Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Side 10

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Side 10
- Það var ekki rútína að gera gat fósturbelg. - Þó að klemma hafi verið sett seint á naflastrenginn, þá voru fá tilfelli af nýburagulu og polycytemíu. - Samdráttarlyf voru ekki gefin á þriðja stigi fæðingar og var einungis 1 post partum blæðing. Dr. T. Eskes læknir frá Hollandi var með fyrirlestur sem nefndist: „Er öruggt að fæða heima“. Hann lagði áherslu á þátt ljósmæðra í meðgöngu og fæðingu. I Hollandi fæða 33% kvenna í heimahúsi. Þar er perinatal mortalitet 1/1000 en á fæðingardeild á sjúkrahúsi er það 1/100 en þar koma inn í áhættu- meðgöngur. Hann vakti líka athygli á því að keisaratíðni í Hollandi er u.þ.b. 8% miðað við 25% í Ameríku. ( Hér á Islandi á Landsspítalanum var keisara- tíðnin 12-13% árið 1994). Hann tók það sérstaklega fram að ljósmæður í Hollandi væru vel menntaðar og vel þjálfaðar. I lok fyrirlestursins setti hann upp 2 glærur hlið við hlið um það hvað Ijósmæður halda upp á annars vegar og hvað fæðingarlæknar halda upp á hins vegar. Obstetricians loves Midwifes loves - Abnormal deliveries - Normal deliveries - Instruments - No instruments - Episiotomi - Heil spöng Við birtum glærurnar eins og þær komu fyrir. Niðurstaða þessa fyrirlesturs var sú að konur í eðlilegri meðgöngu eru ekki í meiri hættu að fæða heima en á sjúkrahúsi. Mrs. Peters, eina ljósmóðirin sem talaði í stóra salnum, sagði frá mæðradauða í þriðja heiminum (starfsheiti hennar er : Director, International Confederation of Midwifes). Hún lagði áherslu á mik- ilvægi þess að mennta fleiri ljósmæður í heiminum frekar en að eyða peningum í tól og tæki. I Nígeríu t.d. deyja árlega 75 þúsund konur í meðgöngu og fæðingu. Þar er talið að ein kona deyji á hverjum tíu mínútum og koma megi í veg fyrir 90 % þessara dauðsfalla. Strax að loknum þessum fyrirlestri stóð upp læknir frá þriðja heiminum og þakkaði hann Mrs Peters fyrir að hafa minnst á þriðja heiminn mitt í allri tækni umræðunni. Hann sagði að vandamálin væru gífurleg og af allt öðrum toga en þau sem rædd voru á þessari ráðstefnu. Dr. B. Schifrin frá Ameríku var með fyrirlestur um það „hvenær heilaskaði eigi sér stað“. Hann telur að allt að 60% tilfelli af heilasköðum gerist fyrir fæðingu og að ástæðurnar séu óþekktar. Að hjartsláttarrit þessara barna eru oftast eðlileg. Að við gætum fengið 8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.