Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 6

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 6
Ritstjóraspjall Innihald þessa heftis er með aðeins öðru sniði en áætlað hafði verið í síðasta blaði. Ýmislegt efni sem beðið hefur birtingar kemst þar að leiðandi að núna. Meðal annars efnis er ferðasaga tveggja ljósmæðra til landsins helga á s.l. ári og erindi sem f.v. formaður LMFI flutti á fundi í maí á s.l., um þróun fæðingaþjónustu á landsbyggð- inni. Allt bendir til að haustútgáfa blaðsins verði aðnjótandi ríkulegrar uppskeru eftir ljósmæðraþingið í maí, auk annars spennandi efnis sem enn er í vinnslu. Tillögur lesenda um efnisval og/eða ábendingar um hvar gott efni er að finna til birtingar í blaðinu, auk eigin framlags, eru vel þegnar. Einnig væri gaman að fá línu frá ykkur lesendur góðir, lesendabréf, þar sem fram kemur viðhorf ykkar til efnis sem birtst hefur í blaðinu, lof, spurningar, gagnrýni eða ábendingar. Óskir um gleðilegt sumar! Ritstjóri Upplýsingfar til liö fu nda fræðigfreina — Höfundar greina skulu skila handritum til ritnefndar Ljósmæðrablaðsins, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, og áskilur nefndin sér rétt til að taka grein til birtingar eða hafna henni. — Þegar grein hefur verið samþykkt til birtingar skal greinarhöfundur skila efni hennar á tölvudisklingi, sem er merktur með nafni hans og titli greinarinnar. Öllum merktum disklingum verður skilað til eigenda sinna að notkun lokinni, sé þess óskað. — Ljósmæðrablaðið birtir greinar sem fjalla um ljósmóðurfræði eða greinar sem eiga erindi til ljósmæðra á einn eða annan hátt. Þ.e.: rannsóknir, endurskoðun og upprifjun fræðiefnis, og hugmyndafræðilega umfjöllun og hugleiðingar tengdar eða um ljósmóðurfræði. 4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.