Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2000, Side 14

Freyr - 01.03.2000, Side 14
tökin endurskoðuðu ræktunaráform sín í sambandi við íslensku kýmar. I stað þess að miða framræktun þeirra við blöndun á norsku kúa- kyni ætti að miða kynbætur við það að reyna að rækta frá þeim þau efni í mjólkinni sem sannanlega valda aukinni hættu á sykursýki. Að síð- ustu fjallaði hann um væntanlegan sauðfjársamning og vonaðist til þess að samningurinn myndi verja stöðu byggðanna. Sauðfjárræktin er það viðfesti í hinum dreifðu byggð- um sem best dugar og því er það af- ar brýnt að Bændasamtökin og Byggðastofnun vinni vel saman í þessu máli. 9. Bjarni Ásgeirsson. Ræðumað- ur þakkaði í fyrstu fyrir góða setn- ingarathöfn. Hann kvað hin fjöl- mörgu góðu málefni sem Bænda- samtökin væm að vinna að falla í skuggann af lélegri afkomu bænda og stöðugri skuldasöfnun þeirra. Tækniframfarimar geta gengið of langt og hljóta að teljast hluti af ástæðum skuldasöfnunarinnar. Hann varaði við því að bændur væm hvattir til þess að stækka bú sín á sama tíma og hluti af fram- leiðsluvörum þeirra væri nánast verðlaus. Menn verða fyrst að reikna út hvað það kostar þá að framleiða lítra mjólkur eða kg af kjöti og skoða hvað stækkunin komi til með að skila þeim. Fólks- flóttinn úr sveitum er mikill, en hvers vegna skera sumar sveitir sig úr í þeim efnum og viðhalda stöðu sinni? Er það eitthvert dreifbýlis- gen sem veldur þessu eða hlunnindi sem viðkomandi sveitir hafa upp á að bjóða? Nefndi hann Hmna- mannahrepp sem gott dæmi um þetta, en þar hafa jarðir haldist vel í byggð og atvinnulíf og mannlíf blómstrar. Þá fjallaði hann um væntanlegan sauðfjársamning og kvaðst vonast til þess að hann muni færa bændum meiri kjarabætur en þeir tveir sem á undan hafi gengið. Taldi hann samninginn 1991 hafa fært bændum einhverja mestu tekjuskerðingu sem um getur, en síðasti samningur hafi síðan gert lítið annað en að verja stöðuna. Því næst fjallaði hann um þjóðlendu- málin og kvað offors kröfugerðar- manna ríkisvaldsins taka út yfir alla þjófabálka. Gallar á lögum og reglugerðum koma hins vegar yfir- leitt ekki í ljós fyrr en farið er að vinna eftir þeim, en þær breytingar á þjóðlendulögunum sem nú er ver- ið að gera tillögur um eru til mikilla bóta. Þær skipulagsbreytingar og yfirtaka á verkefnum Framleiðslu- ráðs sem Bændasamtökin eru nú að ganga í gegnum leiða vonandi til minni kostnaðar við starfsemina en þær mega ekki leiða til verri þjón- ustu við bændur. Búnaðarsambönd- in, sem hafa með leiðbeiningaþjón- ustuna í héruðunum að gera, eru í miklu fjársvelti. Búnaðarlögin eru að því leyti gölluð að ekki hefur tekist að semja um nægilegt fjár- magn til leiðbeiningaþjónustunnar. Búnaðarsamböndin hafa verið ákaft hvött til þess að sameinast í leið- beiningamiðstöðvar en það má ekki verða til þess að þeim verði fyrir vikið refsað með lækkun framlaga. Hann kvað það skoðun sína að leið- beiningaþjónustuna ætti að fjár- magna eins mikið og kostur væri sameiginlega. 10. Gísli Grímsson. Ræðumaður gerði umhverfismálin að umtalsefni og kvað landbúnaðarráðherra rétti- lega hafa lýst miklum áhyggjum af slæmri þróun í þeim efnum undan- farin ár. Hann var mjög áfram um að búnaðarþing ályktaði um að Bændasamtökin gripu inn í þessi mál áður en í óefni væri komið og aðgerðum yrði þvingað upp á bændur annars staðar frá. Bændur verða að eiga frumkvæðið í þessum efnum því að annars er hætta á að þjóðin setji þá í stól sakamanna. Fyrir nokkrum árum var gerð ítar- leg rannsókn á heilbrigðisástandi í eggjaframleiðslunni og í henni komu ekki fram nein dæmi um salmónellu eða kamfílóbakter í eggjum. Stjóm Félags eggjafram- leiðenda hefur jafnframt ákveðið að láta á næstunni fara fram sýnatöku á öllum eggjabúum landsins til þess að kanna hvort þessu sé ekki ennþá þannig farið. Nýta þarf húsdýra- áburðinn sem áburð í stað þess að menga með honum lífríkið. Frétta- flutningur um að honum hafi verið veitt í sjó, ár, vötn eða læki verður að heyra sögunni til. 11. Eggert Pálsson. Ræðumaður þakkaði í fyrstu veglega setningar- athöfn og kvað það hafa verið vel við hæfi að bamakór kæmi þar fram á æskulýðsdeginum. Hann taldi yfirtöku Bændasamtakanna á verkefnum Framleiðsluráðs og þær skipulagsbreytingar sem nú væri verið að ganga í gegnum vera af hinu góða. Þeim fylgdi vísir að lækkun sjóðagjaldanna en þar þarf að verða framhald á. Þá mun það auka skilvirkni í starfsemi samtak- anna að setja sviðsstjóra yfir hina ýmsu verkefnaflokka þeirra. Hann kvað Bændasamtökin verða að standa þétt við bakið á bændum í hálendismálunum. Stytta verður þá píslargöngu sem bændur verða að ganga í gegnum í dag vilji þeir breyta búháttum sínum, t.d. með stofnun félagsbús. Þá fjallaði hann um væntanlegan sauðfjársamning og kvaðst þeirrar skoðunar að frjálst framsal beingreiðsluréttar myndi leiða til enn frekari skulda- söfnunar hjá sauðfjárbændum. Hann taldi a.m.k. 90% sauðfjár- framleiðslunnar í dag vera vistvæna og velti því fyrir sér hvemig ætlun- in væri að standa að vistvænni vott- un, sérstakalega hvað snertir nýt- ingu lands. Fækkun og stækkun sauðfjárbúa kvað hann vera þvert á byggðastefnu ríkisstjómarinnar. Það er ekki endilega nauðsynlegt að sauðfjárrækt sé eingöngu stund- uð á stómbúum, þau smærri hafa þar einnig hlutverki að gegna, þó svo að ábúendur þar hafi ekki allt lífsviðurværi sitt af framleiðslunni. í fjöldanum felst ennfremur félags- legur styrkleiki. Þá þakkaði hann það sem áunnist hefði með jöfnun námskostnaðar, en benti á að nokk- 14 - FREYR 2/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.