Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Síða 23

Freyr - 01.03.2000, Síða 23
/ Avarp formanns BI Ara Teitssonar við setningu búnaðarþings 2000 að ár sem nú líður er að því leyti sérstakt að það er í senn ár aldamóta og árþúsunda- skipta. Slík tímamót gefa tilefni til hugleiðinga jafnt um fortíð, nútíð og framtíð. Heimildir segja okkur að í landbúnaði hafi skipst á skin og skúrir á liðnu árþúsundi. Finna má frásagnir af ríkulegum nægtabrunnum landsins þar sem smjör draup af hverju strái, og jafnvel þreifst blómleg akuryrkja. Sagnir eru þó fleiri um hið gagnstæða og ber þar e.t.v. hæst frásagnir af harðindum á 18. öld þar sem saman fór köld veðrátta og eldvirkni. Þannig virðast náttúruöflin hafa ráðið mestu um búsetuskilyrði, annars vegar breytilegt hitafar, þar sem hafísinn, landsins fomi fjandi, var glöggur mælikvarði og hins vegar eldvirkni með öskufalli, hraunrennsli og eitruðum lofttegundum, sem varð fólki og fénaði beint og óbeint að fjörtjóni. Þótt búskaparhættir hafi breyst er hefðbundinn landbúnaður sem fyrr háður veðri og vindum og þær ár- ferðissveiflur, sem sagan greinir frá, hefðu enn í dag mikil áhrif á landbúnaðinn. I ljósi þessa hljótum við að taka þátt í umræðu um það hvemig draga má úr hættu á loftslagsbreyt- ingum af manna völdum og þurfum einnig að leggja okkar af mörkum í fyrirbyggjandi aðgerðum. Við emm smá og veikburða í glímunni við veðurfarið en þó enn smærri andspænis náttúmöflunum þegar jarðeldar em uppi eins og gjaman segir í sögu liðins árþús- unds. Þá var og er enn fátt til vam- ar. Annar afgerandi þáttur í landbún- aði liðins árþúsunds em viðskipta- hættir, bæði innanlands og ekki síð- ur við aðrar þjóðir. Þá virtist hagur landbúnaðar bestur þegar forræði landsmanna sjálfra var mest í við- skiptum, en þrengdist með erlendu valdboði. Það ættum við að hafa hugfast í umræðum um nánari tengsl við Evrópusambandið og einnig í komandi samningum Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar um búvömviðskipti. Þótt vissulega sé rætt um að opna viðskiptaumhverf- ið kennir sagan okkur að í viðskipt- um ríkja í milli er ekki sjálfgefið að hagsmunir þeirra smæstu séu virtir. Við getum þannig án efa dregið ýmsar ályktanir af þúsund ára sögu íslensks landbúnaðar. Jafn ljóst er að meiri breytingar hafa orðið í íslenskum landbúnaði síðustu 100 ár en á 900 ámm þar á undan. Breytingar síðustu áratuga hafa flestar byggst á tækniþróun og notkun vísinda í þágu landbúnaðarins. Meginmark- miðið hefur verið aukin afköst og árangurinn raunar mældur í framleiðniaukningu og fækkun starfa í landbúnaði. Þannig voru mjólkurframleiðendur um 1800 árið 1985 en um 1120 við nýliðin áramót og framleiðendum sauðfjáraf- urða hefur fækkað um 35 % eða nálægt 1200 á sama tímabili. Búum, sem framleiða svínakjöt, kjúkl- inga eða egg, hefur þó fækkað hlutfallslega enn hraðar. Náðst hefur að lækka fram- leiðslukostnað flestra búvara svo að neytandinn ver nú nálægt 15% af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvöm í stað 25% um 1960. Tekjur bænda hafa ekki aukist að sama skapi og raunar lækkað á síð- asta áratug í samanburði við laun annarra þjóðfélagsþegna. Vinnu- umhverfí bænda hefur hins vegar Ari Teitsson, formaður Bœndasamtaka íslands. FREYR 2/2000 - 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.