Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Síða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Síða 23
F- Ljósmæður eru sér meðvitaðar um flókin samskipti fagfólks í heilbrigðis þjónustu og þær gera sér ávallt far um að greiða úr óhjákvæmilegum árekstrum. ^I-Starf ljósmæðra A- I umönnun sinni fyrir konum og fjölskyldum þeirra virða ljósmæður sjónarmið ólíkra menningarheima en reyna jafnframt að útrýma heilsuspillandi aðferðum er þar eru viðhafðar. Ljósmæður styrkja raunhæfar væntingar kvenna um barnsburð í þeirra eigin samfélagi, þó skal þess ætíð gætt að engin kona hljóti skaða af getnaði eða barnsburði. Ljósmæður nota fagþekkingu sína til að tryggja að öruggum aðferðum sé beitt við fæðingar undir öllum kringumstæðum og í öllum þjóðfélögum. Ljósmæður leitast við að sinna sálrænum, líkamlegum, tilfmningalegum og andlegum þörfum kvenna sem til þeirra leita, hverjar svo sem aðstæður þeirra kunna að vera. Ljósmæður leitast við að vera öðrum fagmönnum og fjölskyldum fyrirmyndir u® eflingu heilbrigðis kvenna á öllum aldri. Ljósmæður leitast ævinlega við að efla persónulegan, vitsmunalegan og faglegan þroska sinn sem ljósmæður. Faglegar skyldur ljósmæðra Ljósmæður viðhalda trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og virða rétt þeirra til einkalífs. Þær beita dómgreind sinni í allri meðferð trúnaðar- upplýsinga. Ljósmæður eru ábyrgar fyrir ákvörðunum sínum og athöfnum og bera ábyrgð a niðurstöðum er tengjast umönnun þeirra. Ljósmæður geta neitað að taka þátt í störfum sem ganga þvert gegn dýpstu siðferðilegu sannfæringu þeirra. Áherslan á samvisku einstaklingsins má hins Vegar ekki verða til þess að konum sé meinaður aðgangur að nauðsynlegri heil- Lrigðisþjónustu. *-Jósmæðrablaðið ___________________________________________________ 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.