Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 11

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 11
konu inn í fæðingu með fullkomlega eðlilegt rit en að heilaskaði hafi gerst einhverntíma á meðgöngunni. Hann sagði að ekki væri samasemmerki milli súrefnisskorts (asphyxiu) og skaða í feðingu eins og oft hefur verið haldið fram hingað til. Um það bil 35% þeirra skaða sem vitað er um er annars vegar vegna mikils þrýstings á heila t.d. ef konan er látinn rembast mikið án hvíld- ar, það gæti leitt til heilablæðingar. Og (~‘reinarhöfundar í kaffihléi á ráðstefnunni, Kristín til vinstri og Ingibjörg hægra megin. hins vegar vegna óvandaðra vin- fiubragða (malpracsis) t.d. illa lögð tong. hegar skaðinn verður hjá þessum ^5% sem eru þekktar orsakir hjá verður ^raðari hjartsláttur (tachicardía ) í ^jartsláttarritinu u.þ.b. 180 sl/mín, og ^nnkar breytileikinn (minna varia- bilitet) en ekki hæging ( dýfur eða bradicardia) á hjartslætti. Niðurstaða: Allt að 60% heilaskaða verður í meðgöngu af óþekktum orsökum. Lokahóf Á lokahófi ráðstefnunnar voru tveir fæðingarlæknar sem haft: hafa mikil áhrif á fæðingarfræðina heiðraðir. Annar þeirra var Dr. Driscoll frá írlandi sem fékk heiðursverðlaun fyrir skrif og rannsóknir um „virka“ (activa) meðferð í fæðingum. Hinn var Dr. Abramski frá ísrael sem fékk heiðursverðlaun fyrir að tengja saman fósturhreyfingar og líðan barna á meðgöngu. Hann kom því til leiðar að konur fóru að taka mark á fósturhreyfingum og jafnvel að telja þær. Þessi ráðstefna var mjög fróðleg og vönduð í alla staði. Fyrir okkur ljós- mæður frá lítilli eyju í Atlandshafi var þessi upplifun eins og að detta inn í aðra veröld. Veröld þar sem trúarbrögð setja sinn svip á þjóðlífið en í Israel búa saman múslimar, gyðingar og kristnir. Þeir segja sjálfir að þeir séu „miðja alheimsins“ (the center of the world). Kannski eru þeir það þar sem sagan gefur landinu þeirra svo mikið gildi. Ingibjörg Eiríksdóttir og Kristín J. Sigurðardóttir Ijósinmður ú fœðingardeild Landsspítalans. lJósmæðrablaðið 9

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.