Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 11
2. Emil Sigurjónsson. Ræðumað- ur þakkaði í fyrstu framlagðar skýrslur og gögn. Með yfirtöku Bændasamtakanna á verkefnum Framleiðsluráðs taldi hann bændur loks vera að sjá áþreifanlegan árangur af því verki sem hófst þeg- ar Stéttarsamband bænda og Bún- aðarfélag íslands voru sameinuð ár- ið 1995. Honum leist vel á hið nýja skipurit samtakanna og kvað aug- ljóst að í það hafi verið lögð mikil vinna. Hann fjallaði því næst um tryggingagjaldið og taldi óásættan- legt að bændur þyrftu að greiða svo hátt gjald miðað við þau réttindi sem á móti koma. Mjög hefur nú miðað í rétta átt með jöfnun náms- kostnaðar, en þar hækkuðu framlög um 50% á milli ára og bera að þakka það, en betur má ef duga skal. Bændur geta ekki leyft sér að hækka verðlag búvara eftir þörfum eins og tíðkast víða í þjóðfélaginu, ekki síst hjá ýmsum þjónustufyrir- tækjum. Sauðfjárbændur gera sér almennt grein fyrir því að ekki verður hægt að sækja afkomubata í hækkun á verði kindakjöts. Þá fagnaði hann þeim samningi sem Bændasamtökin hefðu gert við VÍS um landbúnaðartryggingar og taldi að vel hefði tekist til þar. Nýr sauð- fjársamningur þarf að fela í sér sátt á milli margra andstæðra sjónar- miða. Astæður þess að hallað hefur undan fæti í afkomu sauðfjárbænda að undanfömu em fyrst og fremst hmn gæruverðs og samdráttur í neyslu kindakjöts sem haft hefur í för með sér nauðsyn á hækkun út- flutningsprósentunnar. Hann kvaðst vera talsmaður fijáls framsals bein- greiðsluréttar því að innan kerfisins verði að vera sveigjanleiki sem geri bændum kleift að nýta sér þau sóknarfæri sem bjóðast. Grisjun fólks í sveitum landsins mun halda áfram hvort sem okkur líkar betur eða verr og það er óvefengjanleg staðreynd að sauðfjárbændur em alltof margir að framleiða alltof lít- ið hver eining. Greinin verður að fá að þróast á eigin forsendum og ekki gengur stöðugt að reyna að mið- stýra hveijir búa eiga með sauðfé og hveijir ekki. Þeir sem era með betur rekin bú eiga að hafa mögu- leika til að stækka bú sín. Frekari fækkun bænda eykur hins vegar fé- lagslega erfiðleika, sérstaklega hvað varðar fjallskil. Að lokum kvaðst hann vonast til þess að það tækist að ganga frá samningi fljót- lega þannig að búnaðarþing geti fjallað um hann nú því við emm að falla á tíma. 3. Arnór Karlsson. Ræðumaður þakkaði í fyrstu fýrir þann heiður sem Biskupstungnamönnum hafi verið sýndur með því að fá bama- kór sveitarinnar til þess að troða upp á setningarhátíð þingsins. í því felst mikil uppörvun fyrir kórinn sem er ein af forsendum þess að hægt sé að viðhalda slíkri menn- ingu til sveita. Þá fjallaði hann um skipulagsbreytingar þær á starfsemi Bændasamtakanna sem nú væri verið að koma í kring og lagði áherslu á að kynna þurfi starfsemi og starfsfólk samtakanna vel og rækilega úti á meðal bænda. Lagði hann til að heilu tölublaði Freys verði varið til þessa verkefnis þar sem hver og einn starfsmaður sam- takanna og starfssvið hans verði kynnt fyrir bændum. 4. Guðmundur Lárusson. Ræðu- maður benti í fýrstu á að hann hafi áður vakið athygli á því að Bænda- samtökin þurfi að reyna að verða sýnilegri og skapa sér fastari sess í þjóðfélaginu en verið hefur. I því sambandi verðum við að líta til þess hvað önnur sambærileg sam- tök hafa verið að aðhafast að und- anfömu, en þau hafa mörg hver verið að ráða til sín reynda frétta- menn til þess að freista þess að skapa samtökum sínum jákvæðari ímynd í samfélaginu. Bændasam- tökin verða að sækja fram og hætta að spila með 10 menn í vöm og einn í marki, enda engin ástæða fýrir þau að vera með neina minni- máttarkennd og halda sig til hlés. Yfirtaka verkefna Framleiðsluráðs var rökrétt framhald í því samrana- ferli sem samtök bænda hafa verið að ganga í gegnum undanfarin ár og þó að sú 15 milljón króna lækkun búnaðargjaldsinnheimtunn- ar, sem henni fylgir, skipti ekki sköpum fyrir þá bændur er það þó mjög táknræn aðgerð. í mjólkur- framleiðslunni á sér nú stað meiri þróun en menn hafa séð um langa hríð. Mikil þróun á sér stað í bygg- ingum og tækni við gjafir og mjalt- ir, sem auðveldar fáu fólki að sjá um stór bú. Mjaltaþjónn er nú kominn í gagnið á tveimur búum, en líta má á tilkomu hans sem fyrsta skrefið í þá átt að gera bændur að stjómendum frekar en vinnumönn- um. Þá era nú til fjós þar sem nægir að gefið sé einu sinni í viku, en slíkt hefðu menn talið óhugsandi fyrir örfáum áram. Kúabændur gera sér núorðið almennt grein fyrir því að ekki verður hægt að verðleggja mjólkina mikið hærra til neytenda, ekki síst þar sem samkeppni vex stöðug með auknum innflutningi. Því reyna menn að auka tekjur sínar með því að framleiða fleiri lítra og þar af leiðandi er ljóst að framleið- endum mjólkur mun halda áfram að fækka á næstu áram. Það er mark- aðurinn sem ákvarðar kvótaverðið og ekki má grípa þar inn í með handstýringu. Búvörusamningurinn er sú umgjörð sem kúabændum er sköpuð um rekstur og ekki á að vera að fikta neitt með það. 5. Jón Benediktsson. Ræðumaður lýsti í fyrstu ánægju sinni með setn- ingarathöfn þingsins. Hann kvað bændur láta illa af kjöram sínum og versnandi afkomu. Eiginfjárstaða landbúnaðarins fer hraðversnandi. Ýmsir bændur hafa tekið þann kostinn að fara út í vélakaup og framkvæmdir þegar þar var að komið að því varð ekki lengur frestað. Kvað hann þetta vera ískyggilega þróun, en segja má að ýmsar greinar íslensks landbúnaðar séu í raun gjaldþrota. Vonaðist hann til að það sama myndi ekki henda þær greinar hans sem enn FREYR 2/2000- 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.