Vera - 01.02.1989, Page 42

Vera - 01.02.1989, Page 42
Hugleiðingar um söngleikinn Heimsmeistarakeppnin í maraþondansi eftir Ray Herman byggður á skáldsögu Horace McCoy They Shoot Horses, Don’t They? Að undanförnu hefur Leik- félag Reykjavíkur sýnt á Broadway söngleikinn Heimsmeistarakeppnin í maraþondansi eftir Ray Herman, sem runnin er upp úr kreppubókmenntum vestur í Bandaríkjunum, skáldsög- unni They Shoot Horses Don’t They? eftir Horace McCoy. McCoy lýsir í sögu sinni þeirri eymd, mannfyrir- litningu og niöurlægingu sem fólk varö aö þola í kreppunni vestra um miöjan fjóröa ára- tuginn. Þar segir frá heldur andstyggilegri uppákomu er atvinnuleysingjar urðu leik- soppar búllueigenda, er svif- ust einskis til aö svala gróöa- fíkn sinni. Sögusviöið er samkomusal- ur í hafnarhverfi í Los Angeles, þar sem danskeppni í maraþondansi fer fram. Hver sem er getur tekið þátt, og lýkur keppninni ekki fyrr en allir eru fallnir í valinn utan eitt par. Aö launum hlýtur par- iö svimandi upphæö, heila þúsund dollara, sem á þess- um tímum munu hafa veriö rífleg árslaun verkamanns. Þarna er dansað meðan stað- ið er á fótunum og undír danskeppninni kynnumst við hópnum. Hópi sem vill frekar þola látlausa likamlega kvöl og niðurlægingu og þiggja ókeypis fæði og húsaskjól, en aö reika atvinnulaus um. Svona keppni stóö vikum saman og gekk nærri aö keppendum dauðum. Dans- endur hlaupa viljalausir eftir skipunum stjórnandans og niöurlægingin sem keppend- ur sæta uns lokaúrslit liggja fyrir, rennur smátt og smátt upp fyrir þeim og okkur. Öll- um brögöum er beitt, mann- leg reisn fer fyrir lítið. Danskeppnin hefst. Skemmtanastjórinn, Rocky Gravo, meö sínu dæmalausa froöusnakki, innihaldslausu og slagoröakenndu, krydduöu illa dulbúnum auglýsingum, lét kunnuglega í eyrum og minnti óþægilega á síbyljuna sem bullar út úr öllum rásum fjölmiölanna. Froöusnakkur- inn stendur í ströngu til aö allt fari ekki úr böndunum og furðuleg uppátæki hans ganga æ lengra, því aö á meðan áhorfendur una glaöir viö sitt malar hann gull. Hann lítur á keppendur sem gróöa- tól, fremur en lifandi mann- eskjur. Gravo veröur í hönd- um Péturs Einarssonar frem- ur máttleysislegur. Þetta hlut- verk er lykill þess aö firringin skili sér. En Pétur verður aldrei bjefað ótó eða sá ódráttur sem hlutverkið krefst, og textinn skilaði sér illa. Ein- ar Jón Briem er aðstoðar- maöur stjórans og var hann eðlilegur sem slíkur. í dansinum er einkum fylgst með þremur pörum. Fyrst skal telja þau Róbert og Gloríu, sem bæði hafa hrakist frá heimabyggöum sínum og lifa eymdarlífi í Los Angeles. Þau hafa þekkst stutt, en eiga sér bæöi svip- aöa framadrauma. Hann ætl- ar sér aö veröa kvikmynda- leikstjóri, en hún stjarna. Saman láta þau skrá sig til keppni í maraþondansi. Þarna er loksins komiö hið langþráða, gullna tækifæri. Hver veit nema einhvers stað- ar meðal áhorfendanna leyn- ist heimsfrægur kvikmynda- leikstjóri sem sér hvaö í þeim býr. Þau þrauka lengi, en smám saman rennur svínaríið upp fyrir Gloríu, sem er hort- ug og lýtur aldrei fullkomlega dyntum skemmtanastjórans eins og aðrir í hópnum. Þaö kemur aö því aö ömurleikinn ber hana ofurliði og hún kýs aö hoppa af þessari hringekju sem snýst og snýst án þess að nokkur fái rönd viö reist. Hún biður vin sinn að stytta sér aldur, og minnugur þess er afi hans skaut fótbrotinn dráttarklár, góðan vin lítils drengs, verður hann við bón hennar. — Virðist eina leiöin til aö enda þetta eymdarlíf. Réttarhöldin fléttast síðan inn í atburöarásina uns yfir lýkur og Róbert er dæmdur til dauða. Þau Helgi Björnsson og Hanna María Karlsdóttir fara meö hlutverk Róberts og Gloríu. Bæði hafa fengiö að kljást við ýmis veigamikil hlut- verk síðustu árin og sýnt og sannað aö þau eru hæfileika- ríkir leikarar. Helgi er einlæg- ur i leik sínum, og megnar að glæöa hlutverk Róberts því lífi aö áhorfandinn hrífst til sam- úöar. Hann hefur ríka nær- veru, einn þeirra sem geislar af á trúverðugan og hljóölát- an máta. Helgi hefur mjög gott vald yfir líkama sínum, er stæltur og liðugur, meö þægi- lega og músíkalska söngrödd. Hanna María í hlutverki 42

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.