi störf taki alltof mikinn tíma. Á þeim hvílir ábyrgð á börnum og heimili og þær treysta sér ekki í rneira." Þegar Ragna fór sjálf að einbeita sér að verkalýðsmálum voru börnin komin á legg, en hún er sjö barna móðir. Hún dreif sig í fé- lagsmálaskólann í hálfan mánuð þegar enn voru þrír unglingar á heimilinu og eitt barn á ellefta ári og segir það hafa verið mikið átak. ,,Ég lét þetta bara ganga. Tilkynnti þeim að ég væri farin en auðvitað fór ég heim um helgi og gerði það sem þurfti að gera til að maðurinn gæti verið einn með þau I aðra viku!“ segir hún. Halda kaupmætti frá maí '88 — Hvað er helst framundan hjá forsvarsmönnum Alþýðusam- bandsins? „Félögin eru farin að leggja línur fyrir komandi samningagerð. Ég tel að með setningu laga um launafrystingu hafi síðasti samn- ingur fallið úr gildi og því sé hægt að hefja viðræður strax 15. febrúar. Lágmarkskrafan erað halda þeim kaupmætti sem fékkst með Akureyrarsamningnum í fyrra. Ég tel að félög Alþýðusam- bandsins muni hafa samflot í næstu atrennu og býst við að hægt verði að semja um einhverja ,,félagsmálapakka“ við þá ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju." Konur í Framsókn hafa unnið að mótun krafna fyrir sitt leyti og er þar talaö um hækkun lægstu launa í einum áfanga. Hækkun skattleysismarka er þar á blaði og einnig hækkun barnabóta sem verði tekjutengdar, þannig að þeir sem hafi lægst laun fái hæstar barnabætur. Einnig telja þær mikilvægt að samið verði um aukinn rétt þegar um veikindi barna og maka er að ræða. ,,Við höfum sett reglur í sjúkrasjóði okkar um það að kona eigi rétt á styrki í 30 daga vegna veikinda maka,“ segir Ragna. ,,Við reynum einnig að vinna fyrirbyggjandi heilsuverndarstarf með því að greiða kostnað við krabbameinsskoðun fyrir félagskonur og greiðum hluta sjúklings í nuddi á móti sjúkrasamlagi. Félagskon- ur fá einnig ódýran aðgang að heilsuræktinni sem Sókn rekur hér í sama húsi og við höfum okkar aðsetur.“ Sú hugmynd hefur verið reifuð að komið verði á neikvæðum tekjuskatti fyrir þá lægstlaunuðu, þ.e. að þeir sem ekki fá laun yfir ákveðnum mörkum fái greitt úr ríkissjóði í stað þess að greiða þangað skatta." ,,Á vegum Alþýðusambandsins er nú starfandi nefnd sem á að móta stefnu sambandsins í verðlagsmálum. Mér finnst nauðsyn- legt að verðstöðvun verði í gildi áfram, eða að minnsta kosti strangt aðhald," sagði Ragna. ,,Vinna verður að því að koma at- 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.