Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2000, Page 32

Freyr - 01.03.2000, Page 32
Landssamtök vistforeldra í sveitum Samband garðyrkjubænda Samband íslenskra loðdýraræktenda Svínaræktarfélag íslands Æðarræktarfélag íslands 3. grein Aðild að Bændasamtökum ís- lands geta átt þeir einstaklingar sem þess óska og stunda búrekstur í at- vinnuskyni eða vegna eigin nota enda séu þeir aðilar að þeim félög- um og félagasamtökum sem talin eru í 2. grein. Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda bú- rekstur í eigin nafni eða annarra. Undir búrekstur fellur hvers kon- ar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfar- andi starfsemi, fari hún fram á lög- býlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta. 4. grein Búnaðarþing skal staðfesta aðild og samþykktir nýrra aðildarsam- taka með minnst 2/3 hlutum at- kvæða þingfulltrúa en stjórn bændasamtakanna staðfestir breyt- ingar á samþykktum þeirra. í samþykktum búnaðarsam- bands skal kveðið á um að allir, sem uppfylla skilyrði 3. gr. á starfssvæði búnaðarsambands, skuli eiga rétt á að vera félagar. í samþykktum búgreinasambanda skal sömuleiðis kveðið á um að þeir, sem uppfylla skilyrði 3. gr. og stunda tiltekna búgrein, skuli samkvæmt nánari skilgreiningu hlutaðeigandi búgreinasambands eiga rétt á að vera félagar. I samþykktum aðildarsamband- anna skal mælt svo fyrir að full- nægjandi félagaskrá fylgi ávallt endurskoðuðum ársreikningi sam- þykktum á aðalfundi. Bændasam- tökin halda sameiginlega félaga- skrá skv. upplýsingum frá aðildar- samtökum sínum. I félagaskránni skal m.a. skráð hvaða búgreinar fé- lagsmaðurinn stundar. Sú skráning skal fara eftir skilgreiningu í sam- þykktum landssamtaka í hlutaðeig- andi búgrein, hafi þær hlotið sam- þykki Bændasamtaka Islands, en í öðrum búgreinum skal stjóm bændasamtakanna ákveða skil- greininguna. I samþykktum aðildarsamtak- anna skal ennfremur mælt svo fyrir að allir bændur hafi sömu réttindi óháð formi á félagsaðild. Aðalfund- ir skulu haldnir einu sinni á ári og auk þess aukafundir eftir þörfum. Aukafundi skal halda ef meirihluti þeirra sem þar eiga rétt á sæti krefst þess. 5. grein Búnaðarþing getur með minnst 2/3 hlutum atkvæða þingfulltrúa vikið búnaðarsambandi eða bú- greinasambandi úr Bændasamtök- um íslands ef samþykktir þeirra eða starfsemi er ekki í samræmi við samþykktir þessar eða ef það þykir óhjákvæmilegt af öðmm ástæðum. 6. grein Bændasamtök íslands skulu vera málsvari bænda og vinna að fram- fömm og hagsæld í landbúnaði. í samræmi við þetta meginhlutverk greinist starfsemi samtakanna í fjóra meginþætti: Þau beiti sér fyrir bættum kjör- um bænda á öllum sviðum. Þau annist leiðbeiningaþjónustu og sinni faglegri fræðslu í þágu landbúnaðarins. Þau annist útgáfustarfsemi og miðlun upplýsinga sem varða bændur og hagsmuni þeirra. Þau annist ýmis verkefni fyrir ríkisvaldið og aðra aðila sem tengjast hagsmunum bænda og landbúnaði, veiti umsögn um lagafmmvörp sem snerta land- búnaðinn og sinni öðmm verk- efnum er varða hag bænda. A. Bændasamtök íslands gæta hags- muna bændastéttarinnar og sam- eina bændur um þá, með því m.a. að: 1. Móta stefnu í málefnum bænda og landbúnaðarins í heild. 2. Vera málsvari bændastéttarinnar gagnvart ríkisvaldinu og öðmm aðilum þjóðfélagsins sem stéttin hefur samskipti við. 3. Beita sér fyrir nýmælum í lög- gjöf og breytingum á eldri lög- um er til framfara horfa og snerta bændastéttina og landbún- aðinn. 4. Fylgjast grannt með afkomu bænda og rekstrarskilyrðum landbúnaðarins og kappkosta með því að tryggja þeim lífs- kjör í samræmi við aðrar stéttir þjóðfélagsins. 5. Annast samningagerð af hálfu bænda, t.d. um framleiðslu- stjóm, verðlagningu búvara og kjör starfsfólks í landbúnaði. 6. Koma fram fyrir hönd íslenskra bænda gagnvart hliðstæðum samtökum erlendis og annast samskipti við þau eftir því sem ástæða þykir og tilefni gefast til. B. Bændasamtök íslands annast leiðbeiningaþjónustu og faglega fræðslu í þágu landbúnaðarins með því m.a. að: 1. Vinna að framfömm í landbún- aði með því að ráða landsráðu- nauta er hafi á hendi forystu um leiðbeiningar á hlutaðeigandi sviðum í samræmi við ákvæði búnaðarlaga. Búnaðarsambönd- in vinni á sama hátt að framför- um í landbúnaði með því að hafa í þjónustu sinni héraðsráðunauta á gmndvelli sömu laga. 2. Hafa með höndum framkvæmd mála er Alþingi eða ríkisstjóm felur þeim. 3. Vinna að kvnbótastarfsemi, ann- ast eða hafa umsjón með af- kvæmaprófun kynbótagripa og er m.a. heimilt að eiga og reka búfj árræktarstöðvar. 4. Hlutast til um að gerðar séu hag- nýtar rannsóknir og tilraunir á öllum sviðum landbúnaðarins. 7. grein Bændasamtök Islands fara með fyrirsvar framleiðenda búvara skv. 32 - FREYR 2/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.