Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 34

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 34
12. grein Búnaðarþing skal kjósa þriggja manna yfirkjörstjóm sem skal hafa yfirumsjón með kosningu þingfull- trúa. Yfirkjörstjóm skal kosin sama ár og stjómarkjör fer fram og er kjörtímabil hennar það sama og stjómar. 13. grein Kosning fulltrúa búnaðarsam- banda til búnaðarþings skal fara fram með eftirfarandi hætti: 1. Á því ári sem kjósa skal til bún- aðarþings skal stjóm búnaðar- sambands halda aðalfund fyrir 1. september og auglýsa hann með 8 vikna fyrirvara. 2. Eigi síðar en 12 vikum fyrir að- alfund á kosningaári skal leggja fram félagatal sambandsins. Fé- lagatalið liggi frammi í 4 vikur og skal stjóm búnaðarsambands auglýsa tryggilega hvar það er lagt fram. Þegar stjóm búnaðar- sambands hefur úrskurðað um þær athugasemdir sem komið hafa fram við félagatalið telst það lögleg kjörskrá. 3. Þingfulltrúar skulu kosnir í al- mennri kosningu. Þó getur stjóm búnaðarsambands ákveðið og tilkynnt í auglýsingu um aðal- fund að kosning þingfulltrúa muni fara fram á fundinum nema fram komi krafa um almenna kosningu ekki síðar en 6 vikum fyrir aðalfund. Þurfa þá að lág- marki annað hvort 10% eða 20 félagsmenn, sem atkvæðisrétt hafa í búnaðarsambandi, að bera fram slíka kröfu þar sem kosnir era einn eða tveir fulltrúar. I þeim búnaðarsamböndum, sem kjósa fleiri en tvo fulltrúa, þurfa annað hvort 10% eða 40 félags- menn, sem atkvæðisrétt hafa, að bera fram slíka kröfu. Komi krafa um almenna kosningu fram í tæka tíð skal stjóm búnað- arsambands auglýsa það. 4. Þegar fyrir liggur að kosningar verði almennar hafa félagar í búnaðarsambandi, sbr. 11. grein, rétt til að bera ffam kjörlista. Skal kjörlisti fram kominn 3 vik- um fyrir aðalfund búnaðarsam- bands. Sömu reglur gilda um fjölda stuðningsmanna við kjör- lista og þegar krafist er almennra kosninga sbr. 3. tl. 5. Hafi aðeins borist einn löglegur kjörlisti til stjómar búnaðarsam- bands fyrir tilskilinn frest, sbr. 4. tl., það ár sem kosið er, skal stjóm búnaðarsambands gefa tveggja vikna frest til að koma fram með fleiri löglega lista. Skal það auglýst með tryggileg- um hætti. Komi ekki fram fleiri listar að frestinum liðnum skoð- ast listinn sjálfkjörinn og kosn- ingu lokið. 6. Hafi ekki borist krafa um al- menna kosningu til stjómar bún- aðarsambands fyrir tilskilinn frest sbr. 3. tl. fer kosning fram á aðalfundi. Ef 1/3 hluti þeirra sem fundinn sitja með fullum réttindum krefst þess skal sú kosning vera hlutbundin en ella óhlutbundin. 7. Fari fram almenn kosning á þingfulltrúum, sbr. 3. tl., skipar stjóm búnaðarsambands kjör- stjóm og sér hún um undirbún- ing kosninga, ákveður kjördag, tilgreinir kjördeildir og kjör- staði, skipar undirkjörstjómir, ef um fleiri en einn kjörstað er að ræða, og sér um að auglýsa kosningamar með tryggilegum hætti. Skal kjörstjóm sjá um að gera kjörseðla og dreifa þeim kjördeildir og úrskurða um kjör- skrá. 8. Stjóm búnaðarsambands getur ákveðið að almenn kosning sam- kvæmt 3.tl. skuli vera skrifleg (póstkosning). Þá skal fylgt ákvæðum 7. tl. eftir því sem við á. Yfirkjörstjóm setur að öðm leyti nánari reglur um fram- kvæmd skriflegra kosninga. Kjörfundur má eigi standa skem- ur en í fimm klukkustundir nema allir þeir, sem em á kjörskrá, hafi greitt atkvæði. Talning atkvæða skal fara fram eins fljótt og við verður komið þeg- ar atkvæði hafa borist frá undirkjör- stjómum, en þær skulu þegar að loknum kjörfundi senda kjörstjóm kjörgögn með tryggilegum hætti. Kjörstjóm tilkynnir yfirkjörstjóm um úrslit kosninganna að lokinni talningu. Um framkvæmd kosningar samkvæmt þessari grein gilda að öðru leyti almennar reglur laga um kosningar til Aiþingis. 14. grein Kosning þingfulltrúa frá bú- greinasamböndum skal fara fram á aðalfundi þeirra það ár sem kosið er og gildir kjörið til næstu þriggja ára. Aðalfundur eða stjórn hlutað- eigandi búgreinasambands getur þó samþykkt að láta fara fram al- menna kosningu meðal félags- manna. Skulu þá póstkosningar fara fram eftir ákvæðum 8. tl. 13. gr. eftir því sem við á. 15. grein Kosningu þingfulltrúa skal vera lokið eigi síðar en 10. desember það ár sem kosið er. Stjómir bún- aðarsambanda og búgreinasam- banda skulu tilkynna yfirkjörstjóm hveijir séu réttkjömir þingfulltrúar af þeirra hálfu. Gengur yfirkjör- stjóm formlega frá kjörbréfum þeg- ar henni hafa borist slíkar tilkynn- ingar. Ágreiningi út af framkvæmd kosninganna, má, innan tíu daga frá því ágreiningur reis, skjóta til yfir- kjörstjómar og verður úrskurði hennar aðeins hnekkt af búnaðar- þingi. Krafa um það að úrskurði yf- irkjörstjómar verði hnekkt verður að berast stjóm Bændasamtaka Is- lands a.m.k. tveimur vikum áður en búnaðarþing er sett. III. kafli. Stjórn og starfsemi Bænda- samtaka íslands 16. grein Þriðja hvert ár fer fram stjómar- kjör á búnaðarþingi. Kjósa skal sjö 34 - FREYR 2/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.