Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Síða 6

Freyr - 01.03.2000, Síða 6
Ritstjórnargrein Nýr sauðfjársamningur Búnaðarþing 2000 var haldið dagana 5.-11. mars sl. Fyrir þingið var lagður samningur um framleiðslu sauðfjárafurða árin 2001- 2007, sem fulltrúar ríkisins og bænda hafa verið að vinna að frá því á síðasta ári, en núgildandi samn- ingur rennur út um nk. áramót. Ljóst er að á síðustu árum hafa sauðfjárbændur verið ein allra tekju- lægsta stétt hér á landi. Síðast var gerður sauðfjár- samningur ríkis og bænda árið 1995. Með honum var skilið milli framleiðslu og beingreiðslna en einn- ig tókst með þeim samningi að losna við miklar birgðir kindakjöts sem upp höfðu safnast. I kjölfar þess hækkuðu laun sauðfjárbænda á árunum 1996 og 1997, m.a. vegna hækkunar á gæðuverði. Síðan gerðist það að verðhrun varð á gærum framleiðslu- árið 1998-'99, jafnframt því sem verð á ull lækkaði. Þá hefur neysla á kindakjöti hér á landi dregist enn saman, þó að hægt hafi á þeirri þróun, og það hefur leitt til meiri útflutnings. Hver eru þá meginatriði nýs sauðfjársamnings? Þar má fyrst nefna að stefnt er að því að ríkið kaupi upp 45.000 ærgilda greiðslumark. Þetta er gert ann- ars vegar til að draga nokkuð úr framleiðslu og hins vegar til færa stuðninginn á færri hendur. Frá 1. janúar árið 2004 verður síðan gefin frjáls sala á greiðslumarki. Ætla má að nokkur hópur bænda, sem sér ekki framtíð sinni borgið í þessari búgrein, nýti sér þetta tilboð. í öðru lagi verða veittar kr. 60 millj. á ári í svokall- aðar jöfnunargreiðslur sem ætlaðar eru til að bæta stöðu þeirra sem náð hafa góðum árangri í greininni, mælt í afurðum á hvert ærgildi. Segja má að með því móti sé verið að stuðla að því að þeir sem lagt hafa sig fram í þessum búskap haldi áfram fremur en þeir sem lélegri árangri ná og/eða búa við lélegri skilyrði. í þriðja lagi verður frá árinu 2003 greitt sérstak- lega fyrir gæðastýringu á framleiðslunni. Með því er verið að koma til móts við þá þróun sem nú á sér stað í mörgum löndum að votta uppruna varanna og reis upp í kjölfar ýmissa alvarlegra áfalla í búvöru- framleiðslu, svo sem kúariðu, díosínmengunar og notkunar skólps í fóður. Þó að íslenskar búvörur hafi gott orð á sér fyrir hreinleika og hollustu mun vottun á framleiðsluferlinum styrkja stöðu þeirra, auk þess sem áföll geta orðið hér á landi í fram- leiðslunni eins og annars staðar. Nokkur umræða hefur orðið um nýjan sauðfjár- samning í fjölmiðlum þar sem því er m.a. haldið fram að hætta eigi opinberum stuðningi við sauðfjár- rækt, jafnvel að opinber stuðningur sé meinsemd sem dragi greinina niður, valdi fátækt meðal fjár- bænda og komi í veg fyrir að hinir duglegu og hæfu fái að njóta sín. Ein slík grein er m.a. birt sem rit- stjómargrein í Morgunblaðinu 15. mars sl. Fyrstu viðbrögð við slíkum skrifum em að betur að satt væri. Gaman væri að geta leyst vanda sauðíjár- ræktarinnar með því að segja mönnum aðeins að sýna dáð og dug. Á því em hins vegar ýmsir meinbugir. Þar má nefna að innflutningsverð á byggi hefur lækkað um þriðjung sl. fimm ár, þvert ofan í skuldbindingu GATT- samninga frá árinu 1995, auk þess sem innlendar álögur á þennan innflutning hafa einnig lækkað. í öðm lagi em opinberir styrkir til sauðijárræktar í ná- lægum löndum, sem við bemm okkur helst saman við, jafnháir eða hærri en hér á landi og má þar nefha lönd ESB, Noreg og Sviss. Þá er vert að geta þess að styrkir til landbúnaðar em hin almenna regla um mestallan hinn vestræna heim. í Mekka hins ftjálsa ffamtaks, Bandaríkjunum, vom á síðasta ári veittir 1600-1700 milljarðar króna í styrki til bænda og reiknað er með að upphæðin verði vemlega hærri á þessu ári. Enn má nefna að miklar áhyggjur em hér á landi yfir fækkun fólks á landsbyggðinni en fjölgun á höf- uðborgarsvæðinu. Oft hefur komið fram að sauð- fjárrækt er undirstaða byggðar þar sem strjálbýlast er. Mikil menningarverðmæti era í húfi, tengd sögu, ömefnum og mannvist, allt frá landnámi íslands, að þessi byggð lifl áfram. Margt er þar um tilfinninga- leg verðmæti að ræða sem peningamælikvarði verð- ur ekki lagður á en em jafngild fyrir það. Peninga- verðmæti em þar þó einnig vemleg, þar sem er áframhaldandi nýting mannvirkja til hefðbundinna nota sem og til ferðaþjónustu. Utgjöld ríkisins vegna sauðfjársamnings næstu sjö ár liggja fyrir en útgjöld þjóðarbúsins og tekjumissir ef sauðfjársamningur hefði ekki verið framlengdur er óþekkt en veruleg upphæð og liggja þá hin tilfinn- anlegu verðmæti milli hluta. Síðan má spyija hvort sá tími renni ekki upp aftur að meira jafnvægi komist á framboð og eftirspum eftir mat, sem framleiddur er við hreinustu og heilnæmustu skilyrði sem völ er á? M.E. 6 - FREYR 2/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.