Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Síða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Síða 14
Ljósmæðraþan kar í bók sinni, “Sensitive midwifery”, skrifar Caroline Flinr um þá þætti sem henni finnst að skapi nærgætna ljósmóður. En í skilgreiningunni felst að ljósmóðirin sé ekki aðeins vel að sér faglegri umönnun; greiningu, meðferð og aðgerðum, heldur einnig að hún sé fær í mannlegum samskiptum og kunni að meta hverja einstaka reynslu í starfi sem sérstæðan atburð. Þá er ekki er síður mikilvægt að ljósmóðirin viðurkenni hæfileika sína, sé meðvituð um eigin veikleika og styrk, að hún kunni að hrósa sjálfri sér og kollegum sínum fyrir vel unnin störf, og að hún fái stuðning frá öðrum. Bókinni er skipt í 16 kafla og snertir hver þeirra flöt sem snýr að ljósmóðurstörfum. Inngangurinn byrjar á umfjöllun um það sem að Ijósmæðrum snýr persónulega, þ.e. reynslu í starfi, og mikilvægi þeirra tengsla sem myndast á milli mæðra og ljós- mæðra. Caroline skrifar á léttu nótunum en með alvarlegu ívafi þó og er full ástæða til að ætla að efnið eigi ekki síður erindi til íslenskra ljósmæðra en enskra. Hér birdst fyrsti hluti af fimm þýðingum úr inngangi bókarinnar: “Mæður og ljósmæður eru samvaxnar líkt og síamstvíburar - sú reynsla sem ljósmóðirin verður fyrir hefur áhrif á konur og sú reynsla sem konur hafa að baki hefur áhrif á Ijósmóðurina. Ljósmæður þurfa að vera sterkar, blíðar og vakandi fyrir þörfum kvenna; og aðeins þá finna konur fyrir öryggistil- finningu við hina ýmsu atburði sem tengjast eða umkringja barnsfæðingu. Konan gleymir aldrei ljósmóðurinni sinni. Mörgum árum seinna man hún greinilega hvað ljósmóðirin sagði, hvað hún gerði, og hvernig hún brást við. Hvernig ljósmóðirin annast hana kann að hafa áhrif á viðhorf konunnar gagn- vart sjálfri sér, hvernig hún lítur á sjálfa 12 -------------------------------- sig sem móður, og tilfinningu hennar fyrir eigin kvenleika. Ljósmóðirin getur á sama hátt haft áhrif á manninn - hún getur stutt hann svo að hann upplifi sig sem sterkan og öruggan í sínu nýja hlutverki sem faðir, eða hún getur látið líta út eins og hann sé vandræða gripur sem sé aðeins til trafala. Ljósmóðirin er því áhrifavaldur við fæðingu nýrrar fjöl- skyldu - hún er þannig hornsteinn andlegrar líðan samfélagsins í heild. En svo ljósmæður geti veitt konum væntumþykju og umhyggju á með- göngu, í fæðingu og í sængurlegu þurfa þær sjálfar að búa við ást og umhyggju. Við vinnum á tilfinningalegu hættu- svæði. Hvert orð, hver svipbreyting, ______________________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.