Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 15
urs misræmis gætti í útfærslunni á milli skóla. Þá fjallaði hann um bú- fjáreftirlitið og kvað það vera bændastéttinni til vansa að upp skuli koma tilfelli þar sem fella þarf búfénað sökum horfóðrunar. Hann taldi hins vegar bæði kosti og galla felast í nálægð forðagæslumanna, því að nálægðin tryggði að hægt ætti að vera grípa fyrr inn í. Sveit- arfélögin bera ábyrgð á forðagæsl- unni en búnaðarsamböndin hafa með fóðurráðgjöf að gera og þau má alls ekki gera að einhvers konar forðagæslulögreglu. Hann fagnaði samningnum við VIS um landbún- aðartryggingar en saknaði þess að ekki væri boðið upp á rekstrar- stöðvunartryggingu í sambandi við sjúkdóma. Að síðustu lagði hann áherslu á að við endurskoðun bún- aðarlagasamnings þyrfti að leggja meiri áherslu á að auka ræktun lands og búfjár. 12. Sólrún Ólafsdóttir. Ræðu- maður þakkaði í fyrstu framlagðar skýrslur og gögn og ánægjulega setningarathöfn. Hún fjallaði síðan um hvaða áhrif fækkun fólks til sveita hefði á þjónustustigið. Nefndi hún sem dæmi að íslands- póstur hafi riðið á vaðið í þeim efn- um með flutningi póshússins á Kirkjubæjarklaustri. Þá hefði bankaútibúum fækkað í sýslunni um tvö og meira segja prestunum um einn. Hvað skyldi taka við næst? A tillidögum tala ráðamenn þjóðarinnar digurbarkalega um byggðastefnu en lítið verður um efndir. Samkvæmt drögum að nýj- um sauðfjársamningi virðist stefnt að því að fækka sauðfjárbændum um 15%, en það verður að gefa því ferli tíma þannig að bændum gefist kostur á að skapa sér önnur at- vinnutækifæri. Tekjur bænda, eink- um sauðfjárbænda, eru á niðurleið, og fengu þeir margir hveijir áfall þegar þeim bárust uppgjör frá af- urðastöðvum nú um áramótin. Hverju eiga búnaðarþingsfulltrúa að svara ungu fólki þegar það spyr hvort það eigi að samþykkja tilboð um uppkaup? Við viljum ekki tapa öllu okkar unga fólki til Reykjavík- ur heldur gefa því möguleika á sómasamlegu lífsviðurværi í heimabyggð sinni. 15 þúsund krón- ur fyrir ærgildið í uppkaupum er alltof lítið til þess að gera fólki kleift að komast út úr framleiðsl- unni með sómasamlegum hætti. Kjör bænda eru langt fyrir neðan kjör allra viðmiðunarstétta og ekki er útlit fyrir að hægt verði að sækja kjarabætur til hækkunar afurða- verðs í framtíðinni. Bændasamtök- in verða að setja á oddinn kröfuna um að lagt verði þriggja fasa raf- magn í dreifbýlinu. Þá myndi felast í því mikil kjarabót fýrir bændur ef unnt reyndist að rækta harðgerðari grasstofna sem ekki dræpust við fyrsta kuldakast. Bjargráðasjóður er mjög veikburða og getur litla að- stoð veitt og því taldi hún rétt að kannað yrði hvort ekki bæri að leggja hann niður og bændur ein- faldlega keyptu sér tryggingar við hæfi. Þá lítur út fyrir að þeir sem eru duglegir og reyna að bjarga sér fái ekki aðstoð úr sjóðnum heldur miklu frekar þeir sem sitja með hendur í skauti. Skattleysismörkin þyrfti að hækka verulega og hækka frekar skattprósentuna á þá sem meiri hafa tekjumar. Einfalda þarf ferlið við stofnun félagsbúa og bið- tími eftir svömm frá Lánasjóðnum er alltof langur. Vel hefur til tekist með hækkun námsstyrkja, en betur má ef duga skal. Þá taldi hún það vera til mikilla vansa að Bænda- samtökin byðu ekki upp á nothæft bókhaldsforrit. Þannig geta bændur, sem stofnað hafa einkahlutafélög, ekki nýtt sér Búbótina sem skyldi. Þá væru bændur famir að bíða eftir að leiðbeiningar um útfyllingu skattframtala verði birtar í Bænda- blaðinu. Bændasamtökin verða að standa vel í ístaðinu í þjóðlendu- málunum og styrkja þá í hvívetna sem standa í eldlínu baráttunnar. Kröfugerð ríkisvaldsins um allt landið verður skilyrðislaust að liggja fyrir áður en lengra verður haldið. Forðagæslumálin taldi hún gjörbreytast við sameiningu sveit- arfélaganna og kvað fráleitt að ætla ráðunautum búnaðarsambandanna að vera báðum megin við borðið með því bæði að ráðleggja bændum um fóðmn og leggja mat á fóður- birgðir þeirra. 13. Ágúst Sigurðsson. Ræðumað- ur þakkaði framlagðar skýrslur og gögn og góða setningarathöfn. Hann fjallaði síðan um byggða- málaályktun síðasta búnaðarþings og kvað þau drög að byggðamála- ályktun, sem stjóm Bændasamtak- anna legði nú fram, fela í sér ýmis þau atriði sem ekki fengust tekin inn í ályktun síðasta árs og er það vel. Alþingismenn taldi hann vera öldungis ráðalausa í byggðamálun- um og ef menn ætluðust til einhvers árangurs í þeim efnum verða tillög- ur þar að lútandi að koma frá bænd- um sjálfum. Bændasamtökin hafa ekki verið nægilega sýnileg í þjóð- félaginu en til þess að bæta úr því þarf að nýta Landbúnaðarsýning- una 2000 vel. Þá fjallaði hann um væntanlegan sauðfjársamning og taldi að menn ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvaða verði bændur þyrftu að kaup sér bein- greiðslurétt, markaðurinn ætti ein- faldlega að ráð þar ferðinni. Stór- búakenninguna taldi hann vera beinlínis háskalega fyrir sauðfjár- ræktina því að sauðkindin væri hentugasta aðferðin við að viðhalda byggð í landinu. Að síðustu íjallaði hann um þjóðlendumálin og velti því fyrir sér hvers vegna kröfugerð- amefnd ríkisvaldsins hefði farið af stað með þvflíku offorsi sem raun bæri vitni. Er það ætlan rfldsvalds- ins að allir afréttir landsins verði gerðir að þjóðlendum? Dómar Hæstaréttar hafa allir verið á sama veg undanfarin ár og ólfldegt hlýtur að teljast að bændur vinni stóra sigra á þeim vettvangi að óbreyttu. 14. Guðmundur Jónsson. Ræðu- maður fjallaði í fýrstu um búfjár- eftirlitið og taldi mjög óæskilegt ef búnaðarsamböndunum verði falin FREYR 2/2000 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.