Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 7

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 7
Búnaðarþing 2000, kaflar úr fundargerð Samkvœmt kvaðningu stjórnar Bœndasamtaka * Islands, dagsettri 29. desember 1999, kom Búnaðarþing til fundar sunnudaginn 5. mars kl. 14:00. Setningarfundur fór fram í Súlnasal Hótel Sögu í Bœndahöllinni Búnaðarþing sett Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka Islands, setti þingið og bauð velkomna Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Guðna Ágústs- son, landbúnaðarráðherra, og frú, Pál Pétursson, félagsmálaráðherra, og frú, þingfulltrúa og gesti. Hann færði þinginu síðan kveðjur forseta íslands, hr. Ólafs Ragnars Gríms- sonar, sem gat ekki verið við við- staddur setningu búnaðarþings sök- um anna. Hann minntist síðan látinna for- ystumanna bænda, þeirra Jens Guð- mundssonar, bónda og fyrrverandi skólastjóra á Reykhólum, sem lést 29. september 1998, Össurar Guð- bjartssonar, bónda á Láganúpi í Rauðasandshreppi, sem lést 30. apríl 1999, og Jóns Snæbjömsson- ar, bónda í Mýrartungu í Reykhóla- sveit, sem lést 24. janúar sl. Ávarp Ara er að öðm leyti birt annars staðar í blaðinu. Ávarp landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar Ráðherra hóf mál sitt með því að lesa fjögur erindi úr ljóði Matthías- ar Jóhannessens, skálds og ritstjóra, er ber heitið Fögnuður, úr ljóðabók- inni „Fagur er dalur“ og lýsir þrá þjóðarinnar eftir vorinu að loknum hörðum vetri. Hann benti á í því sambandi að nauðsynlegt væri hverjum og einum að þekkja upp- mna sinn. Landbúnaðurinn verður að vera sýnilegur þátttakandi í þjóðmálaumræðunni, okkur ber F.h.: Sigurgeir Þorgeirsson, framkvœmdastjóri, og kona hans Málfríður Þórarinsdóttir, við hlið hennar Davíð Odds- son, forsœtisráðherra. Móti þeim sitja Ari Teitsson, fonnaður BÍ, og kona hans Elín Magnúsdóttir. (Freysmynd). FREYR 2/2000 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.