Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Page 26

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Page 26
Fæðingarheimilis Reykjavikur í lok janúar opnaði Fæðingarheimili Reykjavíkur eftir nokkurt hlé en á síðas- ta ári var rekstur þess fluttur yfir til Ríkisspítala, með því skilyrði af hálfu borgarinnar að þar yrði þjónusta fyrir konur í fæðingu. Húsnæðið hefur verið endurnýjað og öll aðstaða þar bætt. Nú er þar rekin 15 rúma deild, þar af 12 rúm fyrir sængurkonur en 3 fyrir konur í fæðingu. Stöðugildi eru fyrir 8 ljósmæður, en 3 læknar frá Kvennadeild skipta með sér bakvöktum og eru kallaðir til ef með þarf. Miðað við þá starfssemi, sem nú er á fæðingar- heimilinu er mönnun ljósmæðra í algeru lágmarki. Viðtökur kvenna hafa verið jákvæðar og undirstrika, það sem margar ljósmæður hafa haldið á lofti, að konur vilji eiga um það val, hvar þær fæða börn sín. Sú nýbreytni var tekin upp að bjóða konum í viðtal á Fæðingarheimilið, hafi þær hugsað sér að fæða þar. Konunum og mökum þeirra gefst þá kostur á að skoða staðinn, setja fram sínar óskir og kynnast heirri hugmyndafræði, sem lögð er til grundvallar starfseminni. Einnig gefst þá ljósmóður tækifæri til að kynna sér mæðraskrá konunnar, en konur þurfa að uppfylla ákveðin skil- yrði til að fæða á Fæðingarheimilinu, eins og eðlileg meðganga, barn í höfuðstöðu og meðgöngulengd 37-42 vikur. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 90 konur fætt á Fæðingarheimilinu. Ljóst er af þessum fjölda að raunhæft er að áætla, að um 50 konur kjósi að fæða á Fæðingarheimili Reykjavíkur á mánuði. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að loka Fæðingarheimilinu í um 8 vikur í sumar, og mun það taka töluverðan tíma í haust að ná starfseminni í samt lag aftur. Ljósmæður á Læðingar- heimilinu eru því afar ósáttar við þessa ákvörðun og telja að farsælla hefði verið að loka í lengri tíma á Sængur- kvennadeildum Landsspítalans til að mæta þeim niðurskurði, sem fyrir- hugaður er. 24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.