Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 7

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 7
vinnulífinu á landsbyggðinni í eðlilegt horf því ekki er hægt að flytja fólk endalaust hingað á höfuðborgarsvæðið." I því sambandi nefndi Ragna að umsóknir um verkamannabú- staði i Reykjavik hafi aldrei verið fleiri en á síðasta ári, en hún situr í stjórn Verkamannabústaða. „Okkur bárust umsóknir frá 1099 fjölskyldum en höfðum aðeins 200 íbúðir til úthlutunar. Það segir sig sjálft að það er eitthvað meira en lítið að í þjóðfélaginu þegar svona margir treysta sér ekki til að eignast húsnæöi á annan hátt.“ Konur styðja hver aðra Ragna var spurð um reynslu sína af samstarfi kvenna í félags- málum og hvernig henni fyndist að starfa með körlum. ,,Mér fannst oft erfitt að vera ein innan um karla í nefndum og ráðum fyrst þegar ég var að byrja,“ sagði hún, ,,en ég finn ekkert fyrir því núna. Það snerti mig oft illa þegar þeir sögðu t.d. ,,við strákarnir" um hópinn, án þess að taka eftir mér, og ég reifst í þeim út af þessu ef illa lá á mér. Mér finnst auðvitað mikill stuðningur að öðrum kon- um og finn oft að við lítum öðru vísi á málin er karlarnir og erum sterkari ef við erum fleiri. Mér hefur t.d. þótt mikill stuðningur að fulltrúum Kvennalistans í stjórn Verkamannabústaða og finn að við getum saman haft áhrif á afstöðu karlanna. Innan miðstjórnar ASÍ skiptir kynferðið ekki eins miklu máli hvað varðar afstöðu til mála.“ Hún nefndi einnig „Framkvæmdanefnd um launamál kvenna" og sagði að þar hefði tekist mjög gott samstarf milli kvenna. Sú nefnd er þverpólitísk og sagði Ragna að oft hefði verið erfitt fyrstu árin að samræma sjónarmið innan nefndarinnar en það væri mun betra nú. ,,Ég tel að starf nefndarinnar hafi haft heilmikil áhrif. Kannanir sem gerðar hafa verið um launamál kvenna hafa vakið athygli, enda hafa þær verið ansi sláandi og sýnt fram á misrétti milli karla og kvenna í launum. Ég finn að körlunum er ekki alveg sama þegar konur taka sig saman, t.d. fór skjálfti um þá þegar Framkvæmdanefndin hélt fund með konum í samninganefndum ASÍ-félaganna. Fundurinn örvaði hins vegar konurnar og þjapp- aði þeim saman." Atvinnuöryggi eldri kvenna Verkakvennafélagið Framsókn hefur svolitla sérstöðu þar sem það var stofnað af Kvenréttindafélagi íslands og hefur því haft ákveðin tengsl við þá hreyfingu. ,,Félagið er aðili að Bandalagi kvenna í Reykjavík," segir Ragna. ,,Þar mátti aldrei ræða verka- lýðsmái en nú hefur orðið breyting á, því fyrir tveim árum var stofn- uð launanefnd innan bandalagsins. Ég tel það merki um að kjara- mál séu farin að skiþta fleiri konur máli en áður. Nú vinna flestar konur úti, jafnvel þó þær þurfi þess ekki fjárhagslega heldur hafa áhuga á vinnunni. Innan nefndarinnar starfa m.a. konur úr póli- tískum félögum þannig að í raun geta konur sameinast i kjarabar- áttunni þvi þær eru flestar á svipuðu plani. Við erum alls staðar að reyna að ná launajöfnuði því alls konar aðferðir hafa verið fundnar upp til að hækka karlana í launurn." Að lokum minnti Ragna á nauðsyn þess að vinna að atvinnuör- yggi fyrir eldri konur. Sl. sumar var fimmtíu starfsmönnum sagt upp í Granda og lofaði fyrirtækið að stuðla að því að þetta fólk fengi vinnu annars staðar. Það hefur hins vegar ekki gengið nógu vel fyrir konurnar sem höfðu lengstan starfsaldur að baki. Þær eru margar enn á atvinnuleysisskrá því fyrirtækjum finnst þær vera of gamlar, 50 til 60 ára og þar yfir. ,,Nú finnst heimavinnandi hús- mæðrum vegið að sér og eru farnar aö berjast fyrir sínum réttind- um, t.d. fæðingarorlofi. Mér finnst ekki réttlátt að heimavinnandi konur njóti þess sama og útivinnandi, því mér finnst þær eiga að fá bætta sína vinnu meðan á fæðingu stendur. Ég tel það vera for- réttindi að hafa efni á að vera heima hjá börnum sínum. Varðandi lífeyrisréttindi heimavinnandi kvenna finnst mér gegna öðru máli, enda ætti að vera einn lifeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Kona sem séð hefur um heimili fyrir eiginmann getur lent í því að skilja og þá hefur maðurinn öll lifeyrisréttindi en hún ekki nein,“ sagði Ragna Bergmann og Vera óskar henni góðs gengis í forystustarf- inu. EÞ Ljósmynd: EÞ ,,Dettur ekki í nug að gefast karlmönnum'' Ragnhildur Guðmundsdóttir segist líta á kjarabardttuna sem eilífðarmdl sem stöðugt verði að vinna að, enda hefur hún ekki slegið slöku við það síðan hún hóf störf sem talsímavörður ö símstöðinni ö ísafirði 1965. Ragnhildur erfyrsta konan sem gegnir starfi formanns í Félagi íslenskra símamanna. Hún hefur verið í stjórn BSRB síðan 1985 og í samninganefnd síðan 1984 og var önnur þeirra tveggja kvenna sem sátu í viðræðu- nefnd bandalagsins í síðustu samningum, tíumanna- nefndinni svokölluðu. Hún er eini starfsmaður félagsins á skrifstofunni i Landsíma- húsinu við Austurvöll. Þegar mig bar aö garði var hún eiginlega að tala í tvo síma í einu, enda vön að handleika símtól eftir störf sín á símstöðvum, bæði sem talsímakona í gamla kerfinu þegar svara þurfti: ,,miðstöð“ og síðar á loftskeytastöð og sem varðstjóri á símstöð. Félag íslenskra símamanna er elsta stéttarfélag innan BSRB, stofnað 1915. Félagið er blandað félag karla og kvenna og er kynjahlutfallið nokkuð jafnt en launin ójöfn. ,,Konurnar eru flestar í illa launuðum störfum," segir Ragnhildur. „Þær vinna mikið og vel og eru mjög samviskusamar. Yfirstjórnin er hins veg- ar aðallega skipuð karlmönnum. Þó er ein kona í starfi aðalgjald- kera og starfsmannastjóra, og konur taka í vaxandi mæli að sér stöðvarstjórastöður, aðallega á minni simstöðvum." 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.