Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 41

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 41
lagaákvæði og var lögum um brunatryggingar breytt sl. vetur með lögum nr. 34/1999. Tvær breytingar, sem að þessu lúta, voru gerðar á 2. grein laganna. I fyrst lagi var sett inn ákvæði sem segir: „Skal matið taka tillit til þeirra efnislegu verðmæta húseignarinnar sem eyðilagst geta af eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu til- liti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar að öðru leyti“. Hins vegar kom inn eftirfarandi ákvæði: „Fasteignamati ríkisins er heimilt að lækka vátry'ggingaríjár- hæðir húseigna (bmnabótamat) sem em í lélegu ástandi og hafa lítt eða ekki verið í notkun ffá því sem bmna- bótamat þeirra hefði ella orðið skv. 1. mgr. Heimild þessi verður því aðeins nýtt að fyrir liggi staðfesting sveitar- stjómar á ástandi eignar og notkun og að hún geri ekki athugasemdir við að mat verði lækkað“. Þrátt fyrir að nú sé u.þ.b. ár liðið frá því að lög þessi vom sett hefur enn ekki hafist endurmat á þeim eignum sem um er að ræða, og telur búnaðarþing það óviðunandi að ekki skuli unnið hraðar að þessu máli. Samþykkt samhljóða. Kjaramál bænda Búnaðarþing 2000 telur brýnt að almenn rekstrarskilyrði landbúnað- arins verði bætt. Þingið felur stjóm BI að vinna að framgangi eftirtal- inna markmiða í samvinnu við þá aðila sem í hlut eiga. 1. Stuðningur stjómvalda viðland- búnaðinn taki mið af legu lands- ins og því hve landbúnaðurinn gegnir stóru hlutverki sem kjöl- festa dreifðrar búsetu í landinu. 2. Álögum á landbúnaðinn sé stillt í hóf og óréttlát skattheimta af- lögð. 3. Tryggja þarf að vinnsla og mark- aðssetning búvöru verði með sem hagkvæmustum hætti og leggja þarf aukna áherslu á frek- ari hagræðingu hjá afurðastöðv- um bænda með fækkun þeirra og aukinni samvinnu. 4. Kappkostað verði að aðföng til landbúnaðar fáist á sem hagkvæm- ustum kjömm m.a. með auknum útboðum og magninnkaupum á rekstrarvömm til landbúnaðar. 5 Leiðbeiningaþjónustan og bún- aðarskólarnir verði í auknum mæli virkjaðir til endurmenntun- ar bændastéttarinnar. í því sam- bandi er sérstaklega bent á þá tæknilegu möguleika sem felast í fjarfundabúnaði og intemeti. 6. Stoðkerfí landbúnaðarins verði tekið til endurskoðunar hvað kostnað og þjónustustig varðar. 7. Auka þarf kynningarstarf á veg- um Bændasamtaka Islands og búgreinafélaga og skapa með því stéttinni þjóðholla ímynd í hug- um landsmanna. Samþykkt samhljóða. Skattamál bænda Búnaðarþing 2000 beinir því til stjómar BI að vinna að leiðréttingu á skattamálum bændastéttarinnar. Þar verði eftirtalin atriði m.a. tekin til umfjöllunar: 1. Að lækka skattmat á heimanot- uðum afurðum til samræmis við afurðastöðvaverð. 2. Að fylgja fast eftir kröfu um breytingu á skattareglum þess efnis að þegar bóndi kaupir grip á hærra verði en skattmat, fáist mismunurinn færður sem gjöld á skattframtali. Samþykkt samhljóða. Skuldbreyting hjá Lánasjóði landbúnaðarins Búnaðarþing 2000 felur stjóm Bændasamtaka íslands að leita eftir við landbúnaðarráðherra og Lána- sjóð landbúnaðarins að aðstæður verði skapaðar til að sjóðurinn geti skuldbreytt lausaskuldum bænda í föst lán til lengri tíma. Jafnframt verði stuðlað að aukinni rekstrar- ráðgjöf til viðkomandi bænda. Samþykkt samhljóða. Rafmagnsmál í sveitum Búnaðarþing 2000 leggur áherslu á eftirtalin atriði er varða raforku- mál. 1. Lögð verði áhersla á lagningu þriggja fasa rafmangs sem víðast um sveitir landsins. 2. Leitast verði við að auka öryggi í orkudreyfíngu m.a. með lagn- ingu jarðstrengja og markvissara viðhaldi á eldri línum þar sem öðm dreyfíngarkerfí verður ekki við komið. 3. Eftirlit með heimtaugaspennum verði aukið til að tryggja betur en nú er gæði þeirrar orku sem bændur kaupa. Samþykkt samhljóða. Málefni loðdýraræktar Búnaðarþing 2000 fagnar þeim árangri sem náðst hefur á sviði fóð- urgerðar og leiðbeiningaþjónustu í loðdýrarækt. Þingið telur mjög mikilvægt að góð samstaða náist um að tryggja hagsmuni greinarinnar svo hún geti orðið raunhæfur valkostur í at- vinnulífi sveitanna. í ljósi framangreindra markmiða telur Búnaðarþing nauðsyn á eftir- töldum aðgerðum loðdýraræktinni til stuðnings. 1. Loðdýraræktinni verði tryggður stuðningur til allt að 5 ára. Við það sé miðað að þar verði um hliðstæðan stuðning að ræða og gerist í samkeppnislöndunum. 2. Unnið verði áfram að því verk- efni að tryggja vandaða fóður- gerð og fóðureftirlit. 3. Leiðbeiningaþjónustan við greinina verði efld og sérstök áhersla lögð á öfluga rekstrar- ráðgjöf. 4. Unnið verði skipulega að hag- ræðingu í rekstri fóðurstöðva, þeim fækkað frá því sem nú er og leitast við að koma upp skil- virkri framleiðslustjórn og gæðaeftirliti. 5. Flutningar á fóðri verði endur- skipulagðir og skilgreint þjón- ustusvæði hverrar fóðurstöðvar. FREYR 2/2000 - 41

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.