Vera - 01.02.1989, Síða 33

Vera - 01.02.1989, Síða 33
Listamaðurinn hafi aðsetur í einhverjum skóla borgar- innar um eins til tveggja mánaða skeið. Hann vinni þar í nærveru og tengslum við nemendur og kennara og miðli list sinni þannig beint og óbeint til nemenda. B-álma Borgarspítalans Borgarstjórn samþykkir að gera átak til þess að hraða framkvæmdum við B-álmu Borgarspítalans, sem verið hefur í byggingu í 12 ár. Því veröi varið úr borgarsjóði 59.775.000 kr.á þessu ári til byggingar B-álmunnar. Að meðtöldu framlagi ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldr- aöra tekst þá með svipuðum fjárveitingum að Ijúka byggingunni á fjórum árum. Verði tillaga þessi samþykkt hækkar framlag borgar- sjóðs frá fyrirliggjandi frumvarpi um 56.250.000 kr. Gatnagerðargjöld Borgarstjórn samþykkir að veita þeim einstaklingum, sem byggja í fyrsta sinn, allt að 50% gatnagerðargjalds að láni til 5 ára. Lánið endurgreiðist með lágum raun- vöxtum. Kaup á húsnæði Borgarstjórn samþykkir að veita allt að 20.000.000kr. til kaupa á húsnæði, sem breyta má í leiguíbúðir án verulegs tilkostnaðar. Búsetaíbúðir Borgarstjórn samþykkir að leita eftir samningum við Búseta um framkvæmd á byggingu kaupleiguíbúða í þeim mæli, sem borgin fær fjármagn til frá Húsnæöis- stofnun. í þeim samningum tryggi borgin búseturétt í nokkrum íbúðum. Búseturéttur þessi verði fyrir ein- stæða foreldra, námsmenn og fatlaða eftir því sem við á. Til þessa leggi borgin fram 5.000.000 kr. Verkamannabústaðir Borgarstjórn samþykkir að verja 45 milljónum króna til stjórnar Verkamannabústaða, svo tryggt sé að fullt til- lit verði tekið til áforma stjórnarinnar um framkvæmdir og kaup á íbúðum til endursölu á þessu ári. Hér er um að ræða 10.000.000 kr. hækkun frá fyrirliggjandi frum- varpi. Atvinnueflingarsjóður Borgarstjórn samþykkir að veita 35.000.000 króna á þessu ári til að stofnsetja „Atvinnueflingarsjóð'. Sjóðurinn hafi það að markmiði að efla, auka fjöl- breytni og þróa atvinnulif Reykvíkinga. Það verði m.a. gert með því að veita stofnframlag, lánafyrirgreiðslu eða styrk til smáfyrirtækja I iðnaði og framleiðslu í Reykja- vík. Sérstök áhersla verði lögö á að hvetja konur til auk- ins sjálfstæðis í atvinnurekstri og auka þannig atvinnu- möguleika þeirra. Konur, sem sækja í sjóðinn og reka slik fyrirtæki, eða ætla að stofna til reksturs, ganga að öðru jöfnu fyrir um veitingar úr sjóðnum. Þriggja manna nefnd verði falið að gera nánari tillög- ur um starfsemi og úthlutunarreglur sjóðsins. Nefndin verði skipuð einum fulltrúa meirihluta og einum frá ntinnihluta í Atvinnumálanefnd Reykjavíkur ásamt fram- kvaemdastjóra nefndarinnar. Snjóruöningstæki Borgarstjórn samþykkir að verja 10.000.000 kr. til kaupa á litlum snjóruðningstækjum til þess að hreinsa gangstéttir borgarinnar. Tækin verði á hverfabækistöðv- um gatnamálastjóra. ,,Fjölskyldudagar“ í sumar standi Reykjavíkurborg fyrir a.m.k. fjórum ,,Fjölskyldudögum“. Þá verði borgarbúum boðið upp á margvíslega skemmtun, sem miði að því að ungir sem aldnir verði þátttakendur saman. Til verkefnisins verði varið 5 milljónum króna. Umsjá verði ávegum íþrótta- og tómstundaráðs. Greinargerð: Dæmi um „Fjölskyldudaga Reykjavíkurborgar": Gönguferö um Heiðmörk. 1. Leikir og íþróttir. 2. Viðeyjarferð með leiðsögumönnum. Leikir og skemmtikraftar. 3. Stutt skipsferð um Sundin og skútusiglingar í Nauthólsvík. 4. Fjölskyldudagur í Laugardalshöll. Skemmtikraftar og þátttaka barna og unglinga I margvíslegu sköpunarstarfi. Komið verði upp leiktækjum, svipað og gert var í kjallara Borgarleikhússins á Tæknisýningu 1986. ,,Vatnaheimur“ Borgarstjórn samþykkir að efna til hugmyndasam- keppni um breytingar á sundstaðnum í Laugardal og umhverfi hans. Þessi staður er frá náttúrunnar hendi vel fallinn til að nýta kosti hveravatnsins enn betur en nú er. Með nútímatækni og hugviti er hægt að gera þetta svæði að ævintýralegum „vatnaheimi" með t.d. yfir- byggðum svæðum, leirböðum og vatnaleiktækjum. Þessi tillaga er sett fram m.a. vegna þeirra endurbóta á Laugardalslauginni, sem nauðsynlegar eru innan tíð- ar. Til samkeppninnar verði varið 1.500.000 kr. Mötuneyti fyrrv. borgarstarfs- manna Borgarstjórn samþykkir að bjóða öllum starfsmönn- um borgarinnar, sem komnir eru á eftirlaun, að nýta mötuneyti borgarinnar á sama hátt og núverandi borg- arstarfsmenn. Framkvæmd þessarar tillögu er liður í að auðvelda fólki áframhaldandi tengsl við fyrri starfsfélaga. Auk þess að tryggja aö minnsta kosti eina góða máltíð á dag ætti framkvæmd þessi aö stuðla að því, að aldraöir geti búið sem lengst á heimilum sínum. Áhættustaðir umferðar Borgarstjórn samþykkir að veita 24.000.000 króna til að lagfæra þá staði I borginni, sem hvað hættulegastir eru í umferðinni, eða svokallaða „svartbletti". Samkvæmt könnun umferðardeildar þarf minnst 23—24 milljónir í þessar framkvæmdir, en í frumvarpi meirihlutans er aðeins gert ráð fyrir 4.300.000 kr. til þessa verkefnis.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.