Vera - 01.02.1989, Side 13

Vera - 01.02.1989, Side 13
Vinkonurnar úr saumaklúbbnum í 1. bekk i menntó ,,Nei nei — engin samkeppni eöa slíkt. Þetta er eins og annaö hjá klúbbnum, óformlegt og engar kröfur um magn. En aö sjálf- sögöu erum viö misgóðar aö skella upp veisluboröi. En þiö eruð svo heppnar í kvöld því á þessu heimili er alltaf eitthvaö nýtt og spennandi á boöstólum." Þetta voru orö aö sönnu. Sest var til borös og við töldum rétt aö skrásetja ekki meira af samtölum, heldur sitja meö þessum skemmtilegu konum og njóta þessa gómsæta meðlætis sem viö höföum þráö frá þvíaö barið varaö útidyrunum. Okkur finnst þaö hinsvegar tilheyra eftir þetta viðtal aö birta eina uppskrift — sem jafnframt mun verða fyrsta uppskriftin í Kvenfrelsisblaöinu Veru (og þó víöar væri leitað T samskonar blöðum). Og hér birtist svo uppskriftin, meö kærri þökk fyrir ánægjulega kvöldstund við Þrastahóla. Veröi ykkur að góöu. Karamelluterta: 3 egg 1 bolli sykur 1 bolli saxaðar möndlur Vi bolli súkkulaöi 1 bolli kornflex 1 tsk lyftiduft Eggin og sykurinn þeytt saman. Þurrefnum blandaö saman viö. Bakaðir 2 botnar (ca. 22 cm í þvermál) viö 200 gráöur í 20 mín. Karamellukrem. S.H./G.Ö. 13 ... og þá KLÖBBI um og uppskriftunum (og hér koma hláturrokur...) En þiö skuluð ekki láta ykkur detta í hug aö við séum einhver ómeðvitaður hóp- ur. — Aö sjálfsögöu kryfjum viö minniháttar mál eins og heims- málin — og þar meö talið valdajafnvægi austurs og vesturs, efna- hagsvandann, hafnargerð að ógleymdum skattamálum. Og aö sjálfsögðu liggja lausnirnar á borðinu, því eins og þiö Verukonur vitiö þá blundar auövitað byltingin í saumaklúbbunum — og hún étur aö sjálfsögöu ekki börnin sín." Hafið þiö aldrei fengið nóg af hver annarri? ,,Nei — þaö er nú svo skrítið, aö þörfin fyrir að hittast er alltaf til staðar, því meira sem liggur á okkur T starfi því meiri er þörfin fyrir að slappa af. Þetta er nefnilega sá vettvangur sem viö köstum af okkur hamnum og erum algjörlega viö sjálfar. Hér þurfum viö ekki aö vera T neinum hlutverkum. Viö erum sem sagt alveg skil- yrðislausar gagnvart hver annarri. Þaö er okkur einnig mjög mikil- vægt aö sækja stuöning til hvor annarrar ef einhver persónuleg vandamál koma uppá. Þá tölum viö einnig saman tvær og tvær og auðvitað eru ITka mismikil tengsl á milli okkar eins og T öllum öör- um vinkvennahópum. En viö vitum ITka jafnframtað ef slTkt kemur uppá — þá stöndum viö saman sem ein væri og styöjum hvor aðra." Þegar hér var komið sögu, þá fórum viö aö gjóa augunum T átt að kaffiborðinu. Þar var þetta indælis meðlæti. Stóra stundin var að renna upp, viö orðnarsvangarog hápunkturallra saumaklúbba á næsta leiti. Viö vildum forvitnast um hversu mikið þessi klúbbur legöi upp úr veitingum. Við höfðum auövitað heyrt að I sumum klúbbum væri um algjöra samkeppni aö ræða — en hvaö segja þær:

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.