Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 13

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 13
hennar yrðu bændum send heim þar til gerð eyðublöð sem þeir skráðu sjálfir upplýsingamar á. Auk þess verði vandað betur til vorskoðunar forðagæslumannanna. Bjargráða- sjóður hefur haft efasemdir um að þetta kerfí geti nýst honum við út- reikninga hans, en það hlýtur að vera hægt að finna lausn á því máli. Það má alls ekki bæta þeim klafa á búnaðarsamböndin að fela þeim umsjón forðagæslunnar, ráðunautar þeirra þurfa að sinna nægilega mörgum slíkum verkefnum sam- kvæmt lögum. Hlutverk ráðunaut- anna er að ráðleggja sem fagmenn um fóðrun en sveitarfélögin bera ábyrgð á forðagæslunni. Þá stang- ast það á við stjómsýslulög ef ráðu- nautum búnaðarsambandanna er gert að koma að málinu á mörgum stigum. Best væri að kerfinu verði breytt á þann veg að eftirlitsmönn- um verði fækkað og þar með aukin fjarlægðin aukin á milli bóndans og eftirlitsmannsins til að draga úr áhrifum af persónulegum sambönd- um þeirra. Þá fjallaði hann um Þjóðlendumálið sem hann kvað vera mikinn happafeng fyrir lög- fræðingastétt landsins. Það væri að sumu leyti kostur hvað kröfugerð- amefnd ríkisins hafi farið af stað með miklu offorsi, en í því gæti fal- ist ákveðin herkænska. Stjóm Bændasamtakanna hefur lagt fyrir þingið drög að ályktun um málið, en það er algjört gmndvallaratriði að kröfur ríkisvaldsins vegna Ár- nessýslu verði dregnar til baka og ríkið leggi fram kröfugerð sína fyrir landið allt áður en lengra verður haldið. Að síðustu fjallaði hann um væntanlegan sauðfjár- samning og kvaðst ekki hafa séð þá hagræðingu sem í þvf fælist að leyfa frjálst framsal á beingreiðslu- rétti. Hann benti á að sá gmnd- vallarmunur væri á mjólkursamn- ingi og sauðfjársamningi að hinum fyrrnefnda fylgdi framleiðslu- réttur. Það þarf ekki nema 500-600 sauðfjárbændur til þess að full- nægja þörfum markaðarins, en gmnnurinn að stuðningi ríkisvalds- ins við búgreinina er viðhald byggðar í dreifbýli landsins. 7. Kristján Ágústsson. Ræðumað- ur þakkaði í fyrstu fyrir myndarlega setningarathöfn. Ef marka má orð landbúnaðarráðherra þá á landbún- aðurinn mikinn stuðning á meðal ráðamanna þjóðarinnar. Hann taldi þær skipulagsbreytingar sem Bændasamtökin væm nú að ganga í gegnum vera þarfar, en tíminn einn myndi leiða í ljós hveiju það skil- aði. Þá fjallaði hann um væntanleg- an sauðfjársamning og taldi að þær tölur sem nefndar hefðu verið í sambandi við uppkaup bein- greiðsluréttar ekki vera uppörv- andi. Lyfta verður Grettistaki í líf- eyrissjóðsmálum bænda, því að ljóst er að það lifir enginn af 25 þúsund krónum á mánuði í dag. Þá verður að einfalda það ferli sem bændur þurfa að fara í gegnum við búháttabreytingar, s.s. stofnun fé- lagsbúa, og stytta verður þann tíma sem það tekur að fá svör frá Lána- sjóði landbúnaðarins. Þokast hefur í rétta átt með kjötmatið en ennþá er langt í land með að viðunandi árangri sé náð. Að síðustu þakkaði hann fyrir samning þann sem gerð- ur hafi verið við VIS um landbún- aðartryggingar en benti bændum jafnframt á að kanna hvaða kjör önnur tryggingafélög biðu áður en þeir tækju ákvarðanir um trygg- ingamál sín. 8. Bjarni Guðráðsson. Ræðu- maður hóf mál sitt með því að þakka fyrir framlagðar skýrslur og gögn og virðulega setningarathöfn. Taldi hann stjóm samtakanna hafa unnið gott starf við þær skipulags- breytingar sem samtökin væm nú að ganga í gegnum. Hann gerði síð- an að umtalsefni breytingartillögu við samþykktir samtakanna sem síðasta búnaðarþingi hafi vísað til stjómar, sem kvað á um fækkun fulltrúa á búnaðarþingi og í stjóm. Stjómin hefur hins vegar ekki tekið tillit til hennar í drögum sínum nú og því áskildi hann sér rétt til að bera hana upp aftur. Fram hafa komið hugmyndir um að stytta þingtímann, sem myndi skila sama árangri hvað spamað varðar, en slíkt gæti hins vegar komið niður á hversu vönduð umfjöllun þingsins geti orðið. Bændur sváfu á verðin- um við samningu hálendislaganna á sínum tíma, en í þeim efnum verð- um við að veijast með kjafti og klóm. Þá fjallaði hann um málefni leiguliða í bændastétt og hvað Bændasamtökin hafa bmgðist skyldu sinni við þá. Þegar leiguliði stendur upp af bújörð, og hefur t.d. í gegnum 1-2 ættliði lagt allt sitt í framkvæmdir á jörðinni, sem hafa skapað grundvöllinn fyrir þann framleiðslurétt sem henni fylgir, viðurkenna dómstólar ekki hlut- deild viðkomandi í þeim verðmæt- um sem í framleiðsluréttinum fel- ast. Nýgenginn er Hæstaréttardóm- ur í slíku máli, þar sem Ieiguliða var ekki dæmd hlutdeild í fram- leiðslurétti viðkomandi jarðar þó að óumdeilt væri að hann hafi að vem- legu leyti skapað þau verðmæti sem framleiðslurétturinn grundvallaðist á. Sem betur fer hafa flestir jarðeig- endur hins vegar litið á það sem sjálfsagðan hlut að bóndinn eigi að njóta þess sem tilheyrir þeim fram- kvæmdum sem hann stóð að á jörð- inni. Þá fjallaði hann um búfjáreft- irlitið og benti á að nú væm komnir til sögunnar sérstakir eftirlitsdýra- læknar til að meðhöndla þau mál sem upp kæmu. Færa þarf forða- gæsluna frá bændunum sjálfum því að nálægðin og kunningsskapurinn gerir mönnum erfitt um vik í þess- um efnum. Þetta gerist að nokkm leyti af sjálfu sér með sameiningu sveitarfélaga. Sveitarfélögin bera ábyrgð á forðagæslunni, en jafnan hefur of seint verið bmgðist við þegar upp koma tilfelli um vanfóðr- un og slæma meðhöndlun búfjár. Hann fjallaði því næst um hug- myndir um innflutning á norskum kúm til blöndunar við þær íslensku og benti á að nýverið hafi komið fram ný sjónarmið í málinu sem gæfu tilefni til þess að Bændasam- FREYR 2/2000- 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.