Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Síða 30

Freyr - 01.03.2000, Síða 30
menna, en æskilegt er að þetta verði kannað nánar. Samþykkt samhljóða. Fagráða- og búfjárræktarnefnd Leiðbeiningaþjónustan - skipulag hennar og kostun A. Búnaðarþing telur óhjákvæmi- legt að ráðgjafaþjónusta búnað- arsambandanna miðist sem mest við þarfir einstakra bænda og sé veitt á markaðslegum forsendum þar sem til viðbótar ríkisstuðn- ingi við starfsemina komi í meira mæli greiðslur frá notend- um þjónustunnar og þess í stað verði búnaðargjald lækkað. B. Búnaðarþing felur nefnd þeirri sem skipuð var í kjölfar ályktun- ar síðasta búnaðarþings „um lækkun búnaðargjalds" að starfa áfram og Ijúka verkefni sínu. Það felst meðal annars í því að forgangsraða verkefnum búnaðar- sambandanna og skilgreina hvaða ráðgjafarverkefnum búnaðargjald og ríkisframlag standi undir. Bændasamtökin semji viðmið- unargjaldskrá fyrir þá þjónustu sem búnaðargjald og ríkisfram- lag standa ekki fyrir. Þá felur þingið nefndinni að hlutast til um það við fagráð einstakra búgreina og stjómir búgreina- sambanda að þau geri hvert fyrir sig grein fyrir því hvaða ráðgjafaþjónustu þau óska eftir af hálfu búnaðarsambandanna, hvaða grundvallarbreytingar þau vilji gera á þessari þjónustu og hvemig hún verði fjármögnuð. Jafnffamt áætli tilgreindir aðilar hvert umfang ráðgjafaþjónustunnar verði miðað við það fyrirkomulag sem þeir kjósa. Þessar upplýsingar hggi fyrir á þessu ári. Þær tillögur verði síðan gmnnur að breytingum á fjármögnun ráðgjafastarfsem- innar. Samþykkt samhljóða. Leiðbeiningaþjónustan - skipulag hennar og kostun Búnaðarþing 2000 samþykkir að beina því til stjómar BÍ að vinna að samþættingu tölvukerfis Bænda- samtakanna og tölukerfa búnaðar- sambanda/leiðbeiningamiðstöðva með það að markmiði að það vinni saman sem ein heild og auðveldi og einfaldi aðgengi ráðunauta og bænda að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar em til að halda uppi öflugri leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Jafnframt verði haft að markmiði að allur innsláttur gagna sé mögulegur hjá búnaðarsambönd- um/leiðbeiningamiðstöðvum. Með þessum hætti verði tryggð sem jöfnust vinnuaðstaða ráðunauta hvort sem þeir em staddir hjá BI í Reykjavík eða búnaðasambandi/- leiðbeiningamiðstöð úti á landi. Með þessu verða opnaðir mögu- leikar á að flytja ákv. störf sem unn- in em hjá BÍ í Reykjavík úti á land s.s. ýmis skráningastörf og með því skotið styrkari stoðum undir búnað- arsambönd/leiðbeiningamiðstöðvar og tryggð betri nýting starfsfólks og skilvirkari vinnubrögð. Við slíka tilfærslu verði tryggt að tekjur fylgi flutningi verkefna. Eðlilegt er að leitað verði til Byggðastofnunar og /eða Fram- leiðnisjóðs við fjármögnun verk- efnisins í upphafi enda er hér aug- ljóslega um mikið byggðamál að ræða og í takt við stefnu stjómvalda um tilflutning starfa úti á land. Samþykkt samhljóða. Endurskoðun búnaðarsamnings Við endurskoðun á Búnaðarsamn- ingi, sem ffam á að fara árið 2000, leggur Búnaðarþing 2000 til að tekið verði tillit til eftirfarandi atriða: 3. gr. Leiðbeiningastarfsemi Að skoðað verði hvort það fé sem samningurinn ætlar til leiðbeining- arstarfseminnar standi undir þeim verkefnum sem krafist er af búnað- arsamböndunum og úr því bætt ef svo reynist ekki vera. 9. gr. Framlög ríkisins til búfjárræktar Búnaðarþing telur nauðsynlegt að gerð verði grein fyrir kostnaði við kynbótastarfið í hveni búgrein, bæði hjá Bændasamtökum íslands og hjá búnaðarsamböndunum. Þessi grein- ing liggi fyrir á allra næstu mánuð- um. Kynbætur em langtíma fjárfest- ing í verðmætari gripum og af eðh starfsins leiðir að mjög nauðsynlegt er að þátttaka bænda í kynbótastarf- inu sé almenn. Sá mikh samdráttur sem orðið hefur í framlögum til kúasæðinga, stefnir þátttökunni og árangrinum í hættu. Leiðrétting á þessum Uð er forgangsverkefni og farið er ffam á að rekstrarffamlög til kúasæðinga verði hækkuð í 20 mihjónir þegar á þessu ári. 10. gr. Þróunarverkefni - jarðabætur á lögbýlum 1. flokkur Endurræktun lands og/eða aðrar aðgerðir þ.m.t. á garðlandi o.s.frv. 2. flokkur a) Kaup á kolsýrumælum. Fram- lag verður allt að 50% af kaup- verði mælis, þó að hámarki 100.000 kr. b) Tölvubúnaður til loftslagsstýr- ingar. Framlag verður allt að 50% af kaupverði búnaðar, þó að hámarki 300.000 kr. c) Áburðablandari. Framlag verður allt að 50% af kaupverði tækis, þó að hámarki 300.000 kr. d) Kælibúnaður í geymsiur. Framlag verður allt að 50% af kaupverði búnaðar, þó að há- marki 500.000 kr. e) Reykskynjarar í gróðurhús- /pökkunarhús/kæligeymslur- /vélageymslur. Framlag verður allt að 50% af kaupverði hvers 30 - FREYR 2/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.