Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2000, Qupperneq 40

Freyr - 01.03.2000, Qupperneq 40
að þeim búum þar sem úrbóta er þörf. - Veita ráð um stærð og staðsetn- ingar hauggeymsla. - Veita ráð um nýtingu á landi bú- anna með tilliti til hámarksnotk- unar búfjáráburðar. - Veita ráð um staðsetningu og nýtingu húsa með tilliti til lykt- armengunar. - Beita sér fyrir notkun á búfjár- áburði til landgræðslu og skóg- ræktar þar sem það getur átt við. - Veita ráð um hverja aðra nýtingu búfjáráburðar sem hagkvæm og gagnleg kann að vera. - Hvetja bændur til að uppfylla reglugerðina að öllu leyti sem allra fyrst. - Beitaöðrumráðumsemþykjatil þess fallin að koma þessum mál- um í gott horf. Á undanfömum ámm hefur verið unnið að setningu reglugerða um aðbúnað og heilbrigði búfjár og var því lokið nú eftir áramót með út- gáfu á reglum um aðbúnað sauðfjár og geitfjár. Það hefur komið stöð- ugt betur í ljós að góður aðbúnaður búfjár stuðlar að betra heilbrigði þeirra og þar með aukinni hollustu og öryggi afurðanna. Jafnframt skipar þetta meira jafnræði meðal framleiðenda. Vönduð vinnubrögð á þessum sviðum stuðla að ánægðari neyt- endum og hagkvæmari búrekstri þegar til lengri tíma er litið. Urbæt- ur sem gripið er til í kjölfar nei- kvæðrar umfjöllunar áfalla og verð- lækkana em dýrari þegar upp er staðið. Samþykkt samhljóða. Útflutningsmiðstöð landbúnaðarins Búnaðarþing 2000 beinir því til stjómar BÍ að kanna hvort stofnun Utflutningsmiðstöðvar fyrir land- búnaðinn geti leitt til frekari hag- ræðingar og markvissari leiða til markaðssetningar á íslenskum landbúnaðarafurðum á erlendum mörkuðum. Með þeim hætti má nýta betur þá fjármuni sem notaðir em til markaðssetningar. í þessu sambandi minnir búnað- arþing á ályktun um kjötsölu og sláturhúsamál frá búnaðarþingi 1996, sbr. fylgiskjal Fl. Samþykkt samhljóða. Kjaranefnd Fasteigna- og brunabótamat í dreifbýli Búnaðarþing skorar á stjómvöld að leiðrétta hið fyrsta það grófa misrétti sem felst í álagningu fast- eignagjalda á landsbyggðinni, þar sem gjaldstofninn er uppfærður til markaðsverðs fasteigna á höfuð- borgarsvæðinu. Um leið þarf að endurskoða tekjustofna sveitarfé- laga með tilliti til þeirrar lækkunar á tekjum sem leiðrétting fasteigna- gjaldanna leiðir til. Þá beinir búnaðarþing því til Fasteignamats ríkisins að hefja þegar vinnu við nýtt brunabótamat á fasteignum í sveitum á gmndvelli þeirra breytinga sem gerðar vom á lögum nr. 48/1994 um bmnatrygg- ingar með lögum nr. 34/1999. End- urmatinu verði hraðað svo sem kostur er. Greinargerð: Með lögum um tekjustofna sveit- arfélaga 1989 var sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins veitt heimild til að reikna fasteignaskatta af skattstofni sem miðast við fast- eignaverð í Reykjavík og nágranna- sveitarfélögum óháð raunvemlegu markaðsvirði fasteignanna. Almennt er fasteignamat gmnd- völlur að álagningu eignarskatta og á höfuðborgarsvæðinu eru fast- eignaskattar reiknaðir af sama stofni, sem almennt er ætlað að endurspegla markaðsverð fasteign- anna. Á landsbyggðinni er skatt- stofninn fundinn með því að marg- falda fasteignamat viðkomandi eignar til samræmis við það sem vera myndi, ef eignin væri staðsett í Reykjavík. Skatturinn er því reikn- aður af margföldu raunverulegu verðmæti, og því augljósara er ranglætið, sem fasteignaverð á höf- uðborgarsvæðinu hefur rokið upp að undanfömu en lækkað að sama skapi víðast hvar úti á landi. í þessu fyrirkomulagi, sem bygg- ist á 11 ára lagaheimild, kemur fram ríkur vilji til að jafna tekju- möguleika sveitarfélaga, auk þess sem til þess mun hafa verið vitnað, að hliðstæðar eignir þyrftu hlið- stæða þjónustu sveitarfélagsins hvar sem þær væm staðsettar. Enginn vafi leikur á því að fast- eignaskattur er skattur í skilningi laga en ekki þjónustugjald, og það hlýtur í það minnsta að orka tví- mælis, hvort það standist gmnd- vallarreglur stjómarskrár að við- hafa mismunandi mat á fasteignum eftir staðsetningu, þannig að sumir þegnar landsins greiði skatt af raun- verulegu verðmæti en aðrir af margföldu verðmæti. Þessi mis- munun er eitt lóð á þá vogarskál að auka mun á lífskjörum fólks á landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu. Það er engu að síður ljóst, að fjár- hagur margra sveitarfélaga á lands- byggðinni stendur veikt, og því er nauðsynlegt, um leið og álagning fasteignaskatta verður leiðrétt, að ákvarða sveitarfélögunum aukna hlutdeild í opinberri skattheimtu. Bændasamtökin hafa undanfarin ár gagnrýnt framkvæmd brunabóta- mats á húseignum, í sveitum, sér- staklega eftir að endurmat fasteigna hófst eftir lagasetningu 1994 og leiddi almennt til stórhækkaðra ið- gjalda, einkum á atvinnuhúsnæði. Gagnrýnin beindist annars vegar að því, að við brunabótamatið skyldi ekkert tillit tekið til aldurs, ástands eða nýtingar hlutaðeigandi hús- eigna og hins vegar að virðisauka- skattur skuli vera hluti af hinu metna verðmæti, en hann myndar að sjálfsögðu ekki kostnað við byggingu atvinnuhúsnæðis. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd 1997 til að endurskoða viðeigandi 40 - FREYR 2/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.